Feykir


Feykir - 12.02.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 12.02.2015, Blaðsíða 11
6/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að bregða sér á þorrablót. Spakmæli vikunnar Til að afreka stórkostlega hluti verðum við að lifa eins og við munum aldrei deyja. – Vauvenargues Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... þú ert með yfir 600 vöðva? ... mannslíkaminn býr til 2.500.000 nýjar rauðar blóðfrumur á hverri sekúndu? ... ef þú legðir af stað akandi til sólarinnar og meðalhraðinn væri 88,5 kílómetrar þá yrðir þú kominn þangað eftir 193 ár? ... geimfarar geta verið allt að 5 sm hærri þegar þeir koma til jarðar? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Tveir menn áttu tal saman. Annar greindi frá því að í næstu íbúð við hann byggju rússnesk hjón. Hann kvað þau fara afskaplega í taugarnar á konu sinni. „Hvernig stendur á því?“ spurði hinn. „Jú, sjáðu til. Þau eru alltaf að rífast og konan mín skilur ekki eitt orð í rússneskunni. Krossgáta MARÍANNA MARGEIRSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: - Þetta fer svo sannarlega í reynslubankann, tók á en samt gaman þegar hugsað er til baka. ELMAR JÓHANN GRÉTARSSON, SKAGASTRÖND: -Þetta var skrýtið að lenda í en skemmtileg upplifun. Grænmeti á pönnu með humri & Avókadó- súkkulaðibúðingur FORRÉTTUR Grænmeti á pönnu með humri 1 laukur 1 rauðlaukur 5 hvítlauksrif 1 askja sveppir 1 stór rauð paprika 1 kúrbítur ólífuolía 2 msk balsamedik 1 tsk púðursykur 300 gr humar, skelflettur ferskur parmesan ostur Aðferð: Humarinn látinn þiðna og hann hreinsaður. Grænmetið skorið í fingurstóra bita, lauk- urinn skorinn smátt og hvít- laukurinn pressaður. Steikt á pönnu í ólífuolíu, laukurinn fyrst og hinu svo bætt út í. Þegar allt er vel steikt er balsamediki og púðursykri bætt á pönnuna, kryddað með salti og pipar og blandað vel saman. Sett á stóran disk. Humarinn steiktur snöggt á sjóðandi pönnunni og honum dreift yfir grænmetið. Ferskur parmesan ostur rifinn yfir. Gott er að hafa með þessu heitan Gullost (mangó chutney ofan á ostinn og hita í ofni í um 10-15 mínútur), snittubrauð og mozzarellasalat. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Þau leiðu mistök urðu síðasta blaði að röng innihaldslýsing var birt með uppskrift af Avókadó-súkkulaðibúðing. Ákveðið hefur verið að birta uppskriftir síðustu matgæðinga, þeirra Ellen Markar Björnsdóttur og Magnúsar Eðvaldssonar, á ný en að þessu sinni verður aðalrétt skipt út fyrir girnilega forréttar-uppskrift frá þeim, sem ekki rúmaðist í síðasta blaði. Beðist er velvirðingar á þessu. „Við ákváðum að gefa uppskrift af humarforrétti sem einnig má nota sem létta máltíð og er fullkominn með góðu hvítvínsglasi,“ segja Ellen Mörk og Magnús um forréttinn. Eftirrétturinn er avókadó-búðingur sem er víst svo hollur að hann má jafnvel borða í morgunmat með góðri samvisku. Mozzarellasalat: ferskur mozzarella, stór kúla 3-4 íslenskir tómatar 2-4 msk ólífuolía fersk basilíka (eða oregano krydd) grænar ólífur steinlausar (má sleppa) rauðlaukur í örþunnum sneiðum (má sleppa) klettasalat Aðferð: Mozzarella og tómatar skorið í þunnar sneiðar, lagt til skiptis á fallegan disk. Ólífuolíu dreift yfir. Kryddað með ferskri basilíku, salti og pipar. Rauðlauk og ólífum dreift yfir og að lokum er klettasalati bætt ofan á. EFTIRRÉTTUR Avókadó súkkulaðibúðingur 2 þroskuð avókadó 1 þroskaður banani 3 msk hunang (hægt að nota agavesíróp eða hlynsíróp) ½ -1 tsk vanilludropar 3 msk hreint kakó (Cadbury er langbest) 2 msk fljótandi kókosolía 2-3 msk volgt vatn til að þynna búðinginn Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél í þessari röð, mauka vel þar til allt er vel blandað og áferðin alveg slétt. Sett í fallega glerskál inn í ísskáp. Borið fram með þeyttum rjóma, jarðarberjum, ristuðu kókosmjöli og sírópsristuðum pekanhnetum. Einnig er gott að taka út frosin hindber, láta þau þiðna aðeins og bera fram með búðingnum. Verði ykkur að góðu SÆVAR JÓNATANSSON, SAUÐÁRKRÓKI: -Hún var rosalega skemmtileg og fín í reynslubankann. Feykir spyr... [FNV NEMAR Í SKÓLAFERÐALAGI Á ÍSAFIRÐI SPURÐIR] Hvernig var í „óvissu- ferðinni miklu?“ Ellen og Magnús matreiða Magnús og Ellen skora á Unni Valborgu Hilmarsdóttur og Alfreð Alfreðsson. UMSJÓN kristin@feykir.is RÓBERT BJÖRN INGVARSSON, SKAGASTRÖND -- Hún var mjög fín bara, fyrir utan heimleiðina, hún var ekkert svaka spennandi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.