Feykir - 20.11.2014, Blaðsíða 5
44/2014 5
snérist starfið að mestu um fjár-
öflun til að geta keypt lágmarks-
útbúnað og tekur Bjarni sem
dæmi að fyrsti bíll sveitarinnar
var keyptur árið 1980 og var það
Volvo Lapplander árgerð 1965.
„Nú er sveitin búin öflugum
tækjum. Sveitin á tvær stórar
björgunarsveitabifreiðar, Nissan
Patrol, á 44¨ dekkjum og Ford
F350, sem sveitin fékk að gjöf frá
Finni Rey Stefánssyni í Bæ á
Höfðaströnd, á 49¨ dekkjum.
Auk þess á sveitin fimm björg-
unarsveitavélsleða, tvö fjórhjól
og Zodiak slöngubát.“
Bjarni segir að útköll björgunar-
sveitarinnar hafi ekki verið
mörg í upphafi, t.d. er bara skráð
eitt formlegt útkall árið 1979.
Síðan þá hafa útköll verið á
bilinu 15 – 20 talsins á ári og
oftast eru þau frekar smávægileg,
t.d. aðstoð við íbúa svæðisins
þegar brestur á með vondu veðri
með tilheyrandi ófærð. Sveitin
hefur einnig tekið þátt í
fjölmörgum stórum leitum og
björgunarstarfi, bæði innan
héraðs og á landsvísu. Sveitin
sendi til að mynda björgunar-
menn til leita í snjóflóðunum
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fleirum en undirrituðum hefur blöskrað það
háttalag hjá nýráðnum útvarpsstjóra að telja
sér trú um að hægt sé að gera góðan díl með
því að fella niður ýmsa rótgróna útvarpsþætti.
Eftir að sá skrattagangur byrjaði orti Hjálmar
Jónsson svo.
Útvarpið ermar upp brettir
og ábyrgð af herðum sér léttir.
Um hádegisbil
hljómar þar spil:
Síðasta lag fyrir auglýsingar.
Oft finnst mér gaman að rifja upp vísur eftir
Skagfirðinginn Pétur Stefánsson. Þessi limra er
eftir hann.
Kona í kjöltu mér sat
kolsvört og ættuð frá Ghad.
Ég elskaði hana
af eldgömlum vana
alveg hreint eins og ég gat.
Önnur limra eftir Pétur.
Hún er falleg, hún Friðgerður Mjöll
fönguleg dama og snjöll.
Hún drekkur úr krús
sitt dýrindis bús
og dýrkar að fara á böll.
Ef rétt er með farið þá mun ekki langt síðan
að birtust hér í þættinum nokkrar vísur sem
ortar voru er deilur um Blönduvirkjun stóðu
sem hæst. Hefur nú einn af vísnavinum og
áskrifandi að Feyki haft samband við mig
og langar hann til að við rifjum upp limru
sem mun hafa verið ort um svipað leiti. Vildi
höfundur ekki láta nafns síns getið en kallaði
sig Móra.
Í ánum er auðlegð var falin.
í upprekstarlónið skýst smalinn,
og veiðir sér bröndu.
Hvað er virkjun í Blöndu
mörg ærgildisígildi talin.
Freistandi að gleðja okkur með annarri limru
sem Hlynrekur handan mun hafa ort.
Í Botni var Borðeyrar-Stjana
og bjó við sín hænsni af vana.
Það var oftast nær frí,
hana undraði á því
hversu örfáar langaði í hana.
Aftur leitum við til Péturs Stefánssonar sem
mun vera höfundur að þessum haustvísum.
Nú er úti hrollkalt haust
hjaðnar dagsins týra.
Áfram tifar endalaust
ævi manna og dýra.
Vex og dafnar veðrakraftur
vindar skekja sérhvert ból.
Hallar degi enn og aftur.
ekkert stöðvar tímans hjól.
Ein vísa í viðbót kemur hér eftir Pétur.
Oft og tíðum bænar bið
breið er lífsins gatan.
Í mér vilja eigast við
almættið og Satan.
Vísnaþáttur 630
Guðmundur Guðmundsson, sem í daglegu tali
var kallaður bóksali, var góður hagyrðingur
og urðu margar vísur hans landsfleygar. Þessi
mun vera eftir hann.
Lausavísur liðugar
léttar, nettar, sniðugar,
örva kæti allsstaðar
eins og heimasæturnar.
Önnur vísa kemur hér eftir bóksalann.
Hamförum minn hugur fer
um heima alla og geima,
En langbest samt hann leikur sér
að lausavísum heima.
Einhverju sinni er umræða um að flytja inn
erlent kúakyn blossaði upp sem aldrei fyrr
og Guðni Ágústsson hafði farið í bændaför
til Írlands og skoðað þar meðal annars
dýrgripa kýr þeirra innfæddu, orti Hjálmar
Freysteinsson limru.
Sá vandi er næstum því nýr
að nytin í Búkollu er rýr.
Þá gerist það eitt
að Guðna er breytt!
Nú kyssir hann írskar kýr.
Önnur vísa kemur hér eftir þann snjalla læknir
Hjálmar. Er hann þar að fjalla um dýra og
umdeilda framkvæmd sem hlaut að koma í
áranna rás.
Skaparinn leggur líkn með þraut,
lystisemda ég margra naut.
Auðvitað koma hingað hlaut
hundrað milljóna rennibraut.
Sá magnaði skagfirski hagyrðingur Ingólfur
Ómar fór létt með að efna í svo vel gerða vísu.
Mána ljósin leiftra skær
lýsa grund og ögur.
Hélurós á glugga grær
glitrar mjallarkögur.
Anna Árnadóttir á Blönduósi gleður okkur
vísnavini með góðum vísum. Kemur
undirrituðum alltaf vel að heyra frá þeim
persónum sem hún er að minnast í sínum
kveðskap. Þessi ágæta vísa er eftir Önnu.
Hugtakið sem heitir Von
heiminum barst í orðum.
Þegar Jesú Jósefsson
jörðina gisti forðum.
Vel er við hæfi að leita til Önnu með
lokavísuna. Er hún þar að fjalla um þann
mikla sannleika sem flestir eiga að vita að mun
ganga eftir.
Á öllum stundum einhver deyr,
og allir á sama veg.
Hver af öðrum hverfa þeir.
Hvenær verður það ég.
Verið þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is
Mikið gleðiefni að geta aðstoðað
Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi fagnar 80 ára afmæli
Björgunarsveitin Grettir á
Hofsósi fagnar 80 ára
starfsafmæli í ár en sveitin var
stofnuð árið 1934, þá sem
Björgunarfélag Hofshrepps.
Að sögn Bjarna Kristófers
Kristjánssonar starfaði hún
nokkuð skrikkjótt fram til
ársins 1950, en var svo
endurvakin úr dvala árið
1976. Mjög fljótlega eftir það
fékk hún nafnið Grettir.
Í upphafi segir Bjarni um 15
– 20 félaga hafa verið í sveitinni,
bæði karlar og konur, en í dag
eru um 50 manns skráðir í
sveitina. Af þeim eru rúmlega
20 á útkallslista. „Við erum þó
alltaf að leita að nýju fólki til að
bætast í raðirnar. Litlar sveitir út
á landi búa við annan veruleika
en stærri sveitir í stórum
byggðalögum, þar sem tugir
manna leita eftir að ganga til liðs
við sveitirnar ár hvert. Því eru
þær með skipulagt nýliðastarf.
Hjá okkur byrja einn til tveir á
ári, en þeir fá helst ekki að hætta,
þó svo að sumir telji sig komna á
aldur,“ segir Bjarni. Lengi vel
Glaðbeittir björgunarsveitarmenn. MYND: BJSV. GRETTIR
sem féllu á Vestfjörðum, tók þátt
í gæslu í eldgosinu í Eyjafjallajökli
og hefur sent mannskap í nær
allar stærstu leitir sem verið hafa
á Íslandi síðustu áratugi. Frá
árinu 2011 hefur sveitin tekið
þátt í hálendisgæslu björgunar-
sveita og sinnt þar fjölmörgum
aðstoðarbeiðnum.
Skemmtilegt og gefandi starf
Fyrir utan útköll segir Bjarni
starfsemi sveitarinnar nokkuð
öfluga, þó hefur hún eins og víða
verið sveiflukennd. „Í upphafi
hittust menn til æfinga þrisvar
til fjórum sinnum yfir veturinn.
Nú í dag hittast menn nær
vikulega til æfinga, skrafs og
ráðagerða. Félagar sveitarinnar
hafa þó nokkuð sótt námsskeið,
bæði grunnámsskeið og sérhæfð
námskeið, t.d. í fyrstuhjálp,
leitartækni og aðgerðarstjórn-
un,“ útskýrir Bjarni. Auk þessa
hefur sveitin tekið þátt í
fjölmörgum samæfingum, bæði
innan héraðs og á landsvísu.
Einnig sér sveitin um unglinga-
deildina Glaum, þar sem að
unglingar á aldrinum 13 – 16 ára
hittast reglulega, læra og æfa sig
í ýmsu sem viðkemur björg-
unarsveitarstarfinu.
Margar af þeim aðgerðum sem
félagar í sveitinni hafa tekið þátt
í hafa reynt mikið á mannskap-
inn að sögn Bjarna og tekur
hann sem dæmi tvær stórar
leitir á þeirra svæði, annarsvegar
á Siglufirði og hinsvegar í
Hjaltadal, þar sem ekki tókst að
finna hinn týnda. „Slíkt reynir
alltaf á. Einnig er erfitt að vinna
við og koma að slysum þar sem
fólk er illa slasað eða látið. Við
erum því meðvitaðir að nauð-
synlegt er að styðja hver við
annan. Einnig höfum við lent í
því að félagar í sveitinni hafi
slasast á æfingum og er það
óskemmtileg reynsla. Á sama
hátt er það mikið gleðiefni að
finna týnt fólk á lífi, sem og að
geta aðstoðað þá sem þurfa
þess,“ segir Bjarni. Að lokum
segir hann starfið vera skemmti-
legt og gefandi. „Við reynum að
brjóta það upp með því að gera
eitthvað saman, t.d. borða
saman eða skemmta okkur á
annan hátt.“
Í tilefni af stórafmæli sveit-
arinnar býður hún félögum,
vinum og velunnurum til fagn-
aðar laugardaginn 22. nóvember,
milli 13 og 17. Á sama tíma mun
sveitin vígja viðbyggingu við
húsnæði sveitarinnar.