Feykir - 19.02.2015, Page 9
7/2015 9
Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley
Stefánsdóttir er látin, 37
ára að aldri, eftir
hetjulega baráttu við
krabbamein. Hún lést á
sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki
sunnudaginn 15. febrúar
síðastliðinn. Elísabet
verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju
næstkomandi laugardag
kl. 14. Minningarathöfn verður
haldin í Seljakirkju í Reykjavík
föstudaginn 27. febrúar og
hefst hún kl. 20.
Elísabet greindist með
krabbamein í júlí á síðasta ári.
Hún lét aldrei deigan síga í
baráttu sinni og var allan tímann
staðráðinn í að vinna bug á
meininu. Hún deildi
sjúkdómsreynslu sinni á
Facebook og vefnum Innihald.
is, sem hún ritstýrði, og sagði
m.a. sjúkrasögu sína á einlægan
og opinskáan hátt í viðtali í
Feyki í október síðastliðnum.
Elísabet var Króksari í húð og
hár, eins og hún lýsti því sjálf.
Foreldrar hennar eru Stefán Jón
Skarphéðinsson frá Gili og Ólína
Rut Rögnvaldsdóttir. Hún lætur
eftir sig þrjár dætur; Hörpu
Katrínu, Sólveigu Birnu og
Rebekku Hólm.
Elísabet var tómstunda- og
félagsmálafræðingur að mennt
og var að ljúka MA-námi í
sálfræði í uppeldis- og
menntunarfræðum, með
áherslum á áhættuhegðun,
forvarnir og lífssýn. Samhliða
meistaranámi starfaði Elísabet
sem ráðgjafi í eineltismálum og
vann við afleysingastörf á
meðferðarheimilinu Stuðlum.
Feykir sendir aðstandendum
Elísabetar innilegar
samúðarkveðjur.
Minningartónleikar í
Tjarnarbíói 26. mars
Nokkrir vinir og vandamenn
Elísabetar höfðu ráðgert að
halda styrktartónleika fyrir hana
og dæturnar þann 26. mars
næstkomandi. Ákveðið hefur
verið að halda þeirri dagsetn-
ingu óbreyttri og halda
minningartónleika í Tjarnarbíói
í Reykjavík þetta kvöld. Öll
innkoma á tónleikunum mun
renna í sjóð til styrktar dætrum
Elísabetar. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.
Fjöldinn allur af listamönnum
kemur fram á tónleikunum og
hafði Elísabet valið þá flesta sjálf.
Meðal tónlistarmanna má nefna
Regínu Ósk, Siggu Beinteins,
Gumma Jóns og Vestanáttina,
Jógvan og Vigga, Pétur Ben og
skagfirsku söngvarana Sólveigu
Fjólmunds, Kristján Gísla og Ægi
Ásbjörns. /BÞ
A N D L Á T
Dagdvöl aldraðra
fær nýtt sjónvarp
Lionsklúbburinn Björk
færir Dagdvöl aldraðra höfðinglega gjöf
Konur úr Lionsklúbbnum Björk
komu færandi hendi í Dagdvöl
aldraðra á Sauðárkróki á
dögunum. Nú var svo komið að
sjónvarpið í setustofu Dagdval-
arinnar var komið til ára sinna
og ófært um að taka við
stafrænum sendingum hins
nýja dreifikerfis Ríkissjónvarps-
ins. Lionskonur fengu fregnir af
stöðunni og gengu í málið.
Þrír starfsmenn Dagdvalar aldr-
aðra eru meðlimir í Lions-
klúbbnum og upplýstu systur
sínar í klúbbnum um uppkomna
stöðu með tilkomu hins nýja
dreifikerfis RÚV. „Við eru
heppnar með það að klúbburinn
skuli vera boðinn og búinn til að
hjálpa okkur,“ sagði Elísabet
Pálmadóttir forstöðukona Dag-
dvalar aldraðra í samtali við
blaðamann Feykis.
Viðstaddir klöppuðu Lions-
konum lof í lófa, þegar Sigur-
björg Guðjónsdóttir formaður
klúbbsins afhenti Elísabetu fjar-
stýringuna að sjónvarpinu. Við
tilefnið sagði Sigurbjörg aðeins
frá félagskapnum. Klúbburinn
var stofnaður árið 1986, og hét
þá Lionessuklúbburinn Björk,
en var breytt í Lionsklúbbinn
Björk árið 1994. Meðlimir
klúbbsins eru 30 konur og eru
aðal fjáröflunarleiðir þeirra sala
plastpoka fyrir sláturtíð á
haustin og ýmis önnur tilfallandi
verkefni eins og hreingerningar í
fyrirtækjum og fleira.
Lionsklúbburinn Björk fjár-
magnaði kaup á viðkomandi
sjónvarpstæki með því að bjóða
öllum félögum í Lionsklúbb-
unum í Skagafirði til súpufundar,
þar sem allar veitingar voru
framreiddar og gerðar af
félagskonum. Á fundinum voru
einnig seldir happdrættismiðar
þar sem í boði voru góðir
vinningar sem gefnir voru af
einstaklingum og fyrirtækjum á
Sauðárkróki og færa Bjarkirnar
þeim öllum bestu þakkir fyrir.
Blaðamaður Feykis ræddi
við nokkra skjólstæðinga Dag-
dvalarinnar sem voru hæst-
ánægðir með nýja tækið en þess
má geta að það var einnig Lions-
klúbburinn Björk sem gaf gamla
sjónvarpið, sem hið nýja leysir af
hólmi, árið 1998.
Dagdvöl aldraðra er dag-
þjónusta fyrir aldraða ein-
staklinga í Skagafirði og er opið
fimm daga vikunnar. Markmið
starfsins er að veita hjálp til þess
að hinn aldraði geti búið eins
lengi á heimili sínu og kostur er
en þurfi ekki að leggjast inn á
sólarhringsstofnun fyrr en hann
óskar þess sjálfur. /BÞ
Svanhildur býr á Sauðárkróki
og hefur hún vanið komur
sínar á Dagdvölina á annað
ár en kemur einn dag í viku.
„Við förum í föndur en ég hef
verið að gera þar ýmislegt
sem ég hef aldrei gert áður,
eins og mála á tau, skreyta
kerti og viðarhluti,“ segir
Svanhildur og heldur áfram:
„Mér finnst voðalega gaman að fást við viðarhluti,
t.d. öskjur undir skartgripi. Þær eru pússaðar og
lakkaðar og svo eru notaðir stenslar til þess að setja
myndir á þær.“
Svanhildur segist þekkja margt af fólkinu
sem kemur í Dagdvölina en ekki eins margar af
stúlkunum sem starfa þar. „Það er yndislegt að vera
hérna, einu orði sagt. Ég hef hug á því að fá fleiri
daga en ég er þokkalega spræk ennþá,“ segir hún
og hlær.
Svanhildur Guðjónsdóttir, Sauðárkróki
„Yndislegt að
vera hérna“
Sigrún byrjaði að koma í
Dagdvöl aldraðra í fyrra og
kemur tvisvar í viku. Hún
segir mjög skemmtilegt
að koma þangað til að
hitta fólk og blanda geði.
Aðspurð um hvað það sé
helst sem hún geri þar
svarar Sigrún að hún fari t.d.
í vatnsleikfimi og í salinn til
að gera æfingar. Þá þykir henni föndrið afskaplega
skemmtilegt. „Ég er til dæmist að mála trékistla og
nú er ég að mála dúk. Það er mjög skemmtilegt,“
segir hún.
Sigrún Hróbjartsdóttir, Hamri
„Föndrið afskaplega
skemmtilegt“
Friðberg hefur vanið komur
sínar í Dagdvölina um
nokkurt skeið og segist
yfirleitt taka lífinu með ró
þegar hann kemur, sem er
tvisvar í viku, nema þegar
eitthvað er um að vera. Þá
spilar hann eða fer í bingó.
„Þetta er mjög mikið og
gott starf sem hér er unnið
fyrir aldrað fólk, það er ekki spurning.“ Friðberg er
búsettur á Sauðárkróki en hann segist hafa flutt í
fjörðinn árið 1953. „Þegar ég kom hingað fyrst þá
ætlaði ég mér bara að vera eitt ár en það er ekki
liðið,“ segir hann og hlær.
Friðberg Sveinsson, Sauðárkróki
„Mikið og gott starf
sem hér er unnið“
Stefán segist koma flesta
daga vikunnar, bæði sér til
hressingar en einnig til að
hafa ýmislegt að gera. „Ég
fer í sund og geri ýmislegt
til að viðhalda þrekinu og
halda mér við. Ég fór til
dæmis í sund í dag með
stelpunum, þetta er allt
kvenfólk og ég er einn með
þeim,“ segir hann brosandi og bætir við að það sé
bara frábært.
Stefán Pálsson, Sauðárkróki
Frábært að fara í sund
með stelpunum
Sigurbjörg færir Elísabetu fjarstýringuna að hinu nýja sjónvarpi. MYND: BÞ
Í dag eru 30 einstaklingar sem nýta sér þjónustu
Dagdvalar. Misjafnt er hversu marga daga í viku
hver nýtir sér. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur
leyfi fyrir ellefu þjónusturýmum frá Velferðar-
ráðuneytinu.