Feykir - 20.11.2014, Blaðsíða 3
44/2014 3
Rætt við Björn Þór Kristjánsson eiganda veitingastaðarins Pottsins á Blönduósi
fyrir Grunnskólann á Blöndu-
ósi, í kaffihúsinu „Við Árbakk-
ann“. „Við höfum til þessa haft
opið allt árið frá kl. 11:00 að
morgni til kl. 22:00 að kvöldi,
en því er ekki að leyna að það
eru fáir á ferðinni yfir dimm-
ustu vetrarmánuðina,“ segir
Björn. Líkt og með önnur
fyrirtæki verður Potturinn að
vera í sífelldri vöruþróun en
Björn ákvað nýverið að taka
upp þá nýbreytni að bjóða upp
á sérstakan hádegismatseðil
með hefðbundinn íslenskan
mat, og nefnir hann gamla góða
saltfiskinn með hamsatólg sem
dæmi um innihald hádegis-
matseðils; soðna ýsu, lambalæri,
kjöt og fiskibollur, plokkfisk
með heimabökuðu rúgbrauði
og ýmislegt annað góðgæti.
„Mér sýnist þessi nýbreytni
falla í kramið hjá mörgum enda
er lögð áhersla á mikil gæði og
hófstillt verð. Við birtum
Lambasteikin með béarnaise-
sósu alltaf vinsælust
Potturinn Restaurant stendur
við Þjóðveg 1 á Blönduósi og
fær til sín fjölda viðskiptavina
sem eiga þar leið hjá, þá
sérstaklega á mesta
ferðamannatímanum yfir
sumarið. Að sögn Björn Þórs
Kristjánssonar eiga
fjölmargar rútur þar viðkomu
og raunar henti Potturinn
einkar vel fyrir þennan
markhóp þar sem staðurinn
getur tekið 80 manns í sæti
niðri og 60 manns uppi í
Eyvindarstofu. Þá stoppar þar
jafnframt mikið af fólki sem
ferðast á eigin vegum,
innlendir sem erlendir
ferðamenn. Að síðustu segist
hann fremur hafa reynt að ná
til heimamanna, sem hann
segir vera þeirra mikils-
verðustu viðskiptavinir, því
þeir eru þar allt árið.
„Við erum með nokkuð
hefðbundinn matseðil hér á
Pottinum. Lambasteikin með
béarnaisesósu hefur alltaf verið
vinsæl og eins hefur fiskur
dagsins gengið vel. Þá eru
auðvitað hamborgarar og pítsur
alltaf vinsælir réttir, ekki síst hjá
yngri kynslóðinni,“ svarar Björn
aðspurður um vinsælustu
réttina á matseðli Pottsins.
Fyrirtækið Blöndubyggð ehf.,
sem rekur Pottinn, var stofnað
af Birni árið 2007 og sumarið
2011 opnaði hann Eyvindar-
stofu, efri hæðina á Pottinum.
Um er að ræða 109 fermetra
veislu- og ráðstefnusal í stíl
Eyvindarhellis, sem er í senn
sýning og fundaaðstaða með
þráðlausu neti og tveimur
skjávörpum, en þar upplifa
gestir sig í heimkynnum úti-
legumannsins á Hveravöllum.
Björn hefur verið í ýmsum
rekstri tengdum ferðaþjónustu
frá árinu 2002 en þar á undan
var hann sjómaður og síðar
skipstjóri í ein 25 ár. Ástæðuna
fyrir því að hann kaus að opna
veitingarekstur á Blönduósi
segir hann vera einfalda, hann
er fæddur og uppalin á bænum
Húnstöðum, í fimm kílómetra
fjarlægð frá Blönduósi. Björn
hefur einnig rekstur Félags-
heimilisins á Blönduósi á sinni
könnu og annast skólamáltíðir
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
matseðilinn á Facebook síðunni
okkar á hverjum mánudegi
þannig að fólk getur séð hvað er
boðið uppá þá vikuna,“ útskýrir
Björn.
Mikill áhugi fyrir eflingu
ferðaþjónustu á svæðinu
Á Pottinum er allt
brauð bakað á
staðnum og er
lagður mikill metn-
aður í að hafa það
alltaf ferskt og
nýbakað. „Einnig
erum við að fara út
í að hafa á boð-
stólnum heilsu-
brauð án gers og
aukaefna. Súpurnar
okkar eru ekki með
glúteni því fólk er
farið að hugsa
mikið meira hvað
það lætur ofan í sig
– við erum að fylgja
því eftir alla leið.“
Björn segir að á
Hér er um að ræða
grundvallarvanda sem ég
glími við sem útlendingur
á Íslandi. Ég virðist
bara ekki geta svarað
spurningunni þannig
að öllum líki. Ef ég segi
„Ameríku“ svarar fólk:
„Já, dö, ég veit það en
frá hvaða fylki?“ En ef
ég segi “Peoria, Illinois”
spyr folk “Hmm, hvaða
land er það?“ Þannig að
til að gera alla góða gæti
ég sagt án þess að þurfa
að anda á milli: „Sko, ég
ólst upp í Peoria, gekk
í skóla í Des Moines,
Carbondale og Fairbanks
en milli skóla bjó ég í
Seattle og flutti til Hóla
þegar maðurinn minn fór
í mastersnám þar, eitt
sumar var ég á bát frá
Kodiak en núna bý ég á
Blönduósi.“
Ástæðan fyrir að mér finnst
allir þessir staðir eiga heima
í upptalningunni er að þeir
eiga sér allir sinn stað í
hjarta mínu. Ég veit að það
að vera „frá“ einhverjum
stað þýðir venjulega að vera
fædd þar, en fólk flytur og
finnur sér ný heimkynni.
Staði, sérstaka bæi og
borgir sem við viljum
kynnast nánar, læra um,
lifa og ala börnin okkar
upp í. Við viljum sjá þessa
staði sem við höfum gert að
heimkynnum lifa og dafna.
Fyrir mér er Blönduós og
Norðurland vestra svona
staður, við hjónin keyptum
okkur hús hér og viljum ala
upp börnin okkar hér.
Hér líður okkur vel. Við
getum gengið í leikskólann,
Catherine Chambers á Blönduósi skrifar
Hvaðan ertu?
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN kristin@feykir.is
í vinnuna, í búðina og
ræktina meðan meðal
Ameríkumaðurinn eyðir
101 mínútu á hverjum degi
í bílnum. Mæður og börn
hafa forgang, bróðir minn
og mágkona eignuðust
tvíbura í Bandaríkjunum
og þurftu að borga $2.500
dollara (250.000 krónur)
fyrir fæðingu hvors um
sig (plús kostnaðurinn
af mánaðarlegum
læknisheimsóknum á
meðgöngunni, og svo að
borga dagvistun frá því að
börnin eru fjögurra vikna því
þá þurfti hún að byrja að
vinna aftur). Hér sjáum við
kunnugleg andlit í búðinni,
fólk sem myndi taka sig
saman um að hjálpa okkur
ef á reyndi. Í Bandaríkjunum
geturðu verið stödd í hafsjó
af fólki en fundist þú samt
vera alveg ein.
Þó er ekki allt jafn auðvelt.
Dóttir mín mun ekki alast
upp við sunnudagsmat
með afa og ömmu. Gamlar
vinkonur eru langt í burtu
svo saumaklúbburinn fer
fram á Skype. Stundum
gæti ég grátið yfir verðinu
á fötum, mat og eldsneyti.
Íslenskan er, veit ekki hvort
þið trúið því, svolítið snúin og
það getur verið einangrandi
og vandræðalegt að hafa
málþroska á við tveggja ára.
Og það sem er verst fyrir
manninn minn, ameríski
fótboltinn er svo seint á
dagskránni að það gengur
ekki að sjá hann í beinni.
Það er bara ekki einfalt að
bera saman kosti og galla
allra þeirra staða sem ég
er frá. Stundum fer maður
bara þangað sem lífið
leiðir mann; ný hús, nýjir
bæir, ný lönd, vinir, vinnur,
hugmyndir, tækifæri. Það
getur verið ógnandi, pirrandi,
áhættusamt, spennandi,
gaman og gefandi allt á
sama tíma. Viltu spyrja mig
aftur: Hvaðan ertu?
Blönduósi.
Punktur.
- - - - -
Ég skora á
Svein Sveinsson á
Blönduósi að taka
við pennanum.
Björn ásamt Söndru Kaubriene eiginkonu sinni. MYND: BJARNI FREYR BJÖRNSSON
Pottinum sé fyrst og fremst
leitast við að bjóða góðan mat á
hagstæðu verði og sífellt sé
verið að leita nýrra leiða til að
bæta gæðin. „Einnig leggjum
við áherslu á að hafa þrifalegt og
fjölskylduvænt umhverfi. Það
er fastur liður þegar líða fer að
jólum að við bjóðum upp á
glæsilegt jólahlaðborð með
ljúffengum krásum. Þar er í
boði er úrval af kjötréttum og
fiskréttum, bæði heitum og
köldum, og fjöldi forrétta og
eftirrétta,“ segir hann og bætir
við að þetta árið sé jólahlaðborð
dagana 7. og 14. desember.
Veitingastaðurinn Potturinn
tók nýverið höndum saman við
Glaðheima um að ráðast í
markaðsátak en Glaðheimar, í
eigu Lárusar B. Jónssonar, starf-
rækir fjölda sumarhúsa á
bökkum Blöndu og stórt
tjaldstæði hinum megin við
þjóðveginn frá Pottinum. Átak-
ið segir Björn meðal annars
felast í því að hafa samband við
formenn starfsmannafélaga og
starfsmannastjóra rúmlega þús-
und fyrirtækja um allt land í því
skyni að auka nýtingu utan
annatíma.
„Við hér í Austur-Húna-
vatnssýslu verðum að vera dug-
leg við að þróa nýja afþreyingu
og styðja við þá sem fyrir er. Þar
held ég að séu afar mörg ónýtt
tækifæri og ég finn að áhugi er
mikill á að efla þessa grein í
sýslunni, ekki síst með auknu
samstarfi á milli aðila sem eru í
eða tengjast ferðaþjónustu,“
segir Björn. Að sama skapi segir
hann ánægjulegt og hvetjandi
að finna fyrir því að sveitar-
stjórnarmenn sýni sömuleiðis
mikinn vilja til þess að efla
ferðaþjónustu á svæðinu.
„Miðað við sífellda fjölgun
ferðamanna og gríðarlega mikla
umferð um þjóðveg 1, þá held
ég að það hljóti að vera bjart
framundan,“ segir hann að
endingu.