Feykir


Feykir - 26.02.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 26.02.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 8 TBL 26. febrúar 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Bátaeigendur á Sauðárkróki Vilja láta færa gönguhlið Á 103. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lögð fram beiðni frá smábátaeigendum við svokallaðan öldubrjót, eða stærstu smábátabryggjuna, þess efnis að gönguhlið á landgangi yrði fært upp á steypta landfestu til að bæta aðgengi um bryggjuna. Sviðsstjóra var falið að fá tilboð í verkið frá söluaðila flotbryggja. Tilboð hafði borist þegar síðasti fundur umhverfis- og samgöngunefndar var haldinn, þann 6. febrúar síðast liðinn, og leggur nefndin til að leitað verði tilboða hjá fleiri aðilum. /KSE Sauðárkrókshöfn. MYND: ÓAB „Fjölbreytt og krefjandi en afar ánægjulegt“ STARFIÐ MITT > Jónína Gunnarsdóttir Jónína Gunnarsdóttir er forstöðumaður í Iðju á Sauðárkróki, sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk í Skagafirði. Hún er menntaður iðjuþjálfi og er með BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Getur þú lýst nánar í hverju starfið þitt felst? -Starf mitt sem forstöðu- maður Iðju felst í að hafa daglega umsjón með faglegum og fjár- málalegum rekstri starfsseminnar og ber m.a. ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög og reglur um málefni fatlaðs fólks. Starf forstöðu- mannsins er því nokkuð fjölbreytt og krefjandi en afar ánægjulegt. Af hverju valdir þú þessa atvinnu? -Jahá, góð spurning. Ég held að vinnan hafi valið mig. Nei, án gríns, þá er erfitt að svara þessari spurn- ingu. Ég hafði hugsað mér að vinna sem iðjuþjálfi að námi loknu og gerði það um tíma í heilbrigðis- geiranum en það átti ekki við mig að mínu mati. Ég hafði unnið lengi á félagssviði og það freistaði mín meira. Einhvern veginn gripu örlög- in í taumanna og leiddu mig að þessu starfi sem ég er í núna og hef verið í frá árinu 2007. Hvað er það besta við vinnuna þína? -Það er svo margt sem hægt er að telja upp. En að vinna með öllu því góða fólki sem starfar nú í Iðju, bæði notendum og leiðbeinendum, er alveg óendanlega gefandi. Þó verkefni dagsins séu í nokkuð Söngperlur í flutningi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveitar Skarphéðins H. Einarssonar 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 KARLAKÓR BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS Fimmtudagurinn 5. mars - Blönduóskirkja kl. 20.00 Mánudagurinn 9. mars - Hvammstangi félagsheimilið kl. 20.00 Miðvikudagurinn 11. mars - Sauðárkrókur Frímúrarasalurinn kl. 20.00 Sunnudagurinn 22. mars - Miðgarður Varmahlíð kl. 15.00 Vilhjálms og Ellyjar Vilhjálms.´ föstum skorðum er í raun enginn dagur eins. Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast á hverjum degi. Þó einhver mæti að morgni með allar heimsins byrðar á herð- um sér þá hverfa þær eins og dögg fyrir sólu yfir daginn og allir kveðjast með bros á vör í lok dags. Er eitthvað sem er erfitt? -Nei, í rauninni ekki. Allt sem við stöndum frammi fyrir daglega eru bara verk- efni sem þarf að framkvæma eða leysa og það gerir maður með glöðu geði. Myndir þú mæla með þessari menntun/atvinnu við aðra? -Já, ekki spurning, bæði námi í iðjuþjálf- un og starfi forstöðumannsins. Í iðjuþjálfun felst sérþekking á daglegri iðju mannsins. Þá er átt við allt það sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur að bjóða. Sem dæmi um iðju má nefna það að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, fara á skíði eða mála mynd. Þótt þessi viðfangsefni virðist sjálfsögð og einföld fyrir flesta, þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstíganleg fyrir margt fólk sem ekki hefur þroskast eðlilega, fengið sjúkdóma, er komið á efri ár eða hefur orðið fyrir áföllum af einhverju tagi. Í starfi forstöðumanns Iðju tvinnast allt þetta saman því þar er verið að vinna með einstaklingum sem hafa skerta færni til daglegra athafna og þurfa að sinna daglegum verkefnum á sínum forsendum. Því má segja að eitt af því sem felst í daglegu starfi forstöðumannsins sé að finna og kenna leiðir til að einstaklingurinn geti nýtt eiginleika sína eins og hreyfingu, skynjun, hugarstarf og/eða tilfinningalíf og félagsleg samskipti sem best í daglegu amstri. UMSJÓN Þóra Kristín Þórarinsdóttir Jónína og Ragnar. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.