Feykir


Feykir - 16.04.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 16.04.2015, Blaðsíða 5
14/2015 5 Anna Kristín Friðriksdóttir er frá Grund í Svarfaðardal en stundar nám á fyrsta ári við Háskólann á Hólum. Hún tekur nú þátt í KS deildinni í fyrsta sinn og teflir fram ýmsum gæðingum, þeirra á meðal Glað frá Grund sem hún situr á meðfylgjandi mynd. Anna Kristín er síðasti knapinn í deildinni í ár sem svarar spurningum Feykis. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Mér líst mjög vel á KS deildina í ár og ég held að það sé mjög sterkt að vera með liðakeppni þar sem þrír úr liði keppa á hverju kvöldi. Varstu sátt við sæti þitt á síðasta keppniskvöldi? -Ég var ekki með í fimmgangnum sem var síðasta keppniskvöld en ég var mjög sátt með minn árangur í fjórgangnum, þar sem ég var með Glað frá Grund. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? -Ég er svo heppin að hafa hest sem hentar í margar af keppnisgreinum KS deildarinnar sem er Gustsonurinn Glaður frá Grund og ég hef keppt mikið á, ég fór með hann í fjórgang og fer með hann í tölt og svo mögulega get ég notað hann í bæði gæðingafimina og slaktaumatölt. Svo er ég með skeiðhest sem heitir Svarti-Svanur frá Grund og er undan Farsæl frá Íbishóli. Einnig er ég með Þristsson, Brynjar frá Hofi en hann er lítið keppnisreyndur og ég hef ekki hugsað mér að mæta með hann nema annað klikki. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Aðalkostir þeirra eru að þetta eru hestar sem ég er búin að vera lengi með og þekki orðið mjög vel, hef keppt mikið á þeim. Einnig er mjög gott að hafa Glað þar sem hann hentar í svo margar greinar og er sterkur á svo mörgum sviðum. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Já, ég hef aðeins verið að taka þátt í öðrum mótum, aðeins keppt í skagfirsku mótaröðinni. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Nei það er engin sérstök hjátrú hjá mér. Anna Kristín Friðriksdóttir/ KS-Deildin Teflir fram fjölhæfum gæðingi ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is Anna Kristín og Glaður frá Grund. Hjónin Gísli Gíslason og Mette Mannseth. Hesturinn er Trymbill frá Stóra-Ási en hann vann gæðingafimina ásamt knapa sínum Gísla Gíslas. MYND: SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR >> Þú finnur fleiri íþróttafréttir á www.feykir.is Spennan magnast í undanúrslitarimmunni Domino´s deildin í körfu Tindastóll tók á móti liði Hauka í fyrsta leik í undanúrslitarimmu liðanna í Dominos-deildinni í Síkinu þann 7. apríl. Stólarnir náðu undirtökunum upp úr miðjum fyrsta leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi þrátt fyrir ágætan kafla gestanna seint í þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var síðan bara völtun og Tindastólsmenn fögnuðu 30 stiga sigri að lokum, 94-64. Tindastólsmenn sýndu Haukum enga miskunn í Schenken-höll þeirra Hafnfirðinga í öðrum leik einvígs liðanna þann 10. apríl sl. en þá voru heimamenn lagðir í parket næsta auðveldlega. Stól- arnir áttu góðan leik bæði í vörn og sókn og höfðu yfirhöndina frá byrjun til enda en fremstur í flokki var Darrel Lewis sem var óstöðvandi í fyrri hálfleik. Lokatölur leiksins urðu 74-86. Það var flatt á flestum hjólum undir Tindastólsrútunni á mánudagskvöld þegar Stólarnir mættu baráttuglöðum Haukum í Síkinu. Ljóst var fyrir leik að með sigri væru Tindastólsmenn komnir í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn og sömu- leiðis ljóst að Haukarnir urðu að sigra til að halda sér inni í einvíginu. Þessi staða virtist fara betur í gestina sem sýndu sparihliðarnar bæði í sókn og vörn og unnu öruggan sigur, 79- 93. Fjórði leikurinn í einvíginu fór fram í Hafnarfirði í gærkvöldi og voru úrslit leiksins ekki ljós þegar Feykir fór í prentun en ef hafi Haukarnir náð að jafna ein- vígið verður fimmti leikurinn á föstudag í Síkinu. Koma svo Stólar! /ÓAB Darrel Lewis og Emil Barja eigast við í Síkinu sl. mánudagskvöld. Að þessu sinni hafði Emil betur. Mynd: PIB Taka þátt í Norður- landamótinu í Solna Leikmenn af NLV í landsliðið Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið tólf manna leikmanna- hópa sína fyrir Norðurlanda- mótið 2015 sem fram fer í Solna í Svíþjóð dagana 13.-17. maí. (U-16 og U-18 liðin). Tveir leikmenn frá Norðurlandi vestra eru í hópunum. Samkvæmt vef KKÍ var Linda Þórdís Róbertsdóttir leikmaður mfl. Tindastóls í körfu valin í tólf manna hóp í U-18 kvenna. Linda Þórdís er fædd árið 1998. Hún er 182 sm og spilar stöðu framherja/miðherja. Einnig var Dagbjört Dögg Karlsdóttir frá Reykjaskóla í Hrútafirði valin í tólf manna hóp U-16 kvenna. Dagbjört er 15 ára gömul en hún byrjaði mjög ung að æfa körfu- bolta með Kormáki á Hvamms- tanga og lék með félaginu allt til ársins 2013 er hún skipti yfir í KR. Þar leikur hún með 10. flokki og jafnframt með mfl. kvenna. /BÞ Staðan í einstaklings- og liðakeppni KS-Deildarinnar er orðin jöfn og spennandi. Lið Hrímnis er efst í liðakeppninni með 146 stig en lið Draupnis/Þúfur kemur þar á eftir með 142 stig. Þórarinn Eymundsson leiðir einstaklingskeppnina með 65 stig, Gísli Gíslason með 53 stig og Bjarni Jónasson með 51,5 stig. Það getur allt gerst og stefnir í spennandi lokakvöld KS-Deildarinnar þann 22. apríl, síðasta vetrardag en þá verður keppt í slaktaumatölti og skeiði. Jöfn og spennandi staða KS-Deildin Staðan í liðkeppninni er eftirfarandi: Hrímnir – 146 stig Þúfur/Draupnir – 142 stig Hofstorfan/66°norður – 135 stig Topreiter – 120 stig Íbess-Gæðingur – 98 stig Efri-Rauðalækur/Lífland – 55 stig Staðan í einstaklingskeppninni: Hrímnir – 146 stig Þórarinn Eymundsson – 65 stig Gísli Gíslason – 53 stig Bjarni Jónasson – 51,5 stig Hanna Rún – 48 stig Teitur Árnason – 47 stig Mette Mannseth – 44 stig Líney María – 37 stig Elvar Einarsson – 36,5 stig Anna Kristín – 35 stig Hallfríður Óladóttir – 35 stig Valdimar Bergstað – 31 stig Fanney Dögg – 29 stig Lilja Pálmadóttir – 29 stig Guðmundur Karl – 26 stig Barbara Wenzl – 23 stig Þorsteinn Björnsson – 22 stig Tryggvi Björnsson – 18 stig Baldvin Ari – 18 stig Hörður Óli – 13 stig Fredrica Fagerlund – 9 stig Jóhann Magnússon – 8 stig Magnús Bragi – 7 stig Viðar Bragason – 7 stig Agnar Þór – 4 stig /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.