Feykir


Feykir - 26.02.2015, Side 9

Feykir - 26.02.2015, Side 9
8/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja þáttinn að þessu sinni með ágætri vísu eftir Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi. Þegar bjátar eitthvað á ört og viðkvæmt sinni. Alltaf finn ég friðinn hjá ferskeytlunni minni. Þá kemur næst ágæt vetrarvísa eftir Laufásbóndann Björn Halldórsson. Girnast allar elfur skjól undir mjallar þaki. Þorir valla að sýna sól sig að fjallabaki. Nú fyrir ekki alls löngu voru fréttir sagðar af mikilli fækkun íbúa í Skagafirði á ákveðnu árabili. Talsvert er nú síðan að sú umræða komst á kreik og minnir mig að það hafi verið tveir sómamenn á Króknum sem ræddu þetta vandamál fyrir allmörgum árum síðan og urðu þá þessar vísur til. Það er sá ágæti ríkisstjóri Stefán Guðmundsson sem á þessa. Annars gleði iðkuð var oft í húmi nætur. Ganga nú um göturnar geldar heimasætur. Ef ég man rétt mun bóksalinn Brynjar hafa lagt þetta til málanna. Ýtar liggja upp við þil ýmsar fréttin grætti. Ég myndi búa börnin til bara ef ég mætti. Enn rifjast upp í huganum vísa sem minn góði kunningi Hreiðar Karlsson, þá kaupfélagsstjóri á Húsavík, mun hafa ort. Var tilefni hennar það að á bænum Miðhúsum á Austurlandi fannst silfursjóður einn mikill og deildu fræðimenn mjög hart um verðmæti hans. Yfir silfursjóði þinga svartir fuglar enn. Augun hver úr öðrum stinga okkar fræðimenn. Svo heppinn er ég er þessi þáttur er í smíðum að endalaust koma vísur upp í hugann. Þessi mun vera ef ég man rétt eftir Brynjólf Sigurðsson á Kópaskeri og ort á þeim árum sem Jón Baldvin predikaði sem allra mest um dásemdir Evrópusambandins. Setjum niður sambandsdraug sem er hér á spani. Þó að orgi efst á haug utanríkishani. Sveinbjörn Ingimundarson áður bóndi á Ysta-Bæli, A-Eyjafjöllum, sem nú er ný- látinn, var ágætur hagyrðingur. Þessi vísa mun vera eftir hann. Vonir glæðast , vinir sjást, vekjast nýir eldar. Vísnaþáttur 636 Verður allt sem áður brást,aukast ljós er kveldar. Önnur vísa kemur hér eftir Sveinbjörn. Hlusta eftir æðri ómum eignast frið á kaldri jörð. Flyt til himins bæn með blómum berðu drottni þakkargjörð. Engan þarf að undra þótt hagyrðingar noti þetta bölvað illviðri sem endalaust geysar sem yrkisefni. Pétur Stefánsson mun eiga þessa. Heldur betur fjúka fer. að fólki setur kvíða. Kargur vetur kominn er með kafaldshreti víða. Önnur vel gerð hringhenda kemur hér eftir Pétur. Ei skal kvíða kafaldshríð, kal þó svíði jörðu. Það er víða verri tíð, víg og stríðin hörðu. Ágúst Marinósson yrkir líka um veður. Veðurspá um vonda tíð veldur stríðu sinni. Ég með kvíða ennþá bíð eftir stórhríðinni. Eins og áður hefur komið fram er undirritaður mjög hrifinn af vísum eftir Sigurbjörn K. Stefánsson. Þessi mun vera eftir hann. Margur hlýtur svöðusár siglir veiku flaki. Þó hann kannski eigi ár aðeins fá að baki. Vel er hin aldni bóndi yfirvegaður er hann yrkir svo. Þó að dvíni þrek og fjör og þrútinn sárni lófi, læt ég aldrei æfikjör æsa skap úr hófi. Til góðs vinar yrkir Sigurbjörn svo. Aldrei hefi ég efað það, -enginn vissu hrekur. Gott er þig að eiga að ef í nauðir rekur. Trúlega hefur Sigurbjörn verið staddur í Reykjavíkurhreppi hinum forna er næsta vísa varð til. Kannski að einhver gestgjafi hans hafi beðið bóndann að haga sér að hætti borgarbúa. Reykjavík þó rölti í hring rænu tapi og áttum. Skefur enginn Skagfirðing af skapi mínu og háttum. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Haukur Þórðarson. ÁRGANGUR: 1968. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur og tvö börn. BÚSETA: Borgarnes. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur hjónanna Þórðar Stefánssonar frá Hrafnhóli í Hjaltadal og Rósu Bergsdóttur frá Nautabúi í Hjaltadal. Bjuggum fyrstu æviár mín að Hofi í Hjaltadal en fluttum síðan út í Marbæli í Óslandshlíð. STARF/NÁM: Starfa hjá starfs- og endurmenntunardeild Land- búnaðarháskóla Íslands. Hef lært vélvirkjun, búfræði og bifvélavirkjun. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinna í Víkingalottóinu næsta miðvikudag. Hvernig nemandi varstu? -Hræði- legur tossi framan af en samvisku- samur og fróðleiksfús þegar ég áttaði mig og varð loks fullorðinn. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? -Úrið sem ég fékk í fermingargjöf. Var heldur betur með tímann á hreinu sem eftir lifði dags. Á vel flestum myndunum sem teknar voru í veislunni sést það vel. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Draumastarfið var klárlega tengt vinnu á dráttar- vélum eins og hjá mörgum sveita- drengnum. Skoðaði og las af áhuga allt sem tengdist vélum þegar ég var lítill. Einnig voru draumar um að verða flugmaður og jafnvel atvinnuknattspyrnumaður. Draumurinn rættist með dráttarvél- arnar. Hóf störf hjá Rannsóknar- stofnun Landbúnaðarins árið 2001 þar sem ég starfaði við að prófanir á nýjungum og þess háttar í landbúnaðarvélum. Nú kenni ég ungum bændaefnum og starfandi bændum að nota landbúnaðarvélar. Hugsanlega verður einhverstaðar til atvinnumannadeild eldri borgara í framtíðinni og svo er aldrei of seint að læra að fljúga. Hvað hræðistu mest? -Í augnablik- inu að Skallagrímur falli í körfunni í vor. Besti ilmurinn? -Ilmurinn af ný felldu barrtré. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? -Örugglega Out in the street eða The River með Bruce Springsteen af plötunni The River. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Haukur Þórðar kareókí? -Out in the street. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? -Landsleikjum. Besta bíómyndin? -The Shawshank Redemption. Stórkostleg mynd sem lætur engan ósnortinn. Atriðið þegar Andy Dufresne leikinn af Tim Robbins er horfinn úr fangaklefanum einn morguninn og fangelsisstjórinn, sem ég man ekki hvað heitir, sviptir plakatinu af Raquel Welch frá gatinu sem Andy hafði verið að dunda við að búa til á nóttunni bak við plakatið síðustu tuttugu árin. Þetta er að mínu mati besta atriði sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Hvaða íþróttamanni hefurðu mest- ar mætur á? -Hélt gríðarlega upp á frjálsíþróttahetjuna Carl Lewis. Einnig lifir argentínska tennisdrottn- ingin Gabriela Sabatini vel í minn- ingunni. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Lyfta fótunum þegar konan ryksugar. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? -Að baka pönnukökur. Hættulegasta helgarnammið? -Súkkulaðirúsínur. Hvernig er eggið best? -Á rúgbrauði með kavíar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Get verið svakalega gleyminn. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Menntahroki. Hver er elsta minningin sem þú átt? -Sleðaferð niður brekkuna fyrir framan íbúðarhúsið á Hofi sem endaði á hvolfi. Líklega er ég þriggja ára en man þetta samt mjög vel. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? -Tinni var og er í algeru uppáhaldi. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? -Einu sinni hefði ég alveg verið til í að vera tenniskappinn Andre Agassi. Hann var jú giftur Gabrielu Sabatini. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? -Þessa dagana á ég erfitt með að gera upp á milli Stefáns Mána og Jo Nesbø. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? -Sko. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Nelson Mandela var ein- stakur maður. Sat í fangelsi í meira en tvo áratugi en bugaðist aldrei. Varð forseti Suður-Afríku stuttu eftir að hann losnaði út og barðist þá eins og áður kröftuglega fyrir jafnrétti og frið. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? -Traktorar á takkaskóm. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Kínamúrinn hefur lengi heillað. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Vasahnífur er algerlega nauðsynlegur og góð bók að lesa. Best væri samt að hafa með svona lampa eins og Aladdin var með. Haukur og Þórður sonur hans á landsleik. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.