Feykir


Feykir - 27.08.2015, Side 5

Feykir - 27.08.2015, Side 5
32/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Snjólaug setur nýtt Íslandsmet Skotfimi Snjólaug M. Jónsdóttir, úr Skotfélaginu Markviss, setti nýtt Íslandsmet í Ladies International Grand Prix keppninni leirdúfuskotfimi á Álandseyjum sl. föstudag þegar hún náði 55 stigum. Snjólaug keppti ásamt þremur öðru íslenskum skotkonum, þeim Helgu Jóhannsdóttur, Dagnýju Huld Hinriksdóttur og Árnýju G. Jónsdóttur. Meðal keppenda eru landsliðskonur frá Ítalíu, Finnlandi, Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Snjólaug var í 10. sæti eftir daginn með 55 stig og færðist upp um flokk, Helga var í 17. sæti með 48 stig, Dagný í 18. sæti með 45 stig og Árný í 22. sæti með 32 stig. /BÞ Dagný H. Hinriksdóttir, Snjólaug María Jónsdóttir og Helga Jóhannsdóttir kepptu í leirdúfuskotkeppninni Ladies International Grand Prix á Álandseyjum 21. ágúst 2015. Ljósm./Skytturnar þrjár á fb. Aron Freyr og Hlynur frá Haukatungu voru valdir glæsilegasta par mótsins. Mynd: Neisti.net. Axel Kárason í lokahópnum Aron Freyr og Hlynur frá Haukatungu glæsilegastir Eurobasket 2015 Félagsmót Neista Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti sl. þriðjudag lokahópinn sem fer á Evrópumótið í Berlín í byrjun næsta mánaðar. Á listanum er Skagfirðingurinn Axel Kárason sem leikur með Svendborg Rabbits í Danmörku. Ísland er í gríðarlega sterkum riðli á EM og mætir þar Þýskalandi, Spáni, Tyrklandi, Ítalíu og Serbíu. Keppnin hefst þann 5. september en þá keppir íslenska landsliðið við Þýskaland kl. 13. Allir leikir Íslands á EM verða sýndir beint á RÚV og á RÚV HD. Leikjaplan Íslands á EuroBasket 2015 (íslenskur tími) 05. september 13:00 Þýskaland-Ísland 06. september 16:00 Ísland-Ítalía 08. september 13:30 Ísland-Serbía 09. september 19:00 Ísland-Spánn 10. september 19:00 Ísland-Tyrkland /BÞ Félagsmót Neista var haldið á Blönduósvelli sl. sunnudag og gekk það vel fyrir sig. Eline Schrijver og Laufi frá Syðra- Skörðugili sigruðu í A flokki. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjadal sigruðu í tölti og Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhóli sigruðu í skeiði. Glæsilegasta par mótsins voru Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1. Nánari úrslit má finna á Feyki.is undir hestar. /KSE Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fór fram á Garðssandi í Skagafirði þann 15. ágúst sl. og bar keppnin heitið Kaffi Króks sandspyrnan. „Það var sól og blíða meðan keppni stóð enn blautur sandur vegna tíðra rigninga síðustu daga undan og gerði það mönnum erfiðara fyrir,“ sagði Þórður Ingvason keppnisstjóri um mótshaldið þegar Feykir hafði samband við hann. Það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem hafði veg Kaffi Króks sandspyrnan Kraftmestu ökutæki Íslands á Garðssandi og vanda af keppninni með aðstoð og tækjabúnað frá Bílaklúbbi Akureyrar. Að sögn Þórðar var keppt í þremur mótorhjólaflokkum, á snjósleðum og bílum. „Fólksbílar, götubílar, útbúnir jeppar, opinn flokkur dragsterar sem eru svakalega öflugir, svo þetta eru með kraftmeiri ökutækjum Íslands sem voru hér,“ sagði Þórður í samtali við Feyki. Alls tóku 26 keppendur þátt að þessu sinni í sjö flokkum. Einn Skagfirðingur var á meðal keppenda, Tóbías Freyr Sigurjónsson, og hafnaði hann í 2. sæti í Unglingaflokki á mótorhjóli. Þá var tengdasonur Skagafjarðar á meðal keppenda, Guðmundur Guðlaugsson eða Gummi púki eins og hann er stundum kallaður. Á mótinu féllu tvö Íslandsmet, eitt í 2. cyl flokki. „Er það okkar nýi Skagfirðingur, hann Guðmundur Guðlaugsson, en hann á nú Íslandsmet í öllum fjórum greinunum sem hann keppir í; kvartmílu, hjóla-, götu- og sandspyrnu. Metið nú er 4,178 sek. Á sleðum var það Friðrik Jón Stefánsson sem sló það Íslandsmet og er það nú 3,784 sek. Þess má geta að sleðinn sem hann ekur er um 700hp og setti heimsmet í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum,“ sagði Þórður en nánari úrslit og tíma er að finna á vef Bílaklúbbsins, á www.bks.is. „Það sem stendur upp úr er að fá svona veður rétt á meðan keppnin stóð og að finna hversu glaðir allir keppendur voru með keppnina. Svo er bara svo gaman að því hversu vel bæjabúar og fyrirtæki hér taka í svona viðburð,“ sagði Þórður sem vildi koma sérstökum þökkum til Sigga Dodda og Kristínar á Kaffi Krók fyrir að vera styrktaraðili keppninnar. Einnig til Króksverks, ÓK gámaþjónustu og Slökkviliðs Skagafjarðar fyrir að útvega tæki og búnað og sömuleiðis til landeigenda að Garðssandi. „Þetta eru bestu aðstæður sem hægt er að komast í nú til dags. Allir keppendur og haldarar mjög ánægðir með að fá að nota hann,“ sagði Þórður að lokum. Næsta keppni er á endurbættri braut á Akureyri þann 12. sept. og verða tvö mót sama dag. Þá segir Þórður verða ljóst hver verður meistari í greininni. /BÞ Myndir: Mamma dreki á FB Gummi púki á bláa hjólinu setti Íslandsmet á mótinu. Baldur Haraldsson rallýkappi brosir út í eitt.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.