Feykir


Feykir - 27.08.2015, Page 10

Feykir - 27.08.2015, Page 10
10 32/2015 „Mikið sem mér fannst þessi hæll leiðinlegur“ Þorbjörg Rut Guðnadóttir á Hvammstanga -Þorbjörg Rut heiti ég og er fædd og uppalin á Raufarhöfn en skrapp hingað á Hvammstanga 1988 í sumarfrí og hef verið hér síðan enda skemmtilegur staður með skemmtilegu fólki. Hef alltaf haft yndi af allskyns handavinnu og í skóla voru mínar bestu stundir handa- vinnutímar hvort heldur sem það var smíði, útsaumur, prjón eða hekl. Hef heklað nokkur teppi og kjól á barnabarnið og er ég mjög stolt af því, einhvern veginn var ég búin að ákveða það að ég gæti ekki heklað eitt né neitt. Ég lærði að prjóna í grunn- skóla og prjónaði mína fyrstu lopapeysu í 7. eða 8. bekk en það tókst nú ekki betur til en það að snúist hafði upp á prjónlesið og mín komin upp að höndum þegar mamma komst í handverkið og auðvitað var allt rakið upp og mamma HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is prjónaði peysuna upp að höndum því ekki ætlaði ég sko að fara gera þetta aftur. Í dag er rakið upp ef sést minnsta villa og auðvitað byrjað upp á nýtt. En ég hafði góða kennara, bæði móður mína og svo ömmu mína og nöfnu, sem prjónaði ullarsokkana hægri vinstri og þurfti ég aldrei að hugsa um að prjóna sokka á börnin mín á meðan hún lifði. Áttum alltaf góðan lager frá henni en auðvitað varð ég að læra að prjóna sokka, amma gaf það ekkert eftir, en mikið sem mér fannst þessi hæll leiðinlegur annars voru þessir sokkar bara ágætir. Réttar dagskráin Prjónarnir koma alltaf sterkastir inn Ég fékk senda mynd í tölvupósti um daginn og var spurð hvort ég gæti prjónað ungbarnagalla svo ég skellti mér í það verkefni að útbúa uppskrift að sams- konar galla og á mynd. Svo fékk húfa að fljóta með í stíl fyrir frænku mína sem á von á kríli í haust. Tókst þetta verkefni bara ágætlega enda alltaf voða gaman að fá svona spennandi verkefni. Ég er nú svo skrýtin að ég þarf alltaf að vera með fleira en eitt verkefni í gangi. Þessa dagana hef ég verið að prjóna, ásamt fyrrnefndu verkefni lopaheilgalla og vettlinga á barnabarnið, vettlinga á tengdadótturina úr vettlinga- bókinni Gamlir og nýir vettlingar, peysu á elstu dótturina en uppskrift af henni er tekin af vefsíðunni Ravelry. com. Þar get ég gleymt mér tímunum saman að skoða og skipuleggja verkefni. Einnig fæ ég mikið af hugmyndum á Pinterest, endalaust hægt að safna og viða að sér allskonar útfærslum. Hef dundað við ýmislegt í gegnum árin enn alltaf koma prjónarnir sterkastir inn. Held að ég sé búin að prjóna á nánast alla í fjölskyldunni og laumast eitthvað handverk í alla pakka. Skora á Sólveigu Eiðsdóttur en hún er snilldar handverks- kona. Réttir á Norðurlandi vestra 2015 Eftirfarandi er réttardagskráin á Norðurlandi vestra: ----------------------------- Austur Húnavatnssýsla: Auðkúlurétt við Svínavatn Fjárréttir laugardaginn 12. sept., hefst kl. 08:00. Stóðréttir laugardaginn 26. sept., hefst kl. 16:00. Beinakeldurétt Fjárréttir þriðjudaginn 15. sept., hefst kl. 09:00. Fellsrétt Fjárréttir laugardaginn 5. sept. Fossárrétt Skagabyggð Fjárréttir laugardaginn 5. sept. Hlíðarrétt Fjárréttir laugardaginn 5. sept., hefst kl. 16:00. Kjalarlandsrétt Skagabyggð Fjárréttir laugardaginn 5. sept. Rugludalsrétt Fjárréttir laugardaginn 29. ágúst, hefst kl. 16:00. Skrapatungurétt Fjárréttir sunnudaginn 6. sept. Stóðréttir sunnudaginn 20. sept. Stafnsrétt Fjárréttir laugardaginn 12. sept., hefst kl. 08:30. Sveinsstaðarétt Fjárréttir sunnudaginn 13. sept., hefst kl. 10:00. Undirfellsrétt Fjárréttir föstudaginn og laugardaginn 11. – 12. sept., hefst kl. 12 og kl. 9:00. Stóðréttir laugardaginn 26. sept., hefst kl. 09:00. ------------------------------------------------- Skagafjörður: Stíflurétt Fljótum Fjárréttir föstudag 11. sept. Holtsrétt Fljótum Fjárréttir laugardag 12. sept. Hraunrétt Fljótum Fjárréttir fimmtud. 10. sept. Flókadalsrétt Flókadal Fjárréttir laugard. 12. sept. Stóðréttir 3. okt. Skálárrétt Hrollleifsdal Fjárréttir laugard. 12. sept. Unadalsrétt Hofsósi Fjárréttir laugardag 5. sept. og 12. sept. Stóðréttir föstudag 25. sept. Deildardalsrétt Deildardal Fjárréttir laugardag 12. sept. Stóðréttir föstudag 25. sept. Laufskálarétt Fjárréttir sunnudag 13. sept. Stóðréttir laugardag 26. sept. Selnesrétt Skaga Fjárréttir laugardag 5.sept. og 19. sept. Skarðarétt Gönguskörðum Fjárréttir laugardag 5. sept. Stóðréttir laugardag 19. sept. Sauðárkróksrétt Fjárréttir laugardag 5. sept. Staðarrétt Fjárréttir sunnudag 6. sept. Stóðréttir laugardag 19. sept. Stafnsrétt Svartárdal Fjárréttir laugardaginn 12. sept. Mælifellsrétt Fjárréttir sunnudag 13. sept. Hlíðarrétt Vesturdal Fjárréttir sunnudag 20. sept. Hofsrétt Vesturdal Fjárréttir laugard. 19. sept. Hreppaskil, mánudag 5. okt. ----------------------------------------------------- Húnaþing vestra: Hamarsrétt á Vatnsnesi Fjárréttir laugardaginn 12. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði Fjárréttir Laugardaginn 5. sept., hefst að morgni. Hvalsárrétt í Hrútafirði Fjárréttir laugardaginn 19. sept. Miðfjarðarrétt í Miðfirði Fjárréttir laugardaginn 5. sept. Valdarásrétt í Fitjárdal Fjárréttir föstudaginn 11. sept., hefst kl. 9:00 Víðidalstungurétt í Víðidal Fjárréttir laugardaginn 12. sept., hefst kl. 10:00. Stóðréttir laugardaginn 3. okt., hefst kl. 10:00. Þverárrétt í Vesturhópi Fjárréttir laugardaginn 12. sept. Þverárrétt í Vesturhópi Stóðréttir laugardaginn 26. sept. kl. 12:30. Haustið er á næsta leiti og senn líður að fyrstu réttum en þessir þjóðlegu og spennandi viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um allan landshlutann.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.