Feykir


Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 1

Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 1
 á BLS. 6–7 BLS. 9 Aðalsteinn Grétar Guðmundsson stofnaði Kraftlyftingadeild Kormáks Vill hvetja fleiri til að koma á æfingar BLS. 5 Charlotte Kalvik á Bjarnastöðum í Skagafirði opnaði nýlega verslun á Sauðárkróki Elti ástina til Íslands Úlfur Úlfur gefur út breiðskífuna Tvær plánetur Sömu gaurarnir nema eldri og reynsluríkari 24 TBL 25. júní 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. SÖLUSTJÓRI NORÐURLANDI VESTRA Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá BYKO sem sölustjóri og þjónustar alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur. Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri. Sími: 821 4059 • tj@byko.is G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Fangaðu sumarið Þú færð réttu Canon græjuna í Græjubúð Tengils Boðað er til opins fundar fyrir íbúa í Austur-Húnavatnssýslu í Félags- heimilinu á Blönduósi til að ræða atvinnumál í sýslunni og kynna Greinargerð um atvinnuuppbyggingu í Austur – Húnavatnssýslu. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. júní kl. 17:30. Umrædd skýrsla um atvinnu- uppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu byggist á þingsályktun Alþingis frá 15. janúar 2014 um átak stjórnvalda og Starfsmenn Tengils á Sauðárkróki og Hvammstanga taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í vikunni þar sem hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland um Hvalfjörð og yfir Öxi. Team Tengill keppir í B-flokki og lagði af stað á þriðjudagskvöldið kl. 19. Áætluð keppnislok eru í dag en þá verða alls 1358 km að baki, sum liðin ljúka þó keppni á morgun. Yfir þúsund manns eru skráðir til leiks í 115 liðum. „Þetta er búið að ganga vonum framar. Við vorum óvart síðastir í byrjun en náðum fljótlega að vinna okkur upp um 16 lið og erum nú búnir að vinna okkur upp um 30,“ sögðu keppendur í Team Tengli í samtali við Feyki þegar liðið var statt á Akureyri á miðvikudagsmorgun. Þeir sögðu Holta- vörðuheiðina og Vatnsskarðið hafa verið mestu áskorunina fram til þessa - þar var mikil þoka, skyggni slæmt og aðstæður ekki góðar til hjólreiða. „Við vorum búnir að æfa okkur á Vatnsskarðinu og náðum því að saxa vel á liðin þar,“ sögðu þeir. Að öðru leyti sagði hann veðrið hafa leikið við þá, stillt og hæfilega hlýtt. Meðalhraði liðsins, þegar blaðamaður ræddi við keppendurna, var um 28 km/klst og áætluðu þeir að liðið yrði komið til Egilsstaða um kvöldmatarleytið. Þeir sögðu reynsluboltana sem tekið hafa þátt í hjólreiðakeppninni segja að þá fari þreytan talsvert að segja til sín. Liðið var að mestu ósofið þegar þetta var skrifað en ætlunin var að hvíla sig næstu nótt. „Við erum að passa okkur að sprengja okkur ekki, þá fá menn krampa og þar með fækkar í liðinu. En þetta er æðislega gaman,“ sögðu þeir í lokin. Tengilsmenn minna á að tilgangur keppninnar sé til að vekja athygli á og safna fé fyrir góðan málstað. Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. „Þetta er sára einfalt, bara senda SMS á eftirfarandi númer með textanum 1024; 907 1501 fyrir 1.000 kall, 907 1503 fyrir 3.000 kall, 907 1505 fyrir 5.000 kall og 907 1510 fyrir 10.000 kall. Koma svo!“ sögðu þeir að endingu. /BÞ Skýrsla um atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu Team Tengill tekur þátt í WOW Cyclothon Opinn fundur í Félagsheimilinu á Blönduósi Söxuðu á liðin á Vatnsskarðinu Team tengill liðið var í samfloti með Wowair, Borgun og Kría Adventure Club þegar hjólað var inn á Akureyri. sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðum sveitar- félaganna. /KSE MYND: PIB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.