Feykir


Feykir - 02.07.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 02.07.2015, Blaðsíða 8
8 25/2015 Landsbankamót Tindastóls fór fram um helgina á Sauðár- króksvelli en þar börðust og glöddust þúsund stelpur í fótbolta við hin bestu skilyrði. Veðrið lék við keppendur og gesti og stemningin alveg frábær. Það eru stelpur í 6. og 7. flokki sem eigast við á mótinu og einnig fengu krakkar í 8. flokki að eigast við. Landsbankamótið á Króknum hefur aldrei verið stærra en nú því eins og segir voru um 1000 keppendur og má því fastlega búast við að um 3000-4000 gestir hafi látið sjá sig. Mótið fór vel fram og skipulagning til fyrirmyndar. Fleiri myndir sem ljósmyndari Feykis tók undir lok móts á sunnudeginum má sjá á vefnum Feykis.is. /ÓAB 1000 telpur á takkaskóm Landsbankamót Tindastóls Í skýjunum með mótið Landsmót UMFÍ 50+ „Ég er í skýjunum með mótið sem tókst með afbrigðum vel. Veðrið lék við okkur allan tímann, þátttakan góð, dagskráin vel skipulögð og keppnin öll gekk eins og í sögu. Þetta verkefni er rosalega skemmtilegt og það sem stendur upp úr er öll þessi gleði, allir þakklátir og það er þetta sem gefur þessu svo mikið gildi,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í mótslok á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi. Helga Guðrún sagði Landsmótin vera stór verkefni innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Landsmót 50+ er á hverju ári, stóra Landsmótið síðan á fjögurra ára fresti og því eru öll þessi mót klárlega eitt af stærri verkefnunum. „Það er ástæða til að hlakka til næsta Landsmóts UMFÍ 50+ og ég hvet alla til að skella sér á mótið á Ísafirði á næsta ári. Það er einhvern veginn sama hvar við höldum þessi mót því þau fá öll sinn sérstaka brag. Ég held að á Ísafirði eigi fólk eftir að kynnast einhverju sem það hefur aldrei kynnst áður. Ég er full tilhlökkunar og þessi mót eiga bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Helga Guðrún í fréttatilkynningu frá UMFÍ. /BÞ Tekið hraustlega á því í stígvélakasti. MYND: RÓBERT DANÍEL Keppt í sundi. MYND: RÓBERT DANÍEL Sumir voru flottari en aðrir. MYND: RÓBERT DANÍEL Verðlaunaafhending fyrir sund. MYND: RÓBERT DANÍEL Keppendur í skotfimi. MYND: BÞ Keppt í boccia í íþróttahúsinu á Blönduósi. MYND: BÞ Góður andi á Landsmóti UMFÍ 50+. MYND: RÓBERT DANÍEL

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.