Feykir


Feykir - 21.08.2014, Page 15

Feykir - 21.08.2014, Page 15
31/2014 Feykir 15 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að taka sig til fyrir SveitaSæluna... Spakmæli vikunnar Ef hamingjan lokar einum dyrum opnast aðrar; en oft horfum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki þær sem standa okkur opnar. - Helen Keller Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... Júlíus Sesar var þjakaður af áhyggjum yfir vaxandi skallanum? ... Lyndon B. Johnson var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem notaði augnlinsur? ... gíraffar hafa engin raddbönd? ... augasteinn kolkrabba er ferkantaður? FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Gömul kona saup á hvítvínglasi, þar sem hún sat á veröndinni með karlinum sínum. Svo sagði hún: „Veistu hvað? Ég elska þig svo mikið að ég efast um að ég gæti hreinlega lifað án þín!“ Karlinn hennar spurði þá: „Er þetta þú að tala … eða er þetta vínið sem talar?“ Og konan svaraði: „Þetta er ég … Að tala við vínið.“ Krossgáta Sigrún Heiða og Hrannar matreiða Fiskréttur, kúrbítsbrauð og Maltisers-ís AÐALRÉTTUR Fiskréttur 800 gr ýsa / þorskur 1 laukur 1 paprika 1 epli (litur eftir smekk) 4 gulrætur 1 dl rjómi 1 tsk karrí 100 gr rjómaostur 1 tsk salt 1 tsk fiskikrydd (eða eitthvað gott krydd) ¼ tsk sítrónupipar Aðferð: Við reynum að hafa fisk oft í matinn hjá okkur og erum því með einn fiskrétt. Skerið laukinn í sneiðar, paprikuna í strimla, eplið og gulræturnar í bita. Létt steikt á pönnu, strá karrí yfir og rjómaosturinn látinn bráðna á pönnunni og svo rjómanum hellt yfir. Skerið fiskinn í passlega bita (minni frekar en stærri) leggið yfir grænmetið. Stráið salti, fiskikryddi og sítrónupipar yfir fiskinn. Látið lokið á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 5-10 mín. MEÐLÆTI Kúrbítsbrauð 2 egg 1 bolli 2 bollar sykur 2 tsk vanilludropar = þetta allt þeytt saman. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Sigrún Heiða Pétursdóttir Seastrand, frá Finnmörk í Húnaþingi vestra, og Hrannar Freyr Gíslason, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, eru matgæðingar Feykis þessa vikuna. Þau ætla að bjóða okkur upp á gómsætan fiskrétt borinn fram með kúrbítsbrauði og Maltisers-ís í eftirrétt. „Skorum á Helgu Rós Níelsdóttir frá Fremri Fitjum í V-Hún. Helga Rós er alveg með þetta í fingrunum og á ekki í nokkrum vandræðum með að undirbúa veislu með litlum fyrirvara, elda eða baka dýrindis kökur og bragðið klikkar ekki.“ Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Ætlar þú að fara á SveitaSælu 2014? SILJA ÖSP JÓHANNSDÓTTIR: -Nei því miður. INGA JÓNA SVEINSDÓTTIR: -Fer ef ég verð í bænum. ANÍTA LIND ELVARSDÓTTIR: -Nei kemst ekki. Ég verð úti í Tyrklandi. HAFSTEINN LOGI SIGURÐARSON: -Nei held ég verði ekki heima. 2 bollar rifinn Kúrbítur = bætt út í þeyttu blönduna 2 bollar hveiti 1 tsk salt ½ tsk lyftiduft 1 tsk kanill 1 tsk natron = þetta hrært út í blönduna smátt og smátt saman, hrært varlega saman. Aðferð: Við eignuðumst brauð- vél fyrir nokkrum árum og höfum gert margar tilraunir með að baka brauð, það eru til margar góðar brauðuppskriftir og hérna er ein sem þarf enga brauðvél til að gera og þessi kemur virkilega á óvart og hvetjum við fólk til að prufa hana. Bakað í aflöngu formi í 180°C þar til brúnirnar sleppa forminu eða prjónn kemur hreinn úr þegar stungið er í brauðið. EFTIRRÉTTUR Maltisers-ís 3 eggjahvítur - stífþeyttar 3 eggjarauður 3 msk sykur (bætt út í eggjarauðurnar og stífþeytt saman) ½ rjómi, þeyttur 1 stór poki Maltiserskúlur, mulið niður ½ marensbotn, mulinn niður Aðferð: Svo er sígilt að eiga ís í frystinum til að fá sér eftir sólríkan dag eða góðan mat. Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Sett í form og fryst í lágmarki í 4 klst. Verði ykkur að góðu! Hrannar Freyr og Sigrún Heiða á brúðkaupsdaginn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.