Feykir


Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 8

Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 8
8 24/2015 Heilir og sælir lesendur góðir. Gerð var tilraun í síðasta þætti að leiðrétta eitt orð í vísu Björns Friðrikssonar sem birtist í þætti nr. 642. Ekki tókst betur til en svo að nú kom enn í staðinn fyrir emm í fyrsta vísuorðinu. Og vil ég helst gera eina tilraun enn til að leiðrétta þessa ágætu vísu Björns. Tel rétt að birta hana aftur nú, vonandi rétta. Hrímgva perlur hríslum á hættir erli þráin. Haustið ferli flækst á frostið merlar stráin. Næst er til þess að taka að þættinum hefur borist ágætt bréf frá vini þessa þáttar sem er búsettur á Sauðárkróki. Þakka ég mikið vel fyrir það. Telur hann reyndar óvíst að það gagnist mér, en ég fagna öllu slíku. Kemur þá næst vísa sem er talin eftir séra Helga Tryggvason og trúlega ort í Skagafirði. Grunar mig að kannski sé þar átt við séra Helga Konráðsson, bið ykkur lesendur um upplýsingar þar um. Margir slyngir hittast hér hagyrðingar fínir. Skálda á þingi skemmta sér Skagfirðingar mínir. Eins og flestir vita sem eitthvað huga að vísnagerð og hlusta eftir umfjöllun á þeim vettvangi, geta vísur breyst og afbakast á ýmsa vegu í meðförum manna. Nýlega sá ég á prenti vísu sem ég er búin að kunna nokkuð lengi og var hún þar í tveimur mismunandi útgáfum og þar tilnefndir tveir til þrír hugsanlegir höfundar. Hef ég alltaf talið umrædda vísu eftir Sigfús Steindórsson, áður bónda á Steintúni í Skagafirði. Tel mig hafa verið viðstaddan er Fúsi orti vísuna á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Svo háttaði til þá, eins og einhverjir kannski muna, að snyrtingar samkomugesta voru þá í sömu byggingu og veitingahúsið. Var þar oft þröngt á þingi og áttum við starfsmenn mótsins þar oft erfiðar vaktir. Eitt sinn er ég var þar á vakt seinnipart laugardags er Fúsi búinn að staðsetja sig þar inni á ganginum framan við klósettin. Var kallinn vel hreifur af víni án þess að valda þar nokkrum vandræðum. Vorum við góðir kunningjar og vildi hann endilega eiga við mig spjall. Svo skeður það að inn á ganginn framan við klósettin snarast mjög stórvaxin kona. Var sem betur fór laus klefi og eftir að hún hverfur þar inn segir Fúsi þessa snilldarsetningu. Frúin hún er fjarska gild. Fannst mér gaman að þessari athugasemd en áttaði mig ekki þá á því að þar væri byrjun á vísu. Ekki leið nema augnablik frá því að frúin komst á klóið og inn í þessa Paradís samkomugesta stígur vígður maður sem einnig var talsvert vel við skál og vel kunnugur Fúsa. Vildi hann strax ávarpa þennan sveitunga sinn og segir stundarhátt : Friður sé með yður. Fór mig nú að gruna að kannski væri að fæðast vísa hjá hinum ótrúlega Fúsa, og þegar ég tek eftir að athygli hans beinist allt í einu að Vísnaþáttur 644 tveimur ungum mönnum sem höfðu fundið skjól í norðurenda þessa mjóa gangs, sem var framan við snyrtingarnar, til þess að hella úr lítilli vodkaflösku í pela sem auðsjáanlega átti að blanda í til kvöldsins, verður minn draumur um vísu að veruleika þegar ég sé að Fúsi fylgist með af mikilli athygli og þegar pelinn er fullur segir Fúsi, reyndar um leið og hann nálgast þá félaga á nokkuð lúmskan hátt. Þetta er alveg einstök snilld ekki dropi niður. Tóku þeir félagar Fúsa vel, fékk hann vel að smakka á blöndu þeirra á meðan ég sá til. Bið lesendur endilega að hafa samband ef þeir vita betur um tilurð þessarar vísu. Hún hlýtur að vera eftir Fúsa en kannski hefur hann verið með hana í huga áður, án þess að mér gangi vel að trúa því. Gaman að heyra nú frá Jóni Gissurarsyni í Víðimýrarseli. Geng ég oft um vísnaveg vert er mjög að þakk´ann. Ferskeytluna faðma ég fram á grafarbakkann. Þegar loks mitt þrýtur skeið og þrengir lífs að funa. Áfram vil ég eiga leið innanum ferskeytluna. Helgi Björnsson, bóndi á Snartarstöðum, er líka elskur að vísum. Hann mun vera höfundur að þessari. Hef á vísum ærna ást yrði ég því feginn. Að verði auðið við að fást vísur hinu megin. Dagbjartur, fyrrverandi Refstaðabóndi, er ekki eins ánægður með sitt framlag. Í sínum ljóðum sumir mest sýna eigin heimsku. Vísur mínar væru best vafðar þögn og gleymsku. Það mun hafa verið hinn kunni klerkur í Hindisvík, Sigurður Norland, sem lýsti undrun sinni svo. Það mér vekur undrun að ýmsir flytja héðan. Inn í Miðfjörð eftir það að þeir hafa séð hann. Gott að biðja snillinginn gamla, Sveinbjörn allsherjargoða, að leggja okkur til lokavísuna. Ástargæskunnar gróðrarskúr gleði hjarta þíns veki. Girndarhundarnir harminn úr hugtúni þínu reki. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Já það má nú segja. En stundum er hann svo lengi að líða og þegar ég lít til baka yfir farinn veg, get ég skipt æfi minni í þrjá kafla. Á barns og unglingsárum var tíminn oft svo lengi að líða, eða hver man ekki eftir biðinni eftir jólunum sem aldrei ætluðu að koma, eða sumarið? Ekki tók nú betra við á unglingsárunum, þegar maður beið eftir að komast á böllin, fá bílpróf og fleira. Þetta var fyrsti hluti. Síðan tóku fullorðinsárin við. Gifting, setja saman heimili og svo komu börnin eitt af öðru. Auðvitað varð maður að vinna með heimilinu til að endar næðu saman, því launin voru lág rétt eins og nú. En aldrei var tíminn, þetta ósnertanlega afl sem stjórnar manni kannski fullmikið stundum, nógu langur til að maður gæti klárað allt sem þurfti að gera, hvað þá það sem mann langaði til að gera. Allt í einu er kafla tvö lokið og komið að kafla þrjú og ég orðin gömul að árum. Makinn farin yfir móðuna miklu og börnin flutt að heiman og komið að leiðarlokum í minni vinnu hjá heilbrigðistofnunHSN. En þar er ég búin að vinna í 37 ár. Það eru blendnar tilfinningar sem fara um huga minn á þessum tímamótum, en fyrst og fremst söknuður og þakklæti til vinnufélaga og heimilisfólks sem ég á eftir að sakna mikið. En eftir sitja óteljandi góðar minningar sem ég á eftir að ylja mér við. Reyndar var ég svo heppin að hafa góða heilsu og fá að vinna fram að sjötugu, nokkuð sem er ekki sjálfgefið og maður þakkar aldrei sem skyldi. Ég er líka svo óendanlega heppin að eiga yndisleg börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn sem öll eru til staðar fyrir mig í blíðu og stríðu. Þannig að mér eru allir vegir færir í kafla númer fjögur í framtíðinni. Heppin ég. En þið eruð öll svo miklu betri en enginn og mikið meira en það. Ljúfar kveðjur. - - - - - Ég skora á Lárus Blöndal sjúkraliða. Bóthildur Jónsdóttir, Blönduósi skrifar Fjórir kaflar ævinnar ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Vel heppnuð hátíð að baki Frá Jónsmessunefnd á Hofsósi Jónsmessuhátíð var haldin á Hofsósi um síðustu helgi. Þetta var þrettánda hátíðin sem haldin er með þessu sniði, en áður hélt Vestur- farasetrið Jónsmessuhátíð nokkur ár, í fyrsta sinn árið 1995 og er m.a. eftirminnilegt frá þeirri hátíð þegar Karlakórinn Heimir söng í Staðarbjargarvík og gestir hlýddu á úr varðskipi úti á firðinum. Vel viðraði til hátíðarhalda um helgina, einkum á föstudeginum, og var fjölmenni á Hofsósi. Dagskráin var fjölbreytt og fóru hátíðar- höldin vel fram. Jónsmessu- nefnd vill koma eftirfarandi á framfæri:Jónsmessunefnd þakkar gestum hátíðarinnar fyrir komuna og sérstaklega góða umgengni á hátíðar- svæðinu. Einnig fá íbúar Hofsóss og nágrennis bestu þakkir fyrir að gera þorpið okkar snyrtilegt, skreyta götur og hús og taka einstaklega vel á móti gestunum. Ekki má gleyma öllum þeim sem lögðu hátíðinni lið, á einn eða annan hátt, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða félagasamtök. Ástarþakkir öll fyrir ykkar framlag!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.