Feykir


Feykir - 10.12.2015, Qupperneq 8

Feykir - 10.12.2015, Qupperneq 8
8 47/2015 Upplestur á aðventu Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Góður rómur var gerður að kynningu og upplestri úr nýjum bókum í Heimilis- iðnaðarsafninu á Blönduósi sl. sunnudag en þá komu rithöfundar og heimamenn saman og lásu upp úr nýjum bókum sem komið hafa út í jólabókaflóðinu. Bjarni Guðmundsson kynnti og las upp úr bók sinni Íslenskir sláttuhættir og Sigrún Haraldsdóttir kynnti og las upp úr ljóðabók sinni Hvítir veggir. Þá las heimafólk upp úr tveimur öðrum bókum, annarsvegar Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal, sem Páll Þórðarson las upp úr og hinsvegar Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson, sem Stefanía Garðarsdóttir las uppúr. Áður en upplesturinn hófst afhenti Hlíf Sigurðardóttir, formaður Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi, tvö gjafabréf til Heim- ilisiðnaðarsafnsins, hvort um sig að upphæð kr. 25.000- til minningar um tvær félagssystur, þær Elísabetu Sigurgeirsdóttur og Margréti Ásmundsdóttur, en þær létust báðar með örstuttu millibili í nóvember síðastliðinn. Þær komu mikið við sögu og starf safnsins, Elísabet á upphafsárum þess en Margrét nú hin síðari ár. Í lokin sötruðu gestir súkkulaði og mauluðu smákökur og áttu notalega rabbstund, að sögn Elínar Sigurðardóttur safnstjóra, sem lét vel af mætingunni, miðað við að fresta hafði þurft upplestrinum vegna veðurs og ýmsir aðrir viðburðir voru í héraðinu þennan dag. /KSE Bjarni Guðmundsson frá Hvanneyri, kynnir bók sína Íslenskir sláttuhættir. MYNDIR: JÓHANNES TORFASON Að afloknum upplestri var höfundum og upplesurum afhent Vefnaðabók Halldóru. Frá vinstri - Bjarni Guðmundsson, Stefanía A. Garðarsdóttir, Sigrún Ásta Haraldsdóttir, Páll Þórðarson og Elín S. Sigurðardóttir, forstöðum. safnsins. þegar hann er að angra hana. „Ég sit stundum uppi í skóla og finn að það er eitthvað verulega að angra mig en tengi það ekki við höndina og að ég sé að drepast í henni. Kannski að ég ætti að fá mér verkjalyf?“ segir hún, hristir hausinn og heldur áfram: „Það er svo skrítið hvernig maður hugsar þetta öðruvísi, ef ég hefði verið komin með ælupest þá væri ég löngu farin heim en þegar þetta er höndin fatta ég það stundum ekki og harka af mér. Læknirinn spurði mig einu sinni hvort ég væri ekki bara með depurð af því ég er með stöðuga verki. Mér fannst það fráleitt í fyrstu en áttaði mig síðan á því að það var auðvitað málið.“ María lýsir því þegar hún var komin í algjört þrot fyrir skemmstu og brotnaði niður. „Verkjalyfin mín voru að klárast og ég fattaði ekki að þau væri í raun ekki að virka lengur. Mér gekk illa að læra og var alltaf að ströggla. Þá hringi ég upp á heilsugæslu og segi að ég þurfi lyfjaendurnýjun, hvort ég geti fengið símatíma hjá Héðni sem fyrst. Konan segir mér að koma á vaktina sama dag, Héðinn væri á vaktinni. Þennan dag vorum við stelpurnar búnar að kaupa okkur aukatíma í eðlisfræði. Ég er að drepast en fer í aukatímann og borga fyrir hann, gat samt ekkert skrifað og fékk að taka myndir af glósum vinkonu minnar. Mér leið ofsalega illa en fattaði ekki hvað væri í gangi. Fólk sér það venjulega ekki á mér þó ég sé mjög kvalin, foreldrar mínir fatta það oftast á skapinu á mér ef ég er eitthvað geðvondari en vanalega,“ segir María og brosir. „Ég fer fyrr úr aukatímanum til að fara á vaktina. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði eins og ég væri að fá taugaáfall, ég fer út í bíl og fer að hágráta, ég græt mjög sjaldan en þarna var ég bara búin á því. Þegar ég kem þangað, grátbólgin, sé ég skilti sem stendur: „Vaktin er full í dag, því miður engir tímar lausir.“ Ég stend þarna og finnst ég vera að fara yfir um og fer í afgreiðsluna. Konan býður mér inn fyrir þegar hún sér ástandið á mér.“ María segir Héðni ekki hafa litist á ástandið á henni og látið hana hafa sterk verkjalyf sem kallast OxyContin. Hún átti að taka hálfa töflu og ef hún virkaði ekki eftir tvo tíma átti hún að taka hinn helminginn. „Svæsnasti stingurinn fór eftir nokkra klukkutíma en ég var samt ennþá verkjuð. Héðinn var mjög hissa á því hve verkjuð ég sé orðin fyrst þetta lyf virkaði ekki á mig. Hann lét mig hafa næsta styrkleika sem ég er að taka í dag.“ Alltaf verið óvissa Aðspurð um hvernig hún sjái framtíðina segist María reyna hugsa sem minnst um það en viðurkennir að tilhugsunin um að verða öryrki hræði hana mest. „Stundum á mínum verstu dögum, þegar hugsanir mínar eru ekki mjög jákvæðar, þá hugsa ég með mér: „Til hvers er ég í skóla, ég mun hvort eð er ekki geta unnið við þetta eða gert neitt. Aðra daga þegar ég finn drifkraftinn þá hugsa ég: „Jújú María, hættu þessu, ekki hugsa svona,“ segir hún og brosir. María hefur nýlokið prófum og segist hafa gengið ágætlega þrátt fyrir allt saman og tekur eitt sjúkrapróf. Hún segist óska þess heitast að fá að komast í samskonar læknismeðferð og hún gekkst undir á barnsaldri í Svíþjóð en segir nöturlega upplifun hennar vera á þá leið að þegar hún hætti að vera krakki þá hafi hún fengið að standa úti í kuldanum og það sé lítill áhugi fyrir því að aðstoða hana. „Ég gæti vaknað á morgun með enga tilfinningu í hendinni eða ekki getað hreyft hana, ég býst við öllu. Ef ég fæ að komast í aðgerð þá gæti ég aftur orðið góð og þarf ekki lengur að vera á þessum verkjalyfjum. Svo veit ég ekki hvort það sé liðinn of langur tími og ég sé orðin of slæm og hvort hægt sé að ná þessu almennilega niður aftur. Ég hef í raun ekki hugmynd hvað er næst, þetta hefur alltaf verið svona óvissa,“ segir María að lokum. María á góðri stundu. Í Blönduhlíð lokaðist þjóðvegur eitt á milli bæjanna Sólheima og Miðsitju, þar sem á annan tug rafmagnsstaura brotnuðu og línan lá þvert yfir veginn. Fram kom í fréttum RÚV að umrædd lína hefði hingað til staðist flest veður, en þetta óveður þoldi hún ekki. Fyrir vikið var rafmagns- laust á fimmtán bæjum í sveit- inni. Upp úr kl. 14 á þriðjudaginn var búið að leggja hjáleið og opna fyrir umferð um veginn og var vegurinn vaktaður fram á kvöld. Rafmagn var komið á alla bæi um kl. 16 í fyrradag. Að sögn Steingríms Jónsson- ar deildarstjóra netreksturs RARIKS á Norðurlandi er um að ræða rafmagnslínu sem lögð var árið 1966. „Það er verið að meta hvort við gerum við línuna eða leggjum streng í jörð strax, þessi lína var í fyrsta flokki endur- nýjunar og átti að vera búið að endurnýja hana fyrir árið 2020.“ Aðspurður um fjárhags-legt tjón sagði Steingrímur að verið væri að taka það saman en sex til átta menn hefðu verið í viðgerðum allan þriðjudaginn, auk bilana- leitar um nóttina. Hjá Skagafjarðarveitum voru allar veitur inni en margar dælustöðvar keyra á varaafls- stöðvum, að sögn Indriða Þórs Einarssonar, framkvæmdastjóra veitu- og framkvæmdasviðs hjá Svf. Skagafirði. „Einhverjar truflanir voru á hitaveitunni í nótt og Fljótin duttu út vegna rafmagnsleysis, en þar er verið að koma kerfinu í lag þessa stundina,“ sagði Indriði í samtali við Feyki upp úr hádegi á þriðjudaginn. Húnavatnssýslurnar sluppu með skrekkinn „Það gekk allt vel hér í Húnaþingi vestra. Sveitin var í viðbragðs- stöðu, en við þurftum ekki að sinna neinum útköllum. Ég hef heldur ekki frétt af neinu tjóni,“ sagði Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna í samtali við Feyki á þriðjudaginn. Sömu sögu var að segja hjá Björgunarfélaginu Blöndu. Við fórum í útkall að Hnjúki í Vatnsdal í nótt. Þar sprakk hurð á fjósi og var einnig að fara á kálfafjósi. En þetta er að byrja hjá okkur núna,“ sagði Hjálmar Björn Guðmundsson. /KSE Stormurinn Diddú > framhald af forsíðu Skemmdir urðu á fjárhúsunum í Syðra-Vallholti. MYND: JÓNÍNA GUNNARSDÓTTIR

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.