Feykir - 19.02.2015, Side 2
2 7/2015
Veðrið hefur verið með eindæmum umhleypingasamt
undanfarið og svo er einnig með lífið sjálft. Eftir vinnudag,
sem að vanda er uppfullur af skemmtilegum uppákomum og
lífsglöðu fólki, trítlar undirrituð léttfætt heim á leið. Fánar
blakta í hálfa stöng á Króknum.
Baráttukona á besta aldri hefur
beðið ósigur þrátt fyrir hetjulega
baráttu. Við erum enn og aftur
minnt á hvað lífið er hverfult.
Sjálf kynntist ég Elísabetu
Sóleyju Stefánsdóttur ekki per-
sónulega en hef líkt og margir
aðrir fylgst með hetjulegri bar-
áttu hennar við illvígan sjúkdóm
og dáðst að æðruleysi hennar.
Einnig hafði ég fylgst með henni
á öðrum vettvangi, í baráttu við
samfélagsmein sem í daglegu tali kallast einelti. Sú barátta
vakti einnig aðdáun mína og vona ég svo sannarlega að við
sameinumst öll í henni þótt óneitanlega sé skarð fyrir skildi
þegar svo öflugan liðsmann vantar í hópinn. Minningin um
Elísabetu Sóleyju og allt sem hún stóð fyrir mun lifa hér í
Skagafirði sem annars staðar.
Í aðalviðtali þessa blaðs er kennarinn og söngfuglinn Íris
Olga Lúðvíksdóttir, búsett í Flatatungu í Skagafirði. Ég tel það
forréttindi mín sem blaðamanns að fá reglulega að skyggnast
inn í daglegt líf viðmælenda minna og kynnast þeim að
einhverju marki. Íris Olga er ein þeirra sem „ná manni“
einhvern veginn strax, eins og sagt er. Það er ekki annað hægt
en að smitast af gleði og gáska fólks sem gengur um brosandi
og lætur gott af sér leiða.
En svona streymir lífið áfram líkt og lækur sem stundum
rennur ljúft áfram en oftar en ekki í einhverjar bugður,
einhvers staðar á leiðinni, líkt og Gísli Ólafsson frá Eiríks-
stöðum lýsir svo fallega í ljóði sínu Lækurinn:
Æska hverfur. Yndi dvín.
Allt er líkt og draumur.
Áfram líður æfin mín
eins og lækjarstraumur.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Skin og skúrir Jákvæður viðsnúningur í rekstri
Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls
Ný stjórn knattspyrnudeildar
Tindastóls var kjörin á
framhaldsaðalfundi
knattspyrnudeildar Tindastóls
fimmtudaginn 12. febrúar sl.,
auk þess fóru fram
hefðbundin aðalfundastörf.
Mikil ánægja var á meðal
fundargesta með þann mikla
jákvæða viðsnúning sem
hefur orðið á rekstri
deildarinnar síðasta árið.
Samkvæmt rekstrarreikningi
fyrir árið 2014 var hagnaður upp
á 10.042.133 kr., sem er
talsverður viðsnúningur frá
árinu áður sem hljóðar upp á
17.734.482 kr. en árið 2013 var
tap upp á -7.692.349 kr. Ómar
Bragi Stefánsson formaður
knattspyrnudeildar segir að
stjórnin hafi sett sér það mark-
mið að fara í sparnaðaraðgerðir
og borga upp skuldir. Sú vinna
hafi gengið vonum framar og
skilaði rúmum 10 millj.kr. hagn-
aði í ár. Helsti rekstrarliðurinn er
Mfl. karla sem var 11.631.889
kr., næst komu yngri flokkar
9.580.024 kr. og svo Mfl. kvenna
6.961.296 kr. Langmestar tekjur
gáfu fjáraflanir og styrkir sem
hljóðuðu upp á 19.831.830 kr.
Hin nýkjörna stjórn er Ómar
Bragi Stefánsson, Skúli V. Jóns-
son, Snorri Geir Hjartarson, Atli
Hjartarson, Guðni Þór Einarsson
og Ingvi Hrannar Ómarsson.
Þrátt fyrir að knattspyrnudeildin
hafi auglýst sérstaklega eftir
konum til stjórnarsetu fékkst
engin kona til embættisins. Það
Samningur um
sóknaráætlanir
landshluta
Atvinnu-, byggða- og menningarmál
Nýlega var undirritaður
samningur um sóknar-
áætlanir landshluta sem felur
í sér ákveðnar breytingar á
úthlutun fjármagns frá ríkinu
til atvinnu,- byggða- og
menningarmála í hverjum
landshluta fyrir sig. Þar með
eru verkefnin Sóknaráætlanir
landshluta, Vaxtarsamningar
og Menningarsamningar
sameinuð í einn samning.
Heildarfjárhæð samninganna er
ríflega 550 milljónir króna fyrir
þetta ár en til viðbótar mun
mennta- og menningarmála-
ráðuneytið leggja til fjármagn til
áframhaldandi reksturs menn-
ingarmiðstöðva á Austurlandi
og Suðurlandi. Þá munu nokkrar
sértækar fjárveitingar renna inn
í sóknaráætlanir einstakra lands-
hluta.
„Við undirbúning að sam-
þættingu Vaxtarsamninga og
Menningarsamninga við sókn-
aráætlanir komu fram ákveðnar
efasemdaraddir, sérstaklega úr
menningargeiranum. Einhver
hræðsla við að heimamönnum
væri ekki treystandi til að
ráðstafa og forgangsraða fjár-
magni til menningarmála. Ég er
Dagana 8.-14. febrúar var 176 tonnum landað á Skagaströnd, 7,4 tonnum á Hvammstanga,
tæpum sjö tonnum á Hofsósi og 192 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 400 tonn á
Norðurlandi vestra.
Grásleppuvertíðin er handan við hornið en þegar er farið að leggja rauðmaganet og hafa tveir
báta þegar landað rauðmaga á Sauðárkróki. Gunnar Steingrímsson hafnarvörður hjá Skaga-
fjarðarhöfnum segir að búast megi við ágætu verði á grásleppuhrognun, enda ekki ein tunna af
hrognum til í landinu. /KSE
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Alda HU 112 Landbeitt lína 12.781
Bergur sterki Landbeitt lína 2.347
Dagrún HU 121 Þorskanet 1.652
Diddi Gk 56 Landbeitt lína 4.514
Guðmundur á Hópi Landbeitt lína 14.913
Steinunn SF 10 Botnvarpa 131.801
Stella GK 23 Landbeitt lína 4.950
Sæfari HU 200 Landbeitt lína 3.229
Alls á Skagaströnd 176.187
Harpa HU 4 Dragnót 7.405
Alls á Hvammstanga 7.405
Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.615
Skáley SK 32 Línutrekt 4.322
Alls á Hofsósi 6.937
Gammur SK 12 Rauðmaganet 130
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.835
Klakkur SK 5 Botnvarpa 190.188
Nona SK 141 Rauðmaganet 56
Vinur SK 22 Handfæri 403
Alls á Sauðárkróki 192.612
Aflatölur í viku sjö árið 2015
Tveir bátar á rauðmaga
Vetrarhátíð
Tindastóls
Dagskrá 19.-21. febrúar
Vetrarhátíð í Skagafirði
verður dagana 19.-21.
febrúar. Hátíðin saman-
stendur af fjölbreyttri og
fjölskylduvænni dagskrá,
bæði skíðasvæðinu í
Tindastóli og víðar um
Skagafjörðinn, verður
formlega sett í kvöld,
fimmtudag, í Sauðárkróks-
kirkju og svo rekur hver
viðburðurinn annan.
„Skíðasvæðið í Tindastóli
er afar fjölskylduvænt skíða-
svæði í fjallaparadísinni
Tindastóli í Skagafirði. Fjallið
býður upp á mikla möguleika,
bæði fyrir byrjendur og þá
sem eru lengra komnir. Allir
geta því fundið eitthvað við
sitt hæfi, hvort sem um er að
ræða svigskíði, snjóbretti eða
gönguskíði. Hægt er að leigja
allan skíða- og brettabúnað í
fjallinu,“ segir um hátíðina á
vef Svf. Skagafjarðar. /BÞ
Hátíðartónleikar í Miðgarði
50 ára tónlistarkennsla í Skagafirði
Þann 5. janúar síðastliðinn
voru liðin 50 ár síðan formleg
tónlistarkennsla hófst í
Skagafirði. Af því tilefni var
efnt til hátíðartónleika sl.
fimmtudag, þar sem nem-
endur Tónlistarskóla Skaga-
fjarðar, ásamt kennurum,
buðu upp á fjölbreytta
dagskrá í Miðgarði.
Fyrsti fundur áhugamanna
um tónlistarlíf á Sauðárkróki var
haldinn þann 5. apríl 1963, og
var ákveðið að stofna tón-
listarfélag. Helsta markmið
félagsins var að efla tónlistarlíf í
Skagafirði og að stofna tónlist-
arskóla. Tónlistarskóli Skaga-
fjarðar var settur þann 5. janúar
1965. Þetta fyrsta skólaár voru
tuttugu nemendur og tveir
kennarar starfandi við skólann,
þau Eyþór Stefánsson og Eva
Snæbjarnardóttir. /KSE
voru ákveðin vonbrigði að sögn
Ómars Braga en ákveðið hefur
verið að halda sæti lausu ef ske
kynni að einhver sýndi því áhuga
og eru konur enn hvattar til að
gefa kost á sér. /BÞ
þess fullviss að þetta er ástæðu-
laus ótti,“ sagði Karl Björnsson,
framkvæmdastjóri Sambands
Íslenskra sveitarfélaga, í ávarpi
við undirritun hins nýja
samning. /KSE