Feykir


Feykir - 25.06.2015, Page 3

Feykir - 25.06.2015, Page 3
24/2015 3 Undanfarin 10 ár hefur Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar haft umsjón með útnefningu umhverfis- viðurkenninga fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á þessum 10 árum hafa 63 staðir fengið viðurkenningu. „Nú þegar sumarið virðist vera að koma hjá okkur hér í Skagafirði og gróður farinn að dafna munu Soropt- imistasystur fara að huga að skoðunarferðum um fjörðinn,“ segir í fréttatilkynningu frá Soroptimistaklúbbnum. Íbúar sveitarfélagsins mega því eiga von á því að sjá klúbbsystur kíkja yfir girðingar og runna við íbúðarhús í Félagið Á Sturlungaslóð er að venju með fjölbreytta sumar- dagskrá sem samanstendur af gönguferðum, sögustundum og Ásbirningablóti, sem er punkturinn yfir i-ið í dagskránni. Fyrsta gönguferðin verður í kvöld, fimmtudagskvöld 25. júní kl 19. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Arnarstapa í Víðimýri undir leiðsögn Helga Hannesson. Mæting er við Arnarstapa kl. 19:00. Fylgjast má með sumardagskránni á heimasíðu félagsins og atburðadagatali Feykis. /KSE Allt klárt fyrir tónlistar- hátíð á Reykjum Soroptimistasystur fara af stað Fyrsta gönguferðin í kvöld Drangey Music Festival – þar sem vegurinn endar Umhverfisverkefni Svf. Skagafjarðar Dagskrá Sturlungaslóðar í sumar Drangey Music Festival fer fram á Reykjaströnd í Skagafirði nk. laugardag og er allt klárt fyrir tónlistarhátíðina að sögn skipuleggjenda. Undirbúningur hefur gengið vonum framar og voru um 400 miðar seldir þegar blaðið fór í prentun um hádegisbil á miðvikudag. Það má segja að miðasalan hefur tekið kipp með batnandi veðursspá,“ sagði Áskell Heiðar Ásgeirsson í samtali við Feyki en þegar þetta er skrifað er spáð brakandi blíðu, bjartviðri og hita á bilinu 14 til 22 stig norðan- og vestantil á landinu. Skagfirska hljómsveitin Úlf- ur Úlfur hefur bæst í hóp tónlistaratriða sem fram koma en þar verður rapphljómsveitin í góðum félagsskap með Emiliönu Torrini, Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar, Contalgen Funeral og Magna Ásgeirssyni. Verið var að ljúka við sviðsbygginguna þegar Feykir ræddi við Áskel Heiðar og Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Sviðið með Drangey og Kerlinguna í baksýn þegar blaðamaður Feykis kannaði aðstæður skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld. MYND: BÞ „Við fengum til liðs við okkur víkinga til að smíða sviðið, sjálfboðaliðar sem hafa áður aðstoðað okkur á Bræðslunni, þeirra hjálp er ómetanleg og þeir gera þetta af einskærri gleði og jákvæðni,“ segja þeir. Svæðið opnar kl. 17 á laugardag og hefjast tónleikar kl. 21, áætlað er að þeir standi til miðnættis. „Þá hefst myndlistarsýningin á haffletinum,“ segir Guðbrandur Ægir og vísar til rómuðu miðnætursólarinnar úti fyrir Skagafirði. Upplifun gesta tónlistarhátíðarinnar er höfð að leiðarljósi og því gestafjöldi takmarkaður við um 600 manns svo það fari vel um alla. Tónleikasvæðið verður lokað fyrir aðra en tónleikagesti til sunnudagsmorguns og er aðgangur að tjaldsvæði og Grettislaug innifalið í miðaverði. „Við hvetjum tjaldgesti til að mæta með kassagítarinn en haldið verður gítarpartý að tónleikum loknum,“ segir Áskell Heiðar. Þeir hvetja fólk til þess fara varlega á veginum út að Reykjum og aka eftir aðstæðum. Miðasala fer fram á Miði. is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn ef ekki verður uppselt á tónlistarhátíðina. /BÞ þéttbýli, rúnta heim að bæjum í sveitinni ásamt því að skoða lóðir og umhverfi hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Farnar verða tvær skoðunarferðir um fjörðinn frá júní til ágúst. „Klúbbsystrum hefur þótt reglulega gaman að fá tækifæri til þess að sinna þessu verkefni og sjá að umgengni í sveitar- félaginu okkar er stöðugt að breytast til hins betra. En í þessu eins og svo mörgu má gera betur og ef að allir leggja sitt af mörkum þá verður auðveldara að hafa umhverfið í bæ og sveit snyrtilegt,“ segir loks í frétta- tilkynningu. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.