Feykir - 02.07.2015, Blaðsíða 7
25/2015 7
Dagana 13.-22. júní fór 45
manna hópur frá Sauðár-
króki í eftirminnilega
FRÁSÖGN
Sólveig Þorvaldsdóttir
Kirkjukórinn
á ferðalagi
um Kanada
Sólveig Þorvalds deilir ferðasögu með lesendum
ferð til Kanada. Í ferðinni voru kórfélagar í Kirkjukór
Sauðárkrókskirkju, ásamt organista og sóknarpresti og
mökum kórfélaga. Ferðinni var heitið á Íslendingaslóðir
og voru margir áhugaverðir staðir heimsóttir. Sólveig
Þorvaldsdóttir, formaður kórsins, brást fljótt og vel við þeirri
beiðni blaðamanns Feykis að fá að birta ferðasöguna.
13. júní
Við lögðum af stað 34 manns
í rútu frá Sauðárkróki kl. 8
að morgni 13. júní. Allt gekk
eins og í sögu og við komum í
Leifsstöð um kl. 13:30. Þar gekk
allt smurt, en sumir þurftu smá
hjálp við að tékka sig inn rafrænt.
Þarna bættust fleiri í hópinn en
við vorum 45 sem fórum vestur
um haf. Lent var í Minneapolis
kl. 8 að kvöldi og á Best Western
hótel komust allir í sín herbergi
von bráðar, rétt hinum megin
við götuna er Mall of Amerika
og freistaði það margra, allavega
í mat. Þarna var gist eina nótt
og síðan haldið í rútu norður á
bóginn með Lárus sem bílstjóra
og var hann með okkur allan
tímann. Hann rétti alltaf hverri
einustu konu höndina þegar
stigið var út úr bílnum og hjá
honum var bíllinn alltaf hreinn
og klár og nóg af vatni til að
drekka, sómamaður.
14. júní
Næsta dag var lagt af stað kl.
9 og ekið til Alexandrina, þar
var skoðað byggðasafn með
merkilegum rúnasteini ásamt
smá stoppi í Fargo og síðan farið
á Hótel Expressway þar sem gist
var næstu nótt.
15. júní
Við fórum að minnismerki
Stefáns G. og síðan skoðuðum
við Garðakirkju. Svo fórum
við að leiði Káins þar sem ég
fékk þann heiður að hella úr
Brennivínsflösku á leiði hans.
Síðan var keyrt til Mountain
og sungið í Víkurkirkju. Við
borðuðum á Byrons Bar, þar
hittum við íslenskumælandi fólk
sem bað fyrir kveðjur heim. Við
keyrðum að landamærunum og
síðan til Winnipeg og komum á
hótel Humprey Inn kl. 9:30 og
gistum þar í 4 nætur.
16. júní
Það var rólegur dagur framan
af, rölt í búðir og borðað. Svo
fórum við á æfingu og sungum
með kanadískum kór, sem kallar
sig Sólskríkjur, í tónlistarsal í
listasafni borgarinnar.
17. júní
Sr. Sigríður messaði kl. 10 í
kirkju sem var frekar illa hirt
að okkur sýndist. Það kom
hópur af eldri borgurum úr
Hafnarfirði sem var í Winni-
peg ásamt þó nokkrum Vestur-
Íslendingum og var almenn
ánægja með messuna. Seinni
partinn var haldið í þing-
húsið í flotta móttöku hjá
ræðismanni Íslands en aflýsa
varð útihátíðarhöldum við
styttu Jóns Sigurðssonar vegna
rigningar og þrumuveðurs.
Fjallkonan í Winnipeg er
fullorðin kona, gjarnan móðir
og kona sem hefur látið gott af
sér leiða til samfélagsins með
sjálfboðavinnu. Við sungum
á skemmtun í listasafninu um
kvöldið, sem var bara fín þótt
fólk hefði misjafnar skoðanir
á atriðunum en listdans vakti
mikla athygli.
18. júní
Fyrst var farið til Drangeyjar
sem er heimili Einars og
Rósalindar, hann er frægur
fyrir fuglaútskurð og hún er
tónlistarmaður sem tvisvar
sinnum hefur komið með barna-
og unglingakóra til Íslands.
Þetta var yndisleg stund og
færðum við þeim hjónum smá
gjafir. Þau tala bæði ljómandi
góða íslensku. Þaðan er stuttur
spölur á byggðasafnið þar sem
við borðuðum og sungum
ásamt Rósalind. Þar komu m.a.
Davíð Gíslason sem er þekktur
meðal Vestur-Íslendinga en
hann er sjálfmenntaður á
íslensku og afar duglegur að
rekja ættir fólks við Vestur-
Íslendinga, afar sjarmerandi
maður. Móttökur þessa fólks
voru frábærar og yndislegt hvað
þau eru ræktarsöm við Ísland og
Íslendinga.
Við fórum svo til Heclu
og Gimli, þar kíktu á okkur
krakkar frá Króknum, þau
Krissi og Gerður, ásamt dóttur
sinni sem eru búsett þarna, og
sonur Boggu Sveins Nikk. Þarna
var svo snæddur dásamlegur
kvöldverður, hvítur fiskur, sem
talinn er hafa haldið lífinu í
Íslendingum hér áður fyrr.
Þetta var þriggja rétta máltíð
og á heimleiðinni var fjör í
rútunni. Farið var með vísur
og gamanmál, þó ekki sé á
aðra hallað þá má segja að
Hreinn okkar Guðvarðsson hafi
skemmt okkur öðrum betur og
svo kom Gummi Stefáns sterkur
inn, fleiri sögðu brandara og
gamansögur.
19. júní
Það var rólegt fram að hádeginu,
labb í bænum og niður að
Rauðánni, síðan var keyrt suður
yfir landamærin og til Grand
Forks þar sem Lárus bílstjóri
fór með okkur í Target moll og
beið eftir hópnum meðan kíkt
var í búðir. Við fórum svo mörg
á ítalskan stað á móti hótelinu
þar sem var fínn matur og mikið
gaman, síðan rölt heim í háttinn.
20. júní
Lagt var af stað kl. 8:30 og
keyrðum við til Fargo og borð-
uðum þar á sama stað og á
norðurleiðinni. Síðan var komið
til Minneapolis kl. 16 þar voru
herbergin ekki til fyrir alla þannig
að okkur var boðið upp á snakk,
pizzur, bjór, hvítvín og rauðvín
meðan við biðum. Sumir fóru í
Mall of Amerika um kvöldið en
aðrir snemma í háttinn.
21. júní
Heimferðardagurinn var ró-
legur framan af en svo vorum
við flutt með hótelskutlum
á flugvöllinn, flugið var svo
kl. 19:30 og verið á flugi alla
nóttina. Lent var í Keflavík um
kl. 7 að morgni 22. júní þar sem
beið rúta frá Suðurleiðum eftir
okkur og flutti alla heila heim.
Við komum á Krókinn kl. 14,
flestir voru svolítið þreyttir og
syfjaðir en allir ánægðir með
túrinn að ég held, og fyrir mitt
leyti var þetta frábær ferð. Jónas
Þór fararstjóri stóð sig með
prýði og Lárus rútubílstjóri var
frábær.
Kæru ferðafélagar takk fyrir
skemmtilega daga!
Sólveig Þorvalds.
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur í Víkurkirkju í Mountain.
MYNDIR: SÞ
Séra Sigríður með blómvönd þar sem kórinn söng í listasafni í Winnipeg.
Fyrir messu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní.