Feykir


Feykir - 26.02.2015, Side 8

Feykir - 26.02.2015, Side 8
8 8/2015 Í fyrra efndi Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð, til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir undir yfirskriftinni „Ræsing í Skagafirði.“ Bárust þá 24 umsóknir um þátttöku en þrjú verkefni voru valin til áframhaldandi þróunar. Á föstudaginn var haldið lokahóf Ræsingar og fór það svo að tvö verkefni deila með sér verðlaununum, einni milljón króna. Þriðja verkefnið hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Tvö verkefni deila með sér milljóninni Lokahóf Ræsingar í Skagafirði Það eru verkefni Hildar Þóru Magnúsdóttur sem hefur unnið að þróun bætiefna úr þurrkuðum skjaldkirtli sláturdýra og verkefni Regins Grímssonar sem hyggst byggja einingahús úr glertrefjum sem deila með sér verðlaununum. Þriðja verkefnið í úrslitum keppninnar, verkefni Harðar Sveinssonar um lífræna byggingareinangrun, hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Öll hafa þessi verkefni verið þróuð samkvæmt samstarfssamningi sem var undirritaður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands í september. SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir Magnús Ingi Óskarsson frá Brekku skrifar Bjartur í Sumarhúsum og Óskar í Brekku ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Tvö síðustu sumur hef ég hjólað og gengið í gegnum fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Langadals. Inni í þessum fjallgarði liggja tveir dalir, Laxárdalur 25 km langur liggur bak við endilöng Langadalsfjöllin og svo Víðidalur inni í miðjum fjallgarðinum, 15 km langur í 250-300 m hæð yfir sjávarmáli. Töluvert undirlendi er í miðjum dalnum þar sem rennur falleg á. Hann er lokaður í báða enda þannig að útsýnið takmarkast við fjallahringinn umhverfis dalinn. Í Laxárdal voru tuttugu bæir í byggð, nú býr einn maður í dalnum öllum. Í Víðidal voru á miðöldum sex bæir, sá síðasti fór í eyði 1898. Nú á dögum eru þessir dalir varla taldir byggilegir, samgöngur erfiðar og þröngt umleikis. En hvað fékk fólk til að búa þarna á öldum áður og af hverju lagðist byggðin af? Ég held að mannskepnan sé ávallt í leit að frelsi - sjálfstæði, frelsi til athafna og frelsi til að fá að sinna því sem hverjum finnst skemmtilegt. Á öldum áður og allt fram um miðja síðustu öld fólst frelsið í því að vera sjálfstæður bóndi þó það væri í hokurbúskap á örreytiskoti upp til fjalla. Nú á dögum felst frelsið frekar í menntun sem gefur möguleika á skemmtilegum og fjölbreyttum störfum. Þegar ég var unglingur ræddi faðir minn eitt sinn við mig um framtíð mína og spurði hvort ég vildi verða bóndi í Brekku. Hann tíundaði hvað honum þóttu mestu kostirnir við að vera bóndi. Það bar hæst frelsi, að vera sjálfstæður og engum háður með ákvarðanir, eigin gæfu smiður. Ég hafði ekki áhuga á búskap og fór aðra leið, fór í langskólanám og vann við uppbyggingu á þekkingarfyrirtækjum. Ég held að við höfum báðir fundið það frelsi sem við vorum að leita að, hvor á þann hátt sem var mögulegur á þeim tíma. Bjartur í Sumarhúsum býr í okkur báðum. Nú þegar meiri tími er farinn að gefast til að sinna öðru en vinnu sæki ég æ meira heim í Brekku, í það frelsi sem faðir minn skynjaði svo sterkt. Það er gæfa mín að vera fæddur inn í skagfirskt samfélag og eiga þar traustar rætur. Þar búa góðir vinir á næstu bæjum og ef ég hitti einhvern á förnum vegi sem þekkir mig ekki segist ég vera sonur Óskars og Hebbu í Brekku og litli bróðir hennar Valdísar og þá er mér raðað á réttan stað í púsli samfélagsins. Ég held að í raun og veru hafi ég aldrei flutt í burtu, ég hef bara dvalist tímabundið annarsstaðar síðustu 35 árin eða svo. Ég skora á systurdóttur mína, Erlu Hlín Hjálmarsdóttur frá Brekku, að leggja hönd á penna. „Ég er auðvitað hæst ánægð með viðurkenninguna og verðlaunin, þetta hvetur mann klárlega áfram á þessari braut,“ sagði Hildur Þóra Magnúsdóttir í samtali við Feyki. „Viðbrögðin hafa einnig verið mikil síðan fyrst fréttist af verkefninu og hefur fjöldinn allur af fólki nú þegar haft samband við mig og sýnt áhuga á verkefninu og vörunni sem í þróun er.“ „Skemmtilegast var án efa handskrifað bréf sem mér barst frá Ísafirði, en það er langt síðan mér hefur borist slíkt,“ sagði Hildur jafnframt. Að sögn Hildar eru næstu skref áframhaldandi þróun og vinna við sláturtíð í haust, til þess safna hráefni í framleiðsluna, sem áætlað er að setja á markað fyrir áramótin. „Nú leita ég bara að fjárfestum með mér Mikil viðbrögð vegna bætiefnis úr þurrkuðum skjaldkirtli sláturdýra Handskrifað bréf frá Ísafirði Kennimerkið á að fyrirstilla ímynd hreinleikans. í verkefnið. Af heildar fjármögnun upp á 32 milljónir er búið að tryggja um það bil helming og vantar því enn uppá fjármagn, annað hvort í formi lánsfjár eða fjárfesta,“ sagði Hildur Þóra að lokum. Regin segir þessi nýju hús ódýrari en timburhús og betri en steinhús, veitt verði 35 ára ábyrgð á að þau muni ekki leka. Í stað þess að fara út að mála glugga og þök með ærnum tilkostnaði svo maður minnist nú ekki á ónýta steinsteypu þá fara menn út í garð að grilla. Hvort mundir þú velja? Regin segir húseiningar úr trefjagleri mikið hagsmunamál fyrir alla Íslendinga. „Þegar ég byrjaði á að smíða skip út glertrefjum 1977 var mér vísað út af Siglingamálastofnun og það tók mig á annað ár að fá að gera þannig skip. Núna, 2015, eru trébátarnir horfnir úr höfnum landsins og stálskipum fækkar ört og glertrefjaskip koma í staðinn. Það er vegna þess að glertrefjaskipin eru gerð úr mun betra efni en allt annað sem við þekkjum. 35 ára ábyrgð á húsum sem munu ekki leka „Fyrstu verðlaunin ígildi Óskarsins“ Glertrefjar eru framtíðarbyggingarefni vegna gæðanna. Þegar ég sýndi Jóni Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúa prufu af veggnum þá sagði hann „haltu áfram með þetta mál“. Regin segir líka þá staðreynd að geta boðið hús með 35 ára ábyrgð gagnvart leka og annarri óværu óþekkta hér á landi. Sigurður Steingrímsson, Regin Grímsson, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Hörður Sveinsson, Marteinn Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson. MYND: KSE Hugmynd að húsi úr trefjagleri. Bangsi, Eydís og starfsfólk Pakkhúss fá viðurkenningu Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra 2015 Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra 2015 voru veitt á fundi félagsmálaráðs miðvikudaginn 18. febrúar sl. Viðurkenningu hlutu að þessu sinni Björn Þór Sigurðsson (Bangsi), Eydís Ósk Indriðadóttir og starfsfólk Pakkhúss KVH. Á vef Húnaþings vestra segir að margar tilnefningar hafi borist en það var fjölskyldusvið sveitarfélagsins sem óskaði eftir tilnefningum þeirra sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd. Þá segir ennfremur að valið hafi reynst erfitt. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.