Feykir


Feykir - 06.11.2014, Qupperneq 4

Feykir - 06.11.2014, Qupperneq 4
4 42/2014 Aflatölur 26. október – 1. nóvember 2014 Rúm 260 tonn að landi Í viku 43 var tæplega 125 tonnum landað á Skagaströnd og tæpum 127 tonnum landað á Sauðárkróki. Þá var landað 6 tonnum á Hofsósi og 3 tonnum á Hvammstanga. Samtals gera þetta um 260 tonn. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Kristján Þór Hansen Sauðárkróki fæddur 10. júlí 1950 – látinn 30. september 2014 Kynni okkar Kristjáns Þórs Hansen hófust eiginlega í gengum Elvis Presley. Er ég flutti hingað í fjörðinn 1983, frétti ég, að á Króknum ætti heima mikill Elvis aðdáandi. Ég hafði samband við Kristján og við ræddum málin. Hann kvaðst hafa áhuga á að stofna Elvis – klúbb hér á Norðurlandi vestra, þar sem aðdáendur goðsins gætu hist til að hlýða á tónlist hans og bera saman bækur sínar. Ég var til með að gerast félagi í slíkum klúbb. Af stofnun hans varð hins vegar ekki, þar eð ekki reyndist nægjanlegur áhugi fyrir hendi. En eftir þetta urðum við einhvers konar sálufélagar í Presley. Sumarið 2008 þróuðust mál þannig, að Kristján tók að sér að betrekkja og mála tvær stofur hér á Mælifelli. Þá komst ég að raun um, að tónlistarfagurkerinn, Kristján Þór Hansen, hafði ekki síður næmt auga fyrir fallegu handverki. Hann var vandvirkur, gaf sér góðan tíma í verkið, fór fagmannlegum höndum um gömul þil, hreinsaði burt gamalt betrekkið, sparslaði, pússaði og límdi nýtt, svo stofurnar gengu í endurnýjun lífdaga. Ég vissi ekki fyrr en þá, að hann sem málarameistari hafði fengist mikið við að mála kirkjur hér í Skagafirði og Húnavatnssýslum, þar sem verkin sýna listfengt handbragð hans, öllum sem þangað koma. Kristján var góður gestur á heimili okkar. Hann hafði þægilega nærveru, var lítillátur og gaf sér tíma til að spjalla um daginn og veginn og oft stutt í græskulausa kímni. Oftar en ekki barst talið eitthvað að goðinu, Elvis, og tónlist hans. Þar var ekki komið að tómum kofanum. Kom í ljós, að hann var búinn að safna að sér nær öllum plötum og diskum, sem út hafa komið með Elvis, auk margra hluta honum tengdum, enda búinn að heimsækja Graceland og sjá með eigin augum heimili kóngsins í allri sinni dýrð. Gaman var að heyra hann segja frá þeirri ferð. Líklega hefur honum ekki fundist vanþörf á að bæta úr skorti á Elvis í mínu plötusafni, því síðla þetta sumar sendi hann mér, eiginlega í afmælisgjöf, nokkra geisladiska með öllum þekktustu lögum Elvis, glæsilegar upptökur, sem búnar eru að veita marga ánægjustund. Þannig var Kristján, hann var heill í orðum og gjörðum og lét verkin tala. Einhverju sinni spurði ég hann svona í gamni, hvort hann teldi, að Elvis hefði e.t.v. verið vinsælasti söngvari sem uppi hefði verið. Ég man ekki, hverju hann svaraði. Auðvitað er slík spurning fávísleg í augum aðdáenda Elvis. Þeir hafa svarað henni á sinn hátt með orðunum: Elvis for ever. En enginn maður er eilífur. Lífið er stutt, en listin er löng. Það má líklega heimfæra upp á Elvis Presley og fleiri snillinga. Á plötunni Amazing Grace syngur Elvis einvörðungu gospel – tónlist. Þar eru margar perlur, m.a. lagið You will never walk alone, Þú ert aldrei einn á ferð, sem margir þekkja. Mætti þetta fallega lag veita ástvinum Kristjáns huggun og von, nú þegar sorgin hefur barið að dyrum. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum þeirra og fjöl- skyldum og öðrum aðstand- endum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Hallgrímsson. I N M E M O R I A M SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Addi afi GK-97 Landb.lína 9.347 Alda HU-112 Landb.lína 7.527 Bergur sterki HU-17 Landb.lína 735 Blær HU-77 Landb.lína 424 Dagrún HU-121 Þorskanet 265 Diddi GK-56 Handfæri 1.580 Muggur KE-57 Landb.lína 13.586 Sighvatur GK-57 Lína 78.992 Signý HU-13 Landb.lína 1.995 Stella GK-23 Landb.lína 9.509 Sæfari HU-200 Landb.lína 1.028 Alls á Skagaströnd: 124.988 Farsæll SH-30 Botnvarpa 43.782 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.603 Helga Guðm SK-23 Handfæri 667 Klakkur SK-5 Botnvarpa 78.435 Óskar SK-13 Handfæri 464 Steini SK-14 Handfæri 614 Vinur Sk-22 Handfæri 953 Þytur SK-18 Handfæri 376 Alls á Sauðárkróki 126.894 Ásmundur SK-123 Landb.lína 2.385 Þorgrímur SK-27 Landb.lína 3.633 Alls á Hofsósi 6.028 Harpa HU-4 Dragnót 2.958 Alls á Hvammstanga 2.958 Sláturtíðinni lauk í síðustu viku hjá SAH afurðum Gengur allt vel með góðu starfsfólki Sláturtíðinni lauk formlega hjá SAH afurðum á Blönduósi síðasta sumardag en í síðustu viku voru þó þrír minni sláturdagar. Að sögn Gunnars Tr. Halldórssonar fram- kvæmdastjóra hefur starfsemin gengið vel í þessari sláturtíð, en þaulvant fólk kemur til starfa ár eftir ár og gengur í sínar stöður. Alls var slátrað um 104.000 gripum. Fastir starfsmenn SAH afurða eru um 20 og bætast um 80 við í sláturtíðinni. Gunnar segir langflesta vera erlenda starfs- menn, en þó hafi verið leitað til þeirra örfáu sem eru á atvinnuleysisskrá á staðnum. Hann segir miklu muna að vera með vant fólk, hraðinn náist mjög fljótt upp og vinnuandinn sé góður og engir árekstrar. Starfsfólkið er af 5-6 þjóðernum og koma margir í gegnum fasta starfsmenn sem hafa verið búsettir lengi á Blönduósi en eru frá Póllandi. Gunnar segir að um aukn- ingu sé að ræða milli ára sem sé mjög jákvætt og sýni traust innleggjenda í þeirra garð. Þá hafi meðalþyngd hækkað um 400 gr. milli ára sem einnig sé jákvætt. „Við erum ánægð með hversu vel hefur gengið, enda liðsheildin góð,“ sagði Gunnar að lokum. /KSE Frá lesendum Á kafi í snjó Ingólfur Sveinsson er góður. Hann bjargaði mér úr snjónum á Laxárdalsheiðinni þann 29. október sl. Ég var alveg að fenna í kaf, orðinn eins og snjóbolti, rétt komst upp á þúfu til að veifa í hann. Hann fór með mig heim í Bergstaði þar sem ég á heima. Leiðrétting Þau leiðu mistök voru gerð í prjónaþætti síðasta blaðs að Anna Jóhannesdóttir var sögð vera frá Hjalla. Það mun ekki vera rétt, hún er frá Hjaltastöðum. Beðist er velvirðingar á þessu. Tveggja daga verkfall lækna á HS Endurtekið um miðjan nóv- ember ef ekki semst áður Yfirstandandi læknaverkfall hefur haft nokkur áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnun- arinnar Sauðárkróki, en læknar þar fóru í tveggja daga verkfall síðustu vikuna í október og var eingöngu sinnt bráðaþjónustu á meðan. Hins vegar hafa læknar á Heil- brigðisstofnuninni á Blöndu- ósi ekki farið í verkfall. Að sögn Arnar Ragnarssonar, yfirlæknis á Sauðárkróki, urðu einhver óþægindi vegna verk- fallsins, einkum vegna frestunar á tímum. Örn segir að fólk hafi þó sýnt þessu skilning og að hann hafi ekki heyrt miklar gagnrýnisraddir vegna þessa. Til stendur að læknar á Sauðárkróki fari aftur í tveggja daga verkfall í nóvember, ef ekki semst fyrir þann tíma. Örn sagðist eingöngu hafa upplýsingar um gang mála úr fjölmiðlum og samtölum við fólk. „Við verðum að vera bjartsýn, en því miður virðist þó lítið vera að gerast,“ sagði hann að lokum. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.