Feykir


Feykir - 27.04.2016, Qupperneq 7

Feykir - 27.04.2016, Qupperneq 7
16/2016 7 nokkuð annað fólk, sjá ekki einu sinni bíla,“ segir hann og brosir. Aðspurður um hverju hann miðli til ferðamanna á göngu- ferðum yfir víðfeðmt há- lendislandslagið segir Arinbjörn það einna helst tengjast einhverju í sambandi við náttúruna, fuglalíf, fisk, gróður og þess háttar. Í hestaferðum segir hann oft á tíðum sögur sem tengjast réttum, svaðilfarir úr göngum og réttum. Claudia minnir hann á að einstaka draugasögur hafi fengið að flakka og vakið lukku hjá ferðamanninum og dulrænar sagnir, s.s. af raunum Reynis- staðabræðra. Þá rifjar Arinbjörn upp eina skemmtilega sögu frá sveitunga hans í Miðfirði. „Það var ein saga sem ég sagði alltaf þegar ég kom að ákveðnum kofarústum, frá karli hér úr sveitinni. Hann var einn á ferð með hundinn sinn um hávetur og gistir í kofanum. Hann heyrir einhver læti og sprettur á fætur og hundurinn ýlfrar. Hann hallaði sér upp að stoð í skálanum og fann styrk í stoðinni. Svo birti og hann hélt ferð sinni áfram en staðreyndin var að það var aldrei nein stoð í þessum skála. Þetta var náttúru- lega tóm lygi í karlinum,“ segir hann og hlær. Arinbjörn segir að það séu einmitt ræturnar til sveitarinnar sem virki aðlaðandi í augum erlendra ferðamanna, fremur en að skipta við ferðaþjónustu- fyrirtæki á kontór í Reykjavík. „Ég segi alltaf að stór þáttur sé að kynna lífstíl dreifbýlisins. Í upphafi leit maður alltaf á hestamennskuna sem útivist, síðan hélt maður áfram að vera með útivist án þess að vera með hesta. Útivist og náttúruupplifun, það er í öllum þessum ferðum sem við erum með.“ Ferðamennirnir dvelja tíu og hálfan dag að meðaltali Arinbjörn hefur löngum verið í góðu samstarfi við nærliggjandi bændur. Ferðin sem verðlaunuð var á dögunum var gönguferð í tengslum við réttir og þótti þátttakendum frá Nordis for- laginu mikið til þess koma í hve nánum tengslum þau voru við sveitafólkið í ferðinni. „Ég hef farið í göngur hérna alla mína tíð, er fæddur hér og uppalinn og þekki alla sveitungana. Ég held ég hafi fengið verðlaun fyrir það að ferðmennirnir fá að taka þátt í öllu saman, draga í dilka í Miðfjarðarrétt, sem er hérna rétt við hlaðið, ef þeir vilja og svo er farið á réttarball á eftir en það er innifalið í pakkanum. Ég segi alltaf öllum að þetta er ekki þjóðlagakvöld, fólk er ekki í þjóðbúningum, þetta er bara réttarball á Laugarbakka,“ útskýrir hann. Verðlaunin segir hann vissulega vera góða kynn- ingu fyrir fyrirtækið og gaman að fá slíka viðurkenningu. „Við erum líka með svokallaðar norðurljósaferðir, þá erum við að heimsækja bændur hérna í sveitinni. Fuglaskoð- unarferð þar sem við skoðum mófugla hér í kring og svo er farið í Látrabjarg. Við erum að fá hingað fólk sem er að eyða mikilvægasta tímanum af sumarfríinu. Þetta eru langir túrar sem við erum með, ferða- mennirnir eru tíu og hálfan dag að meðaltali hjá mér. Ég er með heilmikið af tólf daga ferðum, eitthvað af 14 daga ferðum og svo eitthvað af vikuferðum og eiginlega ekkert minna en það,“ útskýrir Arinbjörn. Stór hluti gestanna er að koma ítrekað, til að mynda þá segir Arinbjörn 60% þeirra sem koma í hestatengdar ferðir hafa verið áður, í öllum ferðum eru það um 40% sem hafa verið áður. Arinbjörn segir það hafa sína kosti og galla. Vissulega sé ánægjulegt að fá endurtekin viðskipti sem sé að sama skapi ákveðin gæðastimpill. Hins vegar getur það verið snúið þar sem þeim fylgir ákveðin krafa. Einnig sé talsvert um að eigendur hestabúa í Þýskalandi komi með vildargesti ásamt stórfjölskyldu. „Það er nánast á hverju ári sem slíkir aðilar koma til okkar. Þá eru þeir að virkja gamla viðskiptavini sem hafa keypt af þeim hross til að styrkja viðskiptaböndin.“ Slík viðskipti segir Arinbjörn vera góða kynningu og dýrmæt fyrir fyrirtækið hans. Gera út á þýsku- mælandi ferðamenn Þegar Arinbjörn er spurður út í framtíðina í ferðaþjónustugeir- anum segist hann hrein- skilnislega ekki ýkja bjartsýnn. Þar setji óstöðugleiki í gengis- málum strik í reikninginn en einnig sé starfsmannahald helsta vandamálið. „Við erum óheppi- leg stærð, fyrirtækið er of stórt til að vera bara tvö í þessu en of lítið til að ráða heilsársstarfsfólk. Við erum með einn heilsárs starfsmann, Rico Bittner, og er þetta sjötta árið sem við erum með mann í heilsársstarfi. Við þyrftum að koma uppi einum til viðbótar, en það dugar samt ekki. Þetta tekst alltaf fyrir rest en er ekki mjög auðvelt,“ segir Arinbjörn. „Við vinnum bara ofboðslega mikið,“ segir Claudia og hlær. Á hverju ári gefur Arinbjörn út bækling með upplýsingum um ferðir ársins, bæklingurinn er gefinn út á þýsku og sendur til um sex til sjö þúsund manns í pósti. „Ég byrjaði fyrir um 20 árum að safna heimilisföngum í póstlista hjá okkur. Fólk sem hefur annað hvort verið hérna eða sent fyrirspurnir. Ég hef gert þetta á hverju ári, fyrsta blaðið var eitt A4 árið 1985 og svo hefur það farið sístækkandi frá ári til árs,“ útskýrir Arinbjörn á meðan hann flettir í gegnum fallega myndskreytt rit, myndir úr ferðum hans í gengum árin. Bæklingunum dreifir hann sömuleiðis á hestasýningum í Þýskalandi, sem hann sækir tvisvar á ári, annars vegar Equitana, stórri sýningu í Essen, og hins vegar á sýningu í Hannover. „Bókanir í gistingu hjá okkur eru aðallega í gegnum Ferða- þjónustu bænda en í pakkaferðir eru þær nær eingöngu frá er- lendum ferðaskrifstofum, aðal- lega þýskum, svissneskum og aðeins frá hollenskum og einnig beint til okkar. Við gefum okkur út fyrir það að vera með þýsku- mælandi leiðsagnir. Leiðsögu- menn okkar eru annað hvort Þjóðverjar sem búa hérna eða Íslendingar sem kunna þýsku,“ útskýrir Arinbjörn. Hann segir ferðamennina vera áhugasama um líf þeirra og hagi á Íslandi. „Þau vilja vita um daglegt líf okkar hérna og ekki síst lífið hér í sveitinni. Í dreifbýlinu hér eru fimm kílómetrar á milli bæja og það er alveg einstakt í Evrópu,“ segir hann. Pálína tekur undir orð pabba síns en hún fær alltaf að fara í ferðir með for-eldrum sínum. „Þeir spyrja mig alltaf mikið um hvernig er í skólanum. Ég segi alltaf að ég sé með þriggja mánaða sumarfrí en það eru bara tvær vikur í Þýska-landi. Þeim finnst það merkilegt.“ Hún segist vel geta hugsað sér að taka við fjölskyldufyrirtækinu einn daginn en henni þykir ákaf-lega spennandi og skemmtilegt í ferðunum. „Pálína er ofboðslega góð að reka hross. Við förum alltaf með stóð með okkur í rekstur, hún og hundurinn vinna ofboðslega vel saman. Pálína kann þetta alveg,“ segir Claudia með bros á vör. Eftir ánægjulegt spjall yfir kaffibolla í yngsta hluta hússins að Brekkulæk kvaddi blaða- maður fjölskylduna á hlaðinu og hleypti þeim aftur í að sinna hrossunum og undirbúa anna- samt sumar. Pálína og heimilishundurinn fara með í ferðirnar. MYND: ÚR EINKASAFNI Rico, Arinbjörn, Pálína og Claudia fyrir framan bæinn. MYND: BÞ Úr réttarferðinni sem verðlaunuð var af Nordis forlaginu. MYND: ÚR EINKASAFNI Arinbjörn sæll á hestbaki. MYND: ÚR EINKASAFNI Ferðamaður dregur í dilka í Miðfjarðarrétt. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.