Feykir


Feykir - 25.06.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 25.06.2015, Blaðsíða 5
24/2015 5 Hafnaði 6. sæti í hástökki Þóranna Ósk keppti í Evrópukeppni landsliða ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frá Sauðárkróki keppti ásamt íslenska frjálsíþrótta- landsliðinu í 2. deild Evrópukeppni landsliða í Stara Zagora í Búlgaríu um sl. helgi. Þóranna Ósk keppti í hástökki kvenna þar sem hún hafnaði í 6. sæti. Á fésbókarsíðu frjálsíþrótta- deildar Tindastóls kemur fram að Þóranna Ósk hafi stokkið 160 sm, eins og tveir aðrir keppendur, þess er einnig getið að hún felldi naumlega 165 sm. Ísland hlaut 156,5 stig í heildarstigakeppninni og lenti í 6. sæti en liðið vann sig upp úr 3. deild í fyrra með frábærum árangri í Tiblisi í Georgíu. /BÞ Svekkjandi tap hjá Stólastúlkum Tindastóll – Völsungur 0-1 Efstu liðin í 1. deild kvenna C riðils, Tindastóll og Völsungur frá Húsavík, áttust við á Sauðárkróksvelli þann 16. júní í suðvestan gjólu en þetta var fjórði leikur liðanna í deildinni. Tindastóll hafði fyrir leikinn halað inn 7 stig með tveimur sigrum og einu jafntefli en Völsungur með fullt hús eða 9 stig eftir ótrúlega frammistöðu þar sem mörkin hafa komið á færibandi og markahlutfallið 24 mörk á móti einu. Var því ærið verkefni fyrir heima- stúlkur að stöðva sigurgöngu þeirra sem tókst næstum því í hörku leik. Það var fyrirfram vitað að gestirnir yrðu erfiðir viðureignar en heimastúlkur sýndu mikinn baráttuvilja og leikurinn hinn skemmtilegasti. Tindastóll lék á móti gjólunni í fyrri hálfleik og átti mjög góðar sóknir sem skiluðu þó ekki marki þótt litlu hefði mátt muna oft á tíðum. Það sama má segja um Völsungsstúlkur en þær voru kannski nær því að skora en hin brasilíska Ana Lucia N. Dos Santos sem stendur í marki Tindastóls í sumar varði mjög vel og má segja að hún hafi bjargað Tindastól frá því að fara með mark á bakinu inn í hálfleikinn. Baráttuglaðar Stólastúlkur Stólarnir léku skynsamlega og tóku litla áhættu á móti vindinum en í seinni hálfleik bættu þær í og sóttu meira og voru betra liðið á vellinum lengst af og voru óheppnar að skora ekki. Þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum áttu Stólastúlkur hornspyrnu sem Völsungsstúlkur náðu að verjast og geystust í skyndisókn en markmaður Stólanna bjargaði meistaralega og boltinn hrökk út fyrir teig en vörnin náði ekki að hreinsa boltann í burtu sem endaði í fótum Hafrúnar Olgeirsdóttur. Skaut hún boltanum að marki Stólanna og virtist engin hætta vera á ferðum en í hægðum sínum fór boltinn með snúningi í samskeytin hægra megin og í netið. Mikið svekkelsi á ferðinni þar en heimastúlkur gáfust ekki upp og reyndu hvað þær gátu til að jafna. Um mínútu síðar áttu þær aukaspyrnu eftir að Anna Halldóra Ágústsdóttir úr liði gestanna fékk að líta gula spjaldið en boltinn sveif rétt yfir mark Völsungs. Undir lok leiksins átti Völsungur skyndi- sókn og gátu hæglega aukið muninn í 2 – 0 en mark-vörður Stólanna, sem átti stórleik, varði glæsilega. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og mikið svekkelsi hjá Stólastúlkum sem að mati undirritaðs áttu skilið að fá stig út úr leiknum. Ástæða er til að hvetja fótboltaáhugafólk til að mæta á leiki hjá stelpunum í sumar en þær hafa á góðu liði að skipa, vel leikandi og baráttan alltaf fyrir hendi og sigurleiki eigum við örugglega eftir að sjá í sumar. /PF Stólarnir lagðir á heimavelli Tindastóll – Ægir 0-1 Meistaraflokkur karla í fótbolta tók á móti Ægi frá Þorlákshöfn á Sauðárkróksvelli sl. laugardag. Úrslit urðu 1-0 fyrir Ægismönnum, en markið kom á 87. mínútu. Markið skoraði Þorkell Þráinsson fyrir Ægi og lið Tindastóls náði ekki að jafna, enda stutt til leiksloka. Tindastóll situr í 11. sæti í deildinni og næsti leikur þeirra er á móti Hetti, en hann verður fimmtudaginn 25. júní í Fellabæ. /ÞKÞ Vill hvetja fleiri til að koma á æfingar Aðalsteinn Grétar Guðmundsson stofnaði kraftlyftingadeild Kormáks Aðalsteinn (t.v.) og Jóhannes á Íslandsmeistaramótinu í réttstöðu árið 2014. MYND: ÚR EINKASAFNI Á síðasta ári stofnaði Aðalsteinn Grétar Guðmundsson kraftlyftingadeild hjá UMF Kormáki á Hvammstanga. Var hún samþykkt hjá Kraftlyftingasamband Íslands (Kraft) þann 30. janúar á síðasta ári og síðan hefur Aðalsteinn unnið ötullega að því að auka ástundum þessarar keppnisgreinar á Hvammstanga. Hann segist enn gera sér vonir um að fjölgi í hópnum þó að til þessa hafi yfirleitt aðeins verið einn eða tveir keppendur frá Hvammstanga. Aðalsteinn segir að ekki séu margir skráðir meðlimir í deildinni, þeir séu fjórir eins og er og þar af hafi tveir tekið þátt í mótum. „Ég hef tekið þátt í öllum innanlandsmótum innan Kraft sem í boði eru síðan deildin var stofnuð og félagi minn, Jóhannes G. Þorsteinsson, hefur mætt með mér á tvö mót frá stofnun deildarinnar,“ sagði Aðalsteinn þegar Feykir hafði samband við hann. „Minn persónulegi besti árangur er silfur á bikarmóti Kraft í nóvember 2013 og svo brons á ótal mótum, t.d. Íslands- meistaramótinu í bekkpressu í janúar, bæði 2014 og 2015, brons á Íslandsmeistaramótinu án búnaðar á Ísafirði í febrúar 2014, brons á Íslandsmeistaramótinu í Njarðvík í mars 2014, brons á Íslandsmeistaramótinu í rétt- stöðu 2014 og brons á bikarmóti Kraft í nóvember 2014,“ sagði Aðalsteinn aðspurður um sinn feril í kraftlyftingum. „Jóhannes, Esi, tók svo þátt með mér á ÍM í réttstöðu, september 2014, og vann þar gullverðlaun í -66kg flokki karla, og svo bikarmótinu í nóvember í sama flokki og fékk þá silfurverðlaun,“ bætir Aðal- steinn við. Sjálfur byrjaði Aðalsteinn að keppa í september 2013 með KFA á Akureyri en byrjaði „að fikta í þessu að einhverju ráði“ haustið 2011, eftir að bróðir hans, Þorbergur Guðmundsson, sem er margfaldur Íslands- meistari, hvatti hann til að prófa. „Þorbergur, sem keppir fyrir KFA, er meðal annars núverandi Íslandsmeistari karla í réttstöðu- lyftu og bekkpressu, Íslands- meistari unglinga og vann silfur- verðlaun á Evrópumóti unglinga í Ungverjalandi fyrr á þessu ári. Um síðustu helgi gerðist það að Þorbergi var dæmt fyrsta sætið á EM unglinga þar sem sigur- vegarinn féll á lyfjaprófi, svo nú er hann Evrópumeistari unglinga. Aðalsteinn flutti á Hvamms- tanga haustið 2012 en var áfram skráður í KFA þar sem engin kraftlyftingadeild var á Hvamms- tanga, á meðan stofnun hennar var í undirbúningi. „Ég er alltaf að leita að fólki, en það virðist eitthvað feimið við að stíga fram og prófa að mæta á æfingu,“ sagði hann að lokum. /KSE Frá leik Tindastóls og Völsungs á Sauðárkróksvelli 16. júní síðastliðinn. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.