Feykir


Feykir - 21.08.2014, Qupperneq 10

Feykir - 21.08.2014, Qupperneq 10
10 Feykir 31/2014 Ótrúleg stemning og stórkostlegt sjónarspil Tónlistarhátíðin Gæran 2014 Tónlistarhátíðin Gæran var haldin í fimmta sinn á Sauðárkróki um sl. helgi. Að sögn aðstandenda gekk hátíðin mjög vel og voru gestir og tónlistarfólk almennt ánægt. Samstarf við lögreglu, útideild og björgunarsveit gekk að sama skapi afar vel, ölvun var í algeru lágmarki og allir skemmtu sér fallega. Þó segir Laufey Kristín Skúladóttir, einn skipuleggjandi hátíðarinnar, að gestirnir hefðu mátt vera fleiri og þátttakan betri. „Til að viðburður eins og þessi geti gengið í litlu samfélagi eins og hérna á Norðurlandi vestra þá þurfa íbúar af öllu svæðinu að sýna stuðning sinn í verki og mæta. Eins og staðan er núna er óvíst um framhaldið,“ segir Laufey í samtali við Feyki. Þá segir hún dagana í aðdraganda hátíðarinnar hafa gengið heldur erfiðlega en þrjú tónlistaratriði duttu út af dagskrá vegna veikinda á meðal tónlistarfólks. Einnig hafði það áhrif að það voru færri sem stóðu fyrir megin hluta skipulagningarinnar heldur en oft áður og nýtt fólk í lykilstöðum. Aðspurð um hápunkt á hátíðinni segir hún nokkrar hljómsveitir hafa staðið sérstaklega upp úr, m.a. afríska funk bandið The Bangoura Band. „Þau náðu upp alveg ótrúlegri stemningu með miklum trommuslætti og lúðrablæstri. Meistararnir í Dimmu buðu upp á stórkostlegt sjónarspil á sviðinu sem allir heilluðust af, meira að segja fólk eins og ég sem hlustar aldrei á rokk. Það var líka mjög skemmtilegt að vera með heilt tökulið frá sjónvarpsstöðinni N4 með okkur á föstudagskvöldinu. Persónulega fannst mér svo frábært hvað það voru margar stelpur sem stóðu á sviðinu hjá okkur í ár.“ Að lokum vilja aðstandendur hátíðarinnar koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra fyrirtækja og stofnana sem höfðu trú á þeim og verkefninu og studdu rækilega við bakið á þeim. Einnig langar þá að koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem eyddu helginni með þeim og gáfu tíma sinn í verkefnið. Án þessara tveggja þátta hefði þessi tónleikahátíð aldrei orðið að veru-leika. „Við höfum mikla trú á Gærunni og teljum að hér sé á ferðinni viðburður sem skiptir máli fyrir ímynd og sjálfsmynd lítils samfélags eins og er hér á Norður- landi vestra. Viðburðir eru hverju samfélagi mikil- vægir. Þeir stuðla að samheldni íbúa, búa til stemningu á áfangastað sem eru í samkeppni við aðra áfangastaði landsins. Gæran er þátttakandi í því að gera áfangastaðinn Skagafjörð að spennandi kosti ásamt öllu því góða starfi sem unnið er hér. Það er því mikilvægt að við sýnum stuðning og sækjum þá viðburði sem eru í boði í heimahéraði svo að fram- boð þessara viðburða haldist,“ segir Laufey að endingu. /BÞ Myndir: Hjalti Árna

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.