Feykir


Feykir - 25.06.2015, Side 2

Feykir - 25.06.2015, Side 2
2 24/2015 „Þú ert nú bara aldrei heima hjá þér“ er athugasemd sem ég heyri oft um sjálfa mig og raunar ýmsa aðra, gjarnan í miklum vand- lætingartón. Það er sem sagt ekki dyggð að vera mikið á ferð og flugi. Ekki veit ég hvort þetta er arfleifð af því þegar konurnar áttu að vera heima og „bak við“ eldavélina, en núna 100 árum eftir að konur fengu kosningarétt og jafnréttisbaráttan hófst fyrir alvöru vona ég að svo sé ekki. Eða var kannski framboð Vigdísar á sínum tíma umdeilt meðal annars af því konur áttu að vera heima hjá sér? Nú ætla ég ekki að kasta rýrð á þá sem eru heimakærir og þurfa hvorki að ferðast vinnu sinnar vegna, né eiga ættingja á fjarlægum slóðum, hvað þá heldur að þeir líti á ferðalög sem skemmtilegt áhugamál. Það er svo misjafnt hvað veitir okkur ánægju. Sjálf var ég til dæmis afskaplega heimakært barn en þegar fram liðu stundir gerðist ég forvitin um að sjá meira af heiminum heldur en heimahagana kæru, þó þeir toguðu alltaf í líka og geri enn. Lengi vel freistuðu utanlandsferðir ekki en eftir þá fyrstu varð ekki eftir snúið og hvert tækifæri notað til að gerast „sigldur“ eins og sagt var hér áður fyrr. Sama vandlætingartón notuðu margir þegar ég fór að ferðast um landið með börnin mín, það þótti ekki nógu gott uppeldi. Ég hélt þeim ferðum hins vegar áfram í þeirri góðu trú að það gerði börnunum gott að kynnast ömmum sínum og öfum í fjarlægum landshlutum, auk þess sem máltækið segir að heimskt sé heimaalið barnið. Þau kvörtuðu alla vega ekki og búa að því í dag að hafa séð töluvert af landinu sínu góða og þekkja það betur en margir á þeirra aldri. Það er líka ótrúlegt hvað situr eftir af minningum jafnvel frá 2-3 ára aldri, þó í dag sé aldurinn þannig að ferðalög með mömmu og pabba eru ekki alveg efst á óskalistanum. Í þeirri trú held ég áfram ferðalögum mínum, hvort sem er til vina og ættingja, til að taka viðtöl við forvitnilegt fólk, til að sýna ferðamönnum nýjar slóðir eða uppgötva sjálf nýjar slóðir. Næst skal ferðinni heitið á Hamingjudaga á Hólmavík. Heimska ku vera kennd við það að fara aldrei að heiman og sjá því ekki nema það sem er í nánasta umhverfi, líkt og segir í fimmta erindi Hávamála: Vits er þörf þeim er víða ratar. Dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr. Góða ferðahelgi! Kristín Sigurrós Einarsdóttir Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Að vera heimskur eða heimakær? Hanna Dóra ráðin skólastjóri Varmahlíðarskóla Skagafjörður Hanna Dóra Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Varmahlíð- arskóla en sex umsóknir bárust um stöðuna. Greint er frá þessu á vef Svf. Skagafjarðar. Hanna Dóra er grunn- skólakennari og með meist- arapróf í uppeldis- og sál- fræðiráðgjöf auk náms í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun mennta- stofnana. Hún hefur auk þess víðtæka reynslu úr skólastarfi og sem uppeldis- og sál- fræðiráðgjafi. /BÞ „Midnight Sun Burnout“ Samþykkt að auglýsa félagsheimilið til leigu Listasýning í Kvenna- skólanum á Blönduósi Blönduós Á laugardaginn verður sýningin Midnight Sun Burnout í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sýningin sem er um hvernig útlendingar bregðast við miðnætursól á Íslandi verður opin kl 15 til 18 á laugardaginn. Listakonurnar sem taka þátt eru: Helen O´Shea frá Írlandi, Soojin Kang frá Kóreu, Cornelia Theimer Gardella frá Þýskalandi og Bandaríkjunum, Emelie Rygfelt Wilander frá SvíÞjóð og Melody Laglína Skógar- hneta frá Ástralíu. Lista- konurnar vinna meðal annars með vefnað, þæfingu, gjörn- ing og litla hluti. Allir eru boðnir velkomnir á sýn- inguna. /KSE Byggðarráð Blönduósbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum, þann 16. júní sl., að auglýsa félagsheimilið á Bjarni Maronsson afhendir Önnu P. Þórðardóttur styrk vegna útgáfu bókarinnar „Lífsins skák“, sem er ævisaga hennar sjálfrar. MYND: BÞ 26 fengu fjárstuðning Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum Þann 18. júní var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 26 aðilar styrki til ýmissa menn- ingartengdra verkefna. Við úthlutunina sagði Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í máli sínu að það væru forréttindi fyrir fyrirtækið að geta orðið að liði í sínu samfélagi og þakkaði um leið fyrir það þróttmikla starf sem unnið er í héraðinu og að miklum hluta er unnið í sjálfboðastarfi. Eftirtaldir hlutu styrki: Leik- félag Sauðárkróks, Leikfélag Hofsóss, Guðbrandsstofnun og Svf. Skagafjörður til að gera minnismerki um Hannes Pétursson skáld. Páll Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir störf sem höfundur Árbóka FÍ um Skagafjörð. Við afhendinguna sagðist Páll ánægður að hafa tekið að sér skrifin. „Það gleður mig að skrif mín hafi þýðingu fyrir Skag-firðinga. Héraðið er mér afskaplega kært,“ sagði Páll í þakkarorðum sínum. Skrautmen til að taka þátt í markaðssýningu í New York, Frímúrarastúkan Mælifell til að koma upp lyftu í húsnæði félagsins, Barrokksmiðja Hóla- stiftis, styrkur vegna útgáfu bók- arinnar „Lífsins skák“ um Önnu P. Þórðardóttur, Félagið á Sturlungaslóð og Tónlistarhá- tíðin Drangey Music Festival. Fjárstuðningur við störf Topp- hesta ehf. sem hefur rekið reið- skóla í yfir 30 ár, viðbótar- fjárstuðningur við Kiwanis- klúbbinn Drangey vegna fjár- öflunar til kaupa á spegl- unartæki fyrir HSN. Fjárstuðn- ingur við frjálsíþróttamanninn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Lummudaga í Skagafirði, sýn- inguna „Manstu gamla daga“ á vegum Félags harmóniku- unnenda í Skagafirði, Kakala- skála, Samgönguminjasafn Skagafjarðar, Kvæðamannafél- agið Gná og verkefni Héraðs- skjalasafns Skagfirðinga, „Úr tímans ranni“, þar sem tekin verða upp viðtöl við Skagfirðinga sem komnir eru á efri ár. Skagfirska kvikmyndaakadem- ían hlaut einnig styrk, sem og Hrossaræktarsamband Skaga- fjarðar, „Þjóðleikur“ leiklistar- verkefni Varmahlíðarskóla, Ár- skóla og FNV, menningarhátíðin „Listaflóð á vígaslóð“, tón- leikarnir „Frá Aravísum til Alladíns“ og loks fjárstuðningur til áframhaldandi uppbyggingar á skíðasvæðinu Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari þakkaði fyrir styrkveitinguna sagðist vonast til að geta hafist handa við næsta áfanga uppbyggingarinnar sem er skíðaskáli. /BÞ Blönduósi til leigu fyrir áhugasaman rekstraraðila. Frá þessu er greint í fundargerð byggðaráðs /KSE Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði Unnið að gróðursetningu Nýlega gróðursetti Sumar- vinnuhópur Landsvirkjunar Blöndustöð 2000 kynbættar birkiplöntur í gróðurreit til endurheimtunar Brimnes- skóga í grennd við ána Kolku í Skagafirði. Landsvirkjun hefur um árabil lagt verkefninu lið undir heitinu „Margar hendur vinna létt verk“. Alls unnu fimmtán manns að gróðursetningu og áburðar- gjöf í þessum áfanga. Birkiplönturnar eru ættaðar úr Geirmundarhólaskógi í Skagafirði. Skagafjörður á landið sem er um 23 ha en áhugahópur um endurheimt Brimnesskóga annast fram- kvæmdir. /Fréttatilk. Glaðbeittur sumarvinnuhópur Landsvirkjunar Blöndustöð.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.