Feykir


Feykir - 22.04.2015, Page 6

Feykir - 22.04.2015, Page 6
6 15/2015 Í áratugi hafa bíósýningar skipað stóran sess í Sæluvikunni og það var því vel við hæfi að heimsækja eigendur Króksbíós rétt fyrir þá miklu menningarhátíð og líta yfir farinn veg. Blaðamaður brá sér í Bifröst klukkan átta á sunnudagskvöldi en aðsóknin var með rólegra móti þetta kvöld. Eftir að hafa þegið popp og kók og rifjað upp nostalgíu frá góðum stundum í Bifröst var þremenningunum í Króksbíó fylgt í Græna salinn. Þaðan eiga margir Skagfirðingar og nærsveitamenn góðar minn- ingar og hefðu veggir salarins mál, væri frá ýmsu að segja. Félagsheimilið Bifröst, ásamt sýningarvélum og öllum innviðum hússins er í eigu VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sveitarfélagsins Skagafjarðar en Króksbíó sér um að halda því í rekstri. Bára, Guðbrandur og Sibbi rifja upp tildrög þess að Króks- bíó var stofnað. Guðbrandur og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, þáverandi sambýliskona hans, settu sig í samband við Sibba og Báru og varð úr að þau fjögur stofnuðu Króksbíó í ársbyrjun 2005 en frá 2008 hafa þau verið þrjú með fyrirtækið. Undanfarin ár hafa dætur Sibba og Báru; Anna Jóna sem lést á síðasta ári, og Helga og unnusti hennar, Ingvi, komið að rekstrinum líka. Fyrsta bíósýningin á vegum Króksbíós var 10. mars 2005. Í dag eru að jafnaði fjórar fastar bíósýningar í viku; á mánu- dögum, fimmtudögum og tvær sýningar á sunnudögum, þar af ein barnasýning um miðjan dag. Stundum eru sýningar fleiri og stundum færri. Þegar viðtalið var tekið var framundan hálfsmánaðarleyfi og þá er Leikfélagi Sauðárkróks gefið húsið eftir til að koma inn af fullum krafti með æfingar og undirbúning fyrir Sæluvikuleikritið Barið í brestina. „Hálfum mánuði fyrir frumsýningu hjá þeim bökkum við út,“ útskýrir Bára, „og eins þegar Árskóli er með sýningar, þá erum við ekki að sýna barnasýningar ofan í það.“ Guðbrandur bætir við að leikfélagið sýni núorðið tvær sýningar yfir árið og síðustu tvö árin hafi Fjölbrautaskólinn sýnt sín leikrit í Bifröst. Þá sé Árskóli með allar árshátíðarsýningar, frá 1. bekk og uppúr, í húsinu. Sigurbjörn segir að árið 2013 hafi þau tekið saman að það ár hafi verið um 180-190 dagar sem einhverjar sýningar voru í Bifröst, þrátt fyrir að Króksbíó væri ekki með sýningar í júní, júlí og ágúst. Þá eru ótaldir allir æfingardagar á vegum leikfél- aga og árshátíðarundirbúnings fyrir Árskóla. „Þetta er mesta notkun á félagsheimili í öllum Skagafirði,“ bendir Guðbrandur á. Bára segir gott að vita af hálfsmánaðarfríi framundan því næsta hálfa mánuðinn þar á eftir liggi fyrir að vera á hverju einasta kvöldi í húsinu, enda Sæluvika framundan, ásamt sýningum leikfélagsins í framhaldi af Sæluviku. Í desember 2012 var ný sýningarvél tekin í notkun í Bifröst fékk hún nafnið Bogga. Var Skyfall fyrsta myndin sem sýnd var á nýju vélina. Vélin styðst við stafræna tækni enda ekki lengur í boði að fá bíómyndir á filmum. Síðasta myndin sem sýnd var á filmu var Hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson hafa ásamt Guðbrandi Guðbrandssyni rekið Króksbíó á Sauðárkróki í tíu ár. Í rekstrinum felst einnig húsvarsla vegna annarra viðburða í félagsheimilinu Bifröst, en þar er Króksbíó til húsa. Það er ekki gróðavon heldur hugsjón og áhugi á menningu og mannlífi sem knýr starfsemina áfram, enda eiga þau þremenningarnir það sammerkt að þeim er annt um þennan ómissandi þátt í menningarlífi héraðsins. Contraband sem var jafnframt síðasta myndin sem kom til landsins á filmu. Fyrst eftir að sýningarvélin var endurnýjuð voru bíósýningar fimm daga vikunnar en það reyndist ekki borga sig, þar sem aðsóknin jókst ekki heldur dreifðist á fleiri daga. Því var horfið aftur frá því. „Það má kannski segja að við höfum verið síðustu móhíkanarnir meira og minna á landinu í þessu því að fyrir 30 til 40 árum síðan voru bíó nánast út um allt,“ segir Sibbi. „Þegar ég byrjaði í þessu var t.d. bíó á Blönduósi.“ Í dag eru bíóin á Sauðárkróki, Akureyri, Ísafirði, Akranesi, Keflavík og Selfossi þau einu utan höfuðborgarinnar. Því er Sauðárkrókur fámennasta bæjarfélagið þar sem enn eru reglulegar bíósýningar. Nærsveitafólk duglegt að mæta í bíó Bíógestir eru fremur blandaður aldurshópur. Króksbíó á sína föstu kúnna og þau nefna að fólk sé duglegt að koma með börnin sín í bíó eða að leyfa þeim að fara með vinum sínum. Þá sé fólk úr öllum Skagafirði og Húnavatnssýslum duglegt að koma og því sé mikilvægt að bjóða upp á miðapantanir. „Það hefur ótrúlega oft orðið í uppselt í vetur, það er leiðinlegt ef fólk sem er langt að komið fer fýluferð.“ Þremenningarnir eru sam- mála því að mætingin í bíó sé jafn misjöfn og myndirnar eru margar. Nærtækt dæmi er Fast & Furious 7 sem gekk vel þrjú kvöld en einnig hefur komið fyrir að það hafi verið bíósýningar fyrir einn gest, og allt þar á milli. „Við tókum strax þá ákvörðun þegar við byrjuðum að sýna þó það kæmi bara einn. Þessari einu sem kom á umrædda sýningu fannst þetta bara voða notalegt. Myndin var svo æðisleg að hún bara gleymdi sér,“ segir Bára. „Það er enginn að reka svona batterí til þess að verða ríkur á því, það er ekki hátt tímakaupið sem við erum með. Þó við værum bara með dagvinnutaxta þá myndum við ekki hafa laun alla þá klukkutíma sem við erum að þvælast í þessu. Þetta er raunverulega ekki rekstrarhæft form nema fyrir svona vitleysinga eins og okkur,“ segir Sibbi og Bára getur þess að sjoppukrakkarnir vinni fyrir poppi, kók og bíómiðum. Þremenningarnir sem reka Króksbíó telja íbúa samfélagsins almennt ekki meðvitaða um Hugsjónafólk á Sauðárkróki hefur rekið Króksbíó í 10 ár „Það er enginn að reka svona til að verða ríkur á því“ Guðbrandur, Bára og Sibbi í bíósjoppunni. MYND: KSE

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.