Feykir


Feykir - 25.06.2015, Side 11

Feykir - 25.06.2015, Side 11
24/2015 11 ÚR SÆTMETI ÁN SYKURS OG SÆTEFNA Banana- kotasælulummur 2 bananar, vel þroskaðir 200 ml kotasæla 50 g smjör, brætt, og meira til steikingar (einnig má nota olíu) 1 egg ½ tsk vanilluessens 1 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 100 g heilhveiti, eða eftir þörfum Aðferð: Þessi girnilega og holla uppskrift er úr smiðju Skag- firðingsins Nönnu Rögnvaldar, úr í bókinni Sætmeti án sykurs og sætefna. „Vel þroskaðir bananar, sem farnir eru að sortna, gera þessar lummur sætar og góðar og það er í rauninni ekki þörf á neinu með þeim. Mér finnst samt gott að strá muldum pekan- eða valhnetum yfir og hafa e.t.v. sýrðan rjóma eða meiri kotasælu með, eða jafnvel ber. –Ég hef líka prófað að nota haframjöl (hafragrjón fínmöluð í matvinnsluvél) í stað heilhveitis, svo og blöndu af haframjöli og möndlumjöli; líklega mætti nota eintómt möndlumjöl líka. Mauk- aðu bananana í matvinnsluvél eða stappaðu þá með gaffli og blandaðu kotasælunni saman við. Hrærðu svo bræddu smjöri, eggi og vanillu saman við og síðan lyftidufti, salti og eins miklu heilhveiti og þarf til að soppan verði hæfilega þykk. Láttu hana bíða smástund. Hitaðu svolitla olíu á pönnu og settu soppuna á hana með matskeið eða lítilli ausu. Steiktu lummurnar við meðalhita í um 2 mínútur, eða þar til þær hafa tekið fallegan lit að neðan. Snúðu þeim þá og steiktu þær í 1−2 mínútur á hinni hliðinni.“ Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að borða lummur um helgina. Spakmæli vikunnar Maðurinn, ólíkt dýrunum, hefur aldrei áttað sig á því að eini tilgangur lífsins er að njóta þess. – Samuel Butler Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ...að í Bandaríkjunum gilda eftirfarandi lög: Í Kaliforníu mega dýr ekki hafa kynmök nær börum, skólum og kirkjum en 1500 metra. Í Illinois er bannað að hlera eigin símtöl. Í Iowa má maður með yfirvaraskegg ekki kyssa konu á almannafæri. Í Idaho er bannað að veiða fisk á úlfaldabaki. FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Tveir menn áttu tal saman. Annar greindi frá því að í næstu íbúð við hann byggju rússnesk hjón. Hann kvað þau fara afskaplega í taugarnar á konu sinni. „Hvernig stendur á því?“ spurði hinn. „Jú, sjáðu til. Þau eru alltaf að rífast - og konan mín skilur ekki eitt orð í rússneskunni.“ HAHAHA Krossgáta MARÍA DÖGG JÓHANNESDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI: „Að sópa.“ Lummur, lummur og fleiri lummur HINAR GÖMLU OG GÓÐU Klassískar lummur 6 dl hveiti 2 msk hrásykur 2 dl haframjöl ½ tsk salt ½ tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur 1-2 egg ½ dl matarolía um 4 dl mjólk 1 dl rúsínur eða súkkulaðirúsínur (dökkar) Aðferð: Á vef Leiðbeiningar- miðstöðvar heimilanna má sjá uppskrift af klassískum lummum. Mjólk, olía og egg þeytt létt saman í skál. Þurrefnum blandað út í og hrært þangað til deigið er kekkjalaust. Bakað í feiti á vel heitri pönnu og borið fram með strásykri og/eða sultu. Í HOLLARI KANTINUM Lummur með hafragraut 3 dl heilhveiti 4 msk hunang 3 tsk vínsteinslyftiduft ½ tsk maldon salt 2 ½ dl hafragrautur 4 msk kókosolía 2 egg 1 ½ dl kókosmjólk Aðferð: Gott er að nýta morgunmatar afgangana í þessa uppskrift sem er í senn meinholl og saðsöm. Allt sett saman í skál og hrært, deigið á að vera í þykkara lagi. Steikist á tefflon pönnu. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að koma með nokkrar lummuuppskriftir af því tilefni. Þá geta einnig keppendur á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi skellt í eina holla lummuuppskrift þegar stund er á milli stríða, þ.e.a.s. þeir sem hafa pakkað pönnunni og prímusnum í farteskið. Lummur eru góðar með svo ótal mörgu; til dæmis strásykri, sultu og þeyttum rjóma eða vanilluís og berjum og ekki síst löðrandi í hlynsýrópi. Eða jafnvel bara smjöri og osti. Eftirfarandi eru þrjár gerðir uppskrifta af lummum sem gefa vatn í munninn. Feykir spyr... Hvað er skemmtilegast að gera í vinnunni? Spurt á Sauðárkróki Feykir mælir með... mt... MYND: ÚR EINKASAFNI UMSJÓN thora@nyprent.is REBEKKA ÓSK RÖGNVALDSDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI: „Pirra Agnar og Laufey flokkstjóra.“ GUNNAR ÞORLEIFSSON SAUÐÁRKRÓKI: „Fá yfirvinnu.“ EYSTEINN ÍVAR GUÐBRANDSSON SAUÐÁRKRÓKI: „Reita arfa, sópa og fara í kaffi.“

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.