Feykir - 27.04.2016, Síða 2
2 16/2016
Einn er sá fugl sem getið er um í Hávamálum og herjar
gjarnan á fólk eftir drykkjuskap. Sá kallast óminnishegri. Ef
ég man rétt var hann þó einkum skæður þeim sem sátu lengi
við drykkju og voru þar af leiðandi í lélegu dagsformi næsta
dag. En nú virðist sem þessi sami fugl hafa orðið samferða
frændum sínum farfuglunum, sem koma í hópum til lands-
ins á þessum árstíma. Virðist hann einkum herja á þá sem
fóru á eyðslufyllerí í kringum
hið títt nefnda ár 2007 og er sem
sú víma hafi ekki runnið af
þeim ennþá.
Reyndar rann all harkalega af
flestum okkar daginn sem Geir
bað Guð að blessa Ísland, enda
höfðum við nú kannski ekki tekið
jafn mikið á því í „fylleríinu“ eins
og þeir sem ennþá eru að jafna
sig. Það er sennilega þess vegna
sem við almúginn höfum ekki
fundið neitt aflandsfélag sem við mundum ekki eftir. Og trúið
mér, meðan aðrir hafi legið undir feldi og íhugað forsetafram-
boð, hef ég rótað í skúffum og skápum og leitað að týndum
fjármunum.
Uppskeran er reyndar tæplega erfiðisins virði því allt sem ég
hef haft upp úr krafsinu er þúsundkall í jakkavasa eftir síðasta
djamm. Að ógleymdum – já eða löngu gleymdum - hlutabréfum
sem skólabróðir minn frá fjölbrautaskólaárunum prangaði
einhvern tímann inn á mig fyrir fimmþúsund kall. Hefur sá
hinn sami líklega fundið upp Nígeríusvindlið, svo langt er orðið
síðan. En nafn hans er mér því miður gleymt og hef ég þó reynt
að fletta honum upp í heimavistarbókinni, í því skyni að benda
kollega mínum, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni á kauða. Svona
þegar hann verður búinn að blaða í gegnum Panamaskjölin.
Það hefur jafnvel hvarflað að mér að fljúga til Tortólu og
leita þar. Því er nefnilega þannig háttað á mínu heimili að ef ég
týni einhverju þá er fáum öðrum en mér sjálfri treystandi til að
leita að því á árangursríkan hátt. Sem er mjög óheppilegt því ég
týni gjarnan og gleymi hlutum. Því væri afar praktískt að geta
úthýst slíkum verkefnum. Þannig helst mér afar illa á eyrna-
lokkum, bíllyklum, farsímum, vettlingum og öðrum fyrirferðar-
minni staðalbúnaði. Veskið mitt minnir helst á svarthol, því það
sem fer einu sinni þar ofan í finnst yfirleitt ekki aftur. Heilu
yfirhafnirnar hafa jafnvel týnst úr minni eigu.
En peningum hef ég sjaldan týnt, enda skipta þeir yfirleitt
um eigendur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Með öðrum
orðum eru þeir gjarnari á að tortímast en að tortólast. Ég á því
ekki von að „Cashljósinu“ verði beint að mér eða mínum, að
minnsta kosti ekki vegna aflandsfjár. Eigur mínar hef ég heldur
ekki geymt í skattaskjóli, en ég lagði einu sinni bílnum mínum í
Sörlaskjóli. Skyldi það teljast með?
Kristín Sigurrós Einarsdóttir,
blaðamaður
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Óminnishegrinn Vonast er til að nýr hópur hefji nám næsta haust
Nemendur í Fisktækninámi við FNV lokaverkefni
Mánudaginn 25. apríl kynntu
nemendur í Fisktækninámi við
FNV lokaverkefni sín í rekstrar-
hagfræði þar sem nemendur
nýttu sér m.a. kunnáttu úr
öðrum áföngum námsins.
Nemendur hafa stundað
nám í áfanganum á
yfirstandandi vorönn undir
dyggri leiðsögn Helga Freys
Margeirssonar.
Námið er samstarfsverkefni
FNV, Farskólans, Fistækniskóla
Íslands og Fisk Seafood en þetta
er í fyrsta skipti sem þetta nám
er í boði í umsjón þessara aðila.
Vonast er til að nýr hópur hefji
nám næsta haust. /FB-síða FNV
Fylgjst með kynningum á lokaverkefnum. MYND: FB SÍÐA FNV
Blöndubrú
lagfærð í
sumar
Blönduós
Vegagerðin stefnir að
úrbótum á Blöndubrú í
sumar þar sem tekin verður
steypt stétt sunnan megin
af brúnni og brúargólfið
verður malbikað. Þá þarf
að breikka veginn sitt hvoru
megin við brúnna. Frá
þessu er sagt á vefsíðu
Blönduósbæjar.
Rætt var um áformaðar
lagfæringar á brúnni á fundi
sem fulltrúar Blönduósbæjar
áttu með svæðisstjóra
Vegagerðarinnar. Einnig var
rætt um lausagöngu búfjár
með þjóðvegi 1 og úrbætur í
þeim efnum. Vegagerðin mun
í sumar taka út girðingar
meðfram þjóðvegi 1 og koma
með tillögur til úrbóta í
kjölfarið. /KSE
Karlatöltið
komið til
að vera
Karlatölt Norðurlands
Karlatölt Norðurlands fór
fram á Hvammstanga á
laugardaginn. „Var það
samróma álit allra að
mótið hefði verið hið
glæsilegasta og sé algjör-
lega komið til þess að vera
um ókomna tíð,“ segir á
heimasíðu Hestamanna-
félagsins Þyts. Það voru
Elvar Logi Friðriksson og
Táta frá Grafarkoti sem
báru sigur úr býtum.
„Í höllinni var góð
stemming og skemmtu allir
sér vel við að fylgjast með
flottum körlum á glæsilegum
hestum. Þulurinn sá um að
halda stemmingunni léttri og
var almenn ánægja með
dómarana. Ekki leiðinlegt að
slíta vetrinum með svona
skemmtilegu kvöldi,“ segir
enn fremur í frétt á
heimasíðunni. Nánari úrslit
má finna á feyki.is undir
Hestar. /KSE
Fullt á frumsýningu
Fullkomið brúðkaup
Í Sæluviku sýnir Leikfélag
Sauðárkróks gamanleikinn
Fullkomið brúðkaup eftir Robin
Hawdon. Frumsýnt var fyrir
fullu húsi sl. sunnudagskvöld,
á opnunardegi Sæluviku, og
veltist salurinn um af hlátri.
Drepfyndinn og róman-
tískur gamanleikur, hraður,
fullur af misskilningi, framhjá-
höldum og ást. Leikritið segir
frá ungu fólki sem er að glíma
við ástina, verða ástfangið,
hætta að vera ástfangið og að
verða ástfangið af þeim sem þau
mega ekki vera ástfangin af.
Brúðkaupsdagurinn er runninn
upp. Brúðguminn vaknar með
konu sér við hlið. Hann hefur
aldrei séð hana fyrr. /BÞ
Fjögur sveitarfélög fá styrk
til ljósleiðaravæðingar
Norðurland vestra
Fulltrúar fjarskiptasjóðs,
nokkurra sveitarfélaga og
innanríkisráðherra skrifuðu í
síðustu viku undir samninga
um styrki fjarskiptasjóðs fyrir
uppbyggingu ljósleiðara í
sveitarfélögunum til að efla
fjarskiptasamband í dreifðum
byggðum sem markaðurinn
sinnir ekki.
Alls fá 14 sveitarfélög styrki
að þessu sinni til að tengja um
900 staði með ljósleiðara og um
200 staði með ídráttarröri fyrir
ljósleiðara. Meðal þeirra eru
Húnavatnshreppur, Sveitarfél-
agið Skagafjörður, Húnaþing
vestra og Blönduósbær.
Innanríkisráðherra sagði við
þetta tækifæri að uppbygging
fjarskiptakerfa utan markaðs-
svæða, og þá einkum ljósleiðara
í dreifbýli, væri eitt af mark-
miðum stjórnvalda sem fram
koma í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar. Undirbúningur
þessa verkefnis hefði staðið yfir
í nokkur misseri og nú hæfist
átakið af krafti. Ljósleiðara-
væðing tryggi íbúum í dreifbýli
öflugan netaðgang, styrki þróun
byggðanna, efli atvinnulíf og
geri þau betur í stakk búin til að
rækja hlutverk sitt.
Styrkupphæðir til hvers og
eins sveitarfélags eru mjög
misháar, allt frá rúmum fjórum
milljónum króna og upp í yfir
100 milljónir og markast af
fjölda staða sem tengja á og
umfangi verkefnisins. Gert er
ráð fyrir að vinna við
tengingarnar fari fljótlega af
stað enda hafa sveitarfélögin
þegar undirbúið verkið að
nokkru leyti. /KSE
Frá verðlaunaafhendingu í Karlatölti
Norðurlands. MYND: ÞYTUR