Feykir


Feykir - 26.02.2015, Page 10

Feykir - 26.02.2015, Page 10
10 8/2015 Merete nýr formaður sauðfjárbænda í Skagafirði Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Skagafirði Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Skagafirði var haldinn á Löngumýri á dögunum og var prýðilega sóttur. Gestir fundarins voru Óli Viðar Ágústsson sölustjóri hjá Kjötafurðastöð KS og Atli Már Traustason stjórnar- maður í Landssamtökum Sauðfjárbænda. Atli Már gerði grein fyrir starfi samtakanna og undirbúnings- nefndar sem hefur það hlutverk að móta hugmyndir varðandi gerð nýs búvörusamnings milli Landssamtakanna og ríkisins. Á fundinum urðu formanns- skipti. Ásta Einarsdóttir á Veðra- móti hafði lokið kjörtíma sínum og var Merete Rabölle á Hrauni kosinn formaður í hennar stað. Ný í stjórn komu Linda Jóns- dóttir, Árgerði, og Guttormur SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 2% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 4,20% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 4,10% vextir. Hafið þið séð betri vexti? Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS INNLÁNSDEILD N Ý PR EN T eh f Byggðastofnun – húsnæði óskast Byggðastofnun óskar eftir skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki fyrir starfsemi sína til kaups eða á leigu. Ef um leigu er að ræða er miðað við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til allt að 25 ára. Húsnæðið skal vera fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð u.þ.b. 1000 m². Húsnæðið skal vera hefðbundið skrifstofu- og þjónustu- húsnæði. Nánari upplýsingar um kröfur til gerðar og búnaðar húsnæðisins veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri eða Magnús Helgason forstöðumaður rekstrarsviðs Byggðastofnunar í síma 455 5400. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingar- tíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Gögn sem fylgja tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi: 1. Afhendingartíma 2. Stærð húsnæðis og tillöguteikningar 3. Staðsetningu húsnæðis 4. Fjölda bílastæða sem tilheyra húsnæðinu 5. Leiguverð pr/m² og heildarleiguverð 6. Húsgjöld Tilboðum skal skilað til Byggðastofnunar Ártorgi 1, Sauðárkróki, eigi síðar en 12. mars nk. Byggðastofnun | Ártorg 1 | 550 Sauðárkrókur | Sími 455 5400 | www.byggdastofnun.is Stefánsson, Grænumýri, en áfram sitja Jón Númason, Þrasa- stöðum, og Stefán Magnússon, Þverá. Í lok fundar voru sam- þykktar nokkrar ályktanir varð- andi hagsmunamál félagsmanna. Á fundinum voru veittar ýmsar viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr með ýmsum hætti í sauðfjárræktinni á árinu 2014 og kom það í hlut nýkjörins formann að afhenda þær og farandgripi sem veittir eru fyrir bestu hrúta héraðsins árlega. / Texti og myndir: ÖÞ Keldudalsbúið á besta sláturlambahóp haustsins. Hér tekur Guðrún Lárusdóttir t.v. á móti viðurkenningu frá Merete Rabölle. Valdimar í Vallanesi gat brosað breytt. Vallanesbúið átti besta lambhrútinn, besta veturgamlahrútinn og var af- urðahæsta bú héraðsins. Frá Rípurbúinu voru mættir þrír ættliðir. Frá vinstri: Elvar, Birgir og Þórður Þórarinsson og þeir fengu viðurkenningu fyrir besta fullorðna hrút Skagafjarðar 2014. Afurðahæsta ær ársins 2014 var á búi Hjördísar og Jóhann- esar á Brúnastöðum í Fljótum. LJÓSM./ÖRN ÞÓRARINSSON. Hrefna Hafsteinsdóttir Hóli í Sæmundarhlíð tók við viður- kenningu fyrir besta lífgimbrahópinn 2014. Skondin tilviljun Skagfirsk ungmenni útskrifast Feyki barst mynd af þessum þremur skagfirsk ættuðu ungmennum sem útskrifuðust samtímis úr Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ þann 20. desember síðast liðinn. Ungmennin heita Anna Pála Þorsteinsdóttir, Einar Logi Þorvaldsson og Inga Valdís Tómasdóttir. Það vill svo skemmtilega til að stúlkurnar eiga báðar ömmur og alnöfnur á Sauðárkróki. Amma Önnu Pálu heitir einnig Anna Pála Þorsteinsdóttir en afi hennar heitir Þráinn Valur Ingólfsson. Amma Ingu Valdísar er Inga Valdís Tómasdóttir en afi Helgi Rafn Traustason heitinn, fyrrum kaupfélagsstjóri (d. 1981). Móðir Einars Loga er Kristín Snorradóttir og faðir hans er Þorvaldur E. Þorvaldsson. /BÞ Anna Pála, Einar Logi og Inga Valdís. MYND: ÞORSTEINN VALSSON

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.