Feykir - 27.04.2016, Page 10
10 16/2016
Ný eldsmiðja
vígð í FNV
Það var margt um manninn í
Hátæknimenntasetri
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á miðvikudaginn í
síðustu viku til að fylgjast með
vígslu nýrrar Eldsmiðju í
skólanum. Enda hefur hennar
verið beðið með mikilli
eftirvæntingu í 16 ár, að sögn
Björns Sighvatz, kennara í
málmiðngreinum við skólann.
Þá hafa nokkrir jafnvel beðið
þess að komast á námskeið í
eldsmíði í tíu ár.
„Það er búið að ganga á ýmsu,
bæði skin og skúrir,“ segir Björn
hæstánægður með nýju
eldsmiðjuna. Í upphafi fékk
skólinn styrk frá fjórum
fyrirtækjum í bænum til að kaupa
verkfæri í smiðjuna; steðja, tangir
og afla, sem er eldstæðið. „Þetta
eru tvær skálar, við smíðuðum
borðið og steyptum í kringum
það. Ég fékk sérstaka steypu úti í
Steinull sem þeir nota í ofninn hjá
sér og þolir mikinn hita.“
Í smiðjunni eru fjórir steðjar.
Upphaflega segir Björn að
ætlunin hafi verið að vera með
sex steðja, sem hefði litið betur út
fyrir bókhaldið í námskeiðs-haldi,
en að það hefði ekki rúmast í
smiðjunni. „Það sem er nýtt í
þessu hjá okkur er að steðjarnir
eru boltaðir á járnrör niður í
gólfið, en það er útaf plássleysi. Ef
ég væri með trjáboli, eins og á að
vera, þá væri ekkert pláss fyrir
fólkið til að smíða,“ útskýrir
hann.
Þá segir Björn gaman að segja
frá því að það sé einungis 50 mm
þil sem skilur á milli eldsmiðj-
unnar, sem byggir á fornu
handbragði, og nýjustu CNC
hátæknivéla (Computer
Numerical Control). Það er því
óhætt að segja að skólinn bjóði
upp á breiðan skala í iðnmennt-
un. Smiðjan verður notuð sem
viðbót við kennslu í málmiðn-
greinum og Nýsköpunar- og
tæknibraut FNV, þar sem áhersla
er lögð á frumkvöðlastarf,
hönnun og listsköpun. Þar að
auki verður boðið upp á
námskeið í eldsmíði. „Það eru
einhverjir á tíu ára biðlista frá því
Einungis 50 mm þil skilur á milli eldsmiðjunnar og nýjustu hátæknivéla
Dreifikerfi raforku
verði í almannaeigu
Dreifikerfi raforku er ein af
grunnstoðum samfélagsins
eins og vegakerfið til
ferðalaga og flutninga. Til
þess að fara
með svo-
kallaða
eignarhluti
í þessu
almanna-
þjónustu
fyrirtæki
sem síðan
fékk nafnið
Landsnet voru hlutirnir
skráðir á orkuframleiðslu-
fyrirtækin í landinu sem voru
alfarið í opinberri eigu:
Landsvirkjun 65%, Rarik
22%, Orkuveita Reykjavíkur
7 % og Orkubú Vestfjarða 6%.
Hagnaður Landsnets nam 4
milljörðum króna 2015 og
eignaraðilar greiddu sér 400
milljónir króna í arð sem hefði
verið betur varið í að bæta
afhendingaröryggi raforku til
almennings og fyrirtækja í
landinu.
Áform um einkavæðingu
verður að stöðva
Á nýliðnum aðalfundi Lands-
nets lýstu bæði stjórnarfor-
maðurinn og iðnaðarráðherra
yfir vilja til að selja Landsnet og
að til greina kæmi að færa
eignarhaldið til einkaaðila. Geir
Gunnlaugsson stjórnarformað-
ur Landsnets sagði núverandi
eignarhald ylli tortryggni á
meðal viðskiptavina og að skapa
þyrfti tækifæri fyrir þá „til að
selja ríkinu, sveitarfélögum eða
fjárfestum hluti sína“. Hann
skýrði þó ekki þessa tortryggni
sína nánar eða í hvers umboði
hann talaði. Iðnaðarráðherra
vitnaði í nýlega skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um Landsnet,
þar sem segir að mikilvægt sé að
kanna „allar leiðir til að tryggja
og efla sjálfstæði Landsnets
gagnvart öðrum aðilum á raf-
orkumarkaði“. Jafnframt ræddi
hún á fundinum um laga-
setningu sem gæti gert það
mögulegt að einkavæða raf-
orkudreifinguna á Íslandi: „Ef
einhver þeirra vill selja hlut sinn
til einkaaðila eða opinberra
aðila þarf því að breyta lögum,“
sagði Ragnheiður Elín Árna-
dóttir.
Skipulagsvaldið
fært frá sveitarfélögum
til Landsnets
Alþingi samþykkti á síðasta ári
lög sem færa skipulagsvald
sveitafélaga við lagningu
háspennulína að kerfisáætlun
Landsnets. Greiðari leið er nú
að sniðganga vilja og hagsmuni
sveitarfélaga við lagningu há-
spennulína og þrengt er veru-
lega að sveitarfélögunum til að
hafa áhrif á legu háspennu-
strengja eða setja skilyrði um að
slíkar línur fari í jörð. Og það er
kerfisáætlun Landsnets sem
ræður för: „Sveitarstjórnum ber
við næstu endurskoðun aðal-
skipulags, og eigi síðar en innan
fjögurra ára frá samþykkt
kerfisáætlunar, að samræma
skipulagsáætlanir vegna verk-
efna í staðfestri tíu ára kerfis-
áætlun.“ Vafalítið mun þessi
lagasetning hækka virði fyrir-
tækisins á almennum markaði
og þau forréttindi að vera hafin
yfir skipulagsvald sveitarfélaga.
Þessi lagabreyting er greini-
lega undanfari einkavæðingar
Landsnets eins og ráðherrann
talaði svo fjálglega um.
Hagsmunir íbúanna
Draumur Landsnets um risa-
vaxnar flutningslínur í lofti um
þveran Skagafjörð t.d. hefur
einmitt strandað á andstöðu
heimamanna sem vilja ekki
þetta ferlíki yfir sig. Sömu
stjórnvöld og knúðu þessa
einstæðu lagasetningu í gegnum
alþingi síðastliðið vor ræða nú
þörfina á lögum sem gerir þeim
kleift að selja grunnnet raf-
orkudreifingar til einkaaðila.
Einkavætt Landsnet myndi
öðlast einokunaraðstöðu á
meginflutningi rafmagns í
landinu og jafnframt réttindi til
framkvæmda og aðgerða sem
eru hafin yfir lögsögu sveitar-
félaganna í landinu.
Bjarni Jónsson,
sveitarstjórnarfulltrúi VG og
óháðra Skagafirði
AÐSENT BJARNI JÓNSSON SKRIFAR
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
námskeið í eldsmíði var auglýst
fyrst en það gekk ekki upp. Nú
förum við bara að hringja í alla
sem eru á listanum og athuga
hvort þeir séu lifandi,“ segir
Björn kíminn.
Beate Stormo, Norðurlandameistari í eldsmíði, var fyrst til að prófa smiðjuna og
sýndi listir sínar. Henni leist afskaplega vel á og allt virkaði sem skildi. MYND: BÞ
Hafðu samband!
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is