Feykir


Feykir - 27.04.2016, Blaðsíða 3

Feykir - 27.04.2016, Blaðsíða 3
16/2016 3 afhendir Sumardísinni veldis- sprota, sem var loftnetsstöng af bíl,“ útskýrir Lilla og hlær. Þegar í Félagsheimilið er komið eru einnig flutt skemmtiatriði og spilað bingó. Þá býður Lands- bankinn upp á sumarkaffi, vöfflur og kakó og segir Lilla hátíðarhöldin hafa verið með þessu sniði í þrjú ár. „Þetta situr svip sinn á bæinn. Við fengum gott veður þetta árið en ef við höfum verið í hríðargargi þá höfum við bara farið lítinn hring um bæinn. En það er alltaf stoppað fyrir utan sjúkrahúsið og sungið fyrir vistfólkið þar Nú er vetur úr bæ, og Nú er sumar, gleðjist gumar,“ segir hún. Lilla segir að yfirleitt séu nýir aðilar í hlutverkum Veturs konungs og Sumardísarinnar ár hvert. Í dag séu það yfirleitt nemendur úr 10. bekk sem fari með þau hlutverk. Fyrstu bekkingar eru svo með skikkjur, stelpurnar rauðar og strákarnir bláar, og fylgja Vetri konungi og Sumardísinni á vagninum. Fánaberar eru svo 10 til 11 ára krakkar. Lilla segist oft hitta fólk sem komið er yfir miðjan aldur sem minnist þess að hafa verið í einhverjum af þessum hlut- verkum. Það er sannarlega ánægjulegt að haldið skuli í þess hefð á Hvammstanga, sem líklegt verður að telja að sé einstök á landsvísu. „Ég er nú komin á níræðisaldur og geri nú lítið annað en sjá um að krakk- arnir séu klædd. Ég tek við föt- unum, geymi þau frá ári til árs og afhendi þau svo aftur, eins og þau eiga að vera, straujuð og fín,“ segir Lilla að lokum. Vetur konungur afhendir Sumardísinni veldissprota Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga „Það voru hérna læknishjón og ljósmóðir sem voru mjög áhugasöm um að fegra í kringum sjúkrahúsið og ég gekk í lið með þessum tveimur konum, Huldu Tryggvadóttur og Magneu Guðnadóttur, og við saumuðum búningana,“ segir Lilla aðspurð um upphafið að þessum sérstöku hátíðarhöldum á Hvammstanga, sem fyrst var efnt til árið 1957. „Fyrst voru Vetur konungur og Sumardísin á hestum, hún á rauðum hesti og hann á hvítum. Í seinni tíð hafa Vetur konungur og Sumardísin farið fyrir skrúðgöngunni á vagni sem dreginn er ýmist af bíl eða traktor,“ segir hún ennfremur. Búningarnir hafa hins vegar verið þeir sömu öll árin og segir Lilla að þá endast vel, enda ekki notaðir nema einu sinni á ári. „Fyrstu fötin á Vetri konungi voru bara hveitipokar en svo fékk hann nú nýrri föt seinna, það er það eina sem hefur breyst.“ Ágóðinn af skemmtununum rann lengi vel til þess að fegra kringum sjúkrahúsið og þar voru settar niður plöntur sem skiptu hundruðum, að sögn Lillu. Fyrstu árin var oft sett upp leikrit í tengslum við hátíðar- höldin. Þau breyttust svo með tíð og tíma og í nokkur ár fékk Kvenfélagið hátíðarhöldin í sínar hendur og einnig For- eldrafélag Grunnskóla Hvammstanga, Leikflokkurinn Hvammstanga, Ungmenna- félagið Kormákur og upp- skeruhópur Kormáks. Lilla hefur enn í dag umsjón með hátíðarhöldunum og nýtur styrks frá sveitarfélaginu til að standa straum af kostnaði við Félagsheimilið, en aðgangur að hátíðinni er ókeypis svo ekki er lengur um neinn ágóða að ræða. „Þegar komið er í félags- heimilið fer mannskapurinn upp á svið og Vetur konungur Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið við þau frá upphafi. UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Frá hátíðarhöldunum á Hvammstanga. MYNDIR: NORÐANÁTT.IS Feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Kvígur til sölu Burðartími ágúst – nóvember. Upplýsingar í síma 661 8818. Þann 25. apríl var stór stund hjá hinu nýstofnaða hesta- mannafélagi Skagfirðingi. Formaður þess, Guðmundur Sveinsson, og sveitarstjóri Skagafjarðar, Ásta Pálmadóttir, undirrituðu samning um upp- byggingu og viðhald reiðvega í sveitarfélaginu. Samningurinn er til fimm ára og leggur sveitarfélagið til 3.500.000 kr. á ári alls 17.500.000 kr. Skagfirðingur þakkar sveit- arfélaginu rausnarlegan stuðn- ing. /Fréttatilkynning Samningur til fimm ára Uppbygging og viðhald reiðvega Landssambandsfundur Soroptimistasambands Íslands fór fram í Menningar- húsinu Miðgarði um sl. helgi. Konur hvaðanæva af landinu fylltu húsið en fundurinn var með eindæmum fjölmennur, þangað komu um 220 konur. Helgin hófst með móttöku í Kakalaskála í Kringlumýri á föstudagskvöld. Þar tóku til máls Agnar Gunnarsson odd- viti Akrahrepps, Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitar- stjórnar Svf. Skagafjarðar og fleiri. Systurnar Ragnhildur Sigurlaug (9 ára) og Sigurbjörg Svandís (6 ára) Guttormsdætur frá Grænumýri í Blönduhlíð heill-uðu konurnar uppúr skónum með söng sínum. Landssambandsfundurinn var settur að morgni laugar- dags og stóð til kl. 16. Á milli hefðbundinna fundarstarfa tók Kvennaskórinn Sóldís nokkur lög og dr. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmda- stjóri Iceprotein hf. sagði frá starfseminni sem vakti mikla hrifningu. Um kvöldið var hátíðar- kvöldverður þar sem Gunnar Rögnvaldsson, Sigvaldi og Sóla skemmtu og stýrðu fjöldasöng yfir borðhaldi. Um kvöldið hélt Geirmundur Valtýsson uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Konurnar lýstu mikilli ánægju með glæsilegar mót-tökur og héldu glaðar heim á leið í blíðskaparveðri á sunnudag. Soroptimistar eru alþjóða- samtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim. /BÞ 220 konur funduðu í Miðgarði Fjölmennur Landssambandsfundur Soroptimista Fanney Ísfold Karlsdóttir, sjúkraþjálfari á HSN Sauðárkróki, stýrði hreyfingu gesta á milli dagskrárliða á fundinum. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.