Feykir


Feykir - 13.07.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 13.07.2016, Blaðsíða 9
27/2016 9 Makaskipti á Minjahúsinu og Aðalgötu 21-21a Sauðárkrókur Hátíðin sem gleður húnvetnsk hjörtu Húnavaka, bæjarhátíð og fjölskylduskemmtun Austur- Húnvetninga, verður haldin dagana 14.–17. júlí nk. „Hátíðin hefur skipað sér fastan sess hjá heimamönnum sem og brottfluttum Blönduósingum. Segja má að hátíðin sé nokkurs konar „reunion“ fyrir brottflutta Blönduósinga sem hafa sótt hana vel undanfarin ár sem og heimamenn og aðrir gestir, enda allir velkomnir á Blönduós,“ sagði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, annar umsjónaraðili hátíðarinnar, í samtali við Feyki. Þetta er fjórða árið sem þau systkinin, Kristín og Eysteinn Pétur, annast framkvæmd hátíðarinnar. „Húnvetningar hafa áratugum sam- an haldið Húnavöku en hún var hér á árum áður haldin á útmánuðum og því tengd árstíðaskiptunum. Húnavakan, sem þá stóð yfir í viku, ávann sér fastan sess í hugum Húnvetninga og annarra sem mjög vel heppnuð hátíð og margir gestir úr nærliggjandi héruðum komu til að njóta hennar með heimamönn- um.  Dansleikir voru mörg kvöld vikunnar, ásamt leiksýningum og allskonar uppákomum. Sjónleikir, kvikmyndasýningar, skemmtiþættir, hagyrðingakvöld, myndlista- sýningar, mælskukeppni, spurn- ingaþættir og fleira gladdi hún- vetnsk hjörtu hér á árum áður. Mikill metnaður var lagður í viðburðina og hafði undirbúningur fyrir suma viðburði staðið yfir allan veturinn. Segja má að Húnavakan hafi verið menningaruppskeruhátíð heimamanna þar sem veturinn var kvaddur og sumrinu fagnað,“ segir Ingibjörg um árdaga Húna- vökuhátíðarinnar. En tímarnir breytast og mennirnir með. „Húnavaka eins og hún var hér á árum áður varð barn síns tíma og með tilkomu annarrar afþreyingar eins og sjónvarps, myndbandstækja og tölva og aukins framboðs af skemmtunum og viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring lagðist Húnavakan af um tíma,“ segir Kristín. Því segist hún sjálf ekki eiga æskuminningar tengdar hátíðinni. „Húnavakan, sem haldin var hér á árum áður, var fyrir okkar tíma og því eigum við engar minningar frá þeim árum sem tengjast Húnavöku. En sem betur fer tókst að koma henni aftur af stað fyrir nokkrum árum síðan, nú á öðrum tíma og í öðrum búningi, í takt við nýja tíma.“ Sú hátíð bar fyrst heitið Matur og menning og varð síðar Húnavaka. „Þá var maður kominn á ungl- ingsárin og það helsta sem maður man eftir þá voru böllin, maður lætur sig nú aldrei vanta á Húnavökuball. Í seinni tíð þá hefur maður mætt á allar Húnavökur með fjölskylduna og reynir að taka þátt í allri þeirri dagskrá sem er í boði.“ Kvöldvakan í Fagra- hvammi hápunkturinn Kristín segir dagskrá Húnavöku með svipuðu sniði og síðustu ár, en þó séu alltaf einhverjar breytingar. „Bæjargrillið sem hefur verið haldið á fimmtudagskvöld í „gamla bænum“ höfum við fært á föstudagskvöld, fyrir framan Félagsheimilið. Blö-quiz var haldið í fyrsta sinn í fyrra við góðar undirtektir og verður það haldið í Félagsheimilinu á fimmtudagskvöld. Fyrirtækjadagurinn slær alltaf í gegn og skemmtilegt að segja frá því að þetta árið hafa tvö ný fyrirtæki bæst í hópinn. Við erum afskaplega þakklát með að fyrirtækin séu tilbúin að taka þátt og opna fyrirtæki sín fyrir gesti. Á laugardeginum verðum við með skemmtun á bæjartorginu ásamt markaðsstemn- ingu. Mikróhúnninn, söngkeppni barna, verður á sínum stað og að vanda eru glæsileg verðlaun í boði. Hápunkturinn er svo kvöldvakan sem haldin verður í Fagrahvammi en þar munu Lalli töframaður, Helga Braga og Frikki, sem stjórnar brekkusöng koma fram ásamt hljómsveitinni Á Móti Sól sem verður einmitt með stórdansleik í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið. Austur-Húnvetningadeildin 4x4 verður svo með tækjasýningu á laugardeginum, en það er nýr dagskrárliður á Húnavöku. Svo má ekki gleyma Heimilisiðnaðarsafninu sem verður opið alla helgina og með sérsýningu á laugardeginum. Textílsetur Íslands, Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á refli er líka opið alla helgina og Textílsetur Íslands verður með sýningu textíllistamanna á sunnudeginum. Þekkingarsetrið verður með nýjung á Húnavöku, en þau standa fyrir ratleik sem verður í gangi alla helgina, en allar upplýsingar er hægt að nálgast um hann í dagskrá Húnavöku og á Facebooksíðu Þekkingasetursins. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og hvetjum við alla til að mæta og hafa gaman,“ segir Kristín um fjölbreytta og skemmtilega dagskrá helgarinnar en allar upplýsingar er hægt að finna á Facebooksíðu Húnavöku og á Húnahorninu. Rautt þema í götugrillinu Þegar Kristín er spurð hvort það sé einhver dagskrárliður sem fólk eigi alls ekki að láta framhjá sér fara nefnir hún m.a. fyrirtækjadaginn á föstudeginum. „Gaman er að segja frá því að einhverjir heimamenn sem hafa tekið þátt í fyrir- tækjadeginum höfðu ekki hugmynd um að þessi fyrirtæki væru starfandi á Blönduósi, hvað þau eru að framleiða og bjóða upp á. Því hvetjum við alla gesti og heimamenn líka að nýta sér þetta og kíkja við. Svo finnst mér alltaf sjarmi yfir bæjargrillinu og finnst svolítið „möst“ að heimamenn taki þátt og komi með gesti sína með sér og taki þátt í þessari gleði. Þetta ár ákváðum við að hafa rautt þema í grillinu og vonumst við til að sjá sem flesta rauðklædda. Einnig hvetjum við fólk til að skreyta hjá sér í sameiginlegum lit sem er rauður, held það setji skemmtilegan sjarma á bæinn og fólk sameinist við að gera sitt nærumhverfi sem flottast. Svo verður maður nú alltaf að fara á ball og hitta „alla“.“ Systkinin Kristín og Eysteinn hvetja alla til að koma á Húnavöku og vilja koma þakklæti til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem hafa stutt vel við bakið á þeim með ýmsum hætti síðustu ár. Húnavakan er um helgina UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Frh. af bls. 6. Ef allt gengur að óskum, og fjármagn fæst til rannsóknarinnar, hefst fornleifaupp-gröftur að Þingeyrum næsta sumar og verða þá 15-20 manna hópur þar við rannsóknir að grafa upp klausturkirkjuna, sem Steinunn áætlar að tæki um þrjú sumur. Í framhaldinu yrðu skoðaðar frekari rannsóknir á klaustrinu og kirkjugarðinum en ætla má að slík rannsókn yrði áratugaverkefni. Það eru landeigendurnir Ingimundur Sigfússon, landeigandi og fyrrverandi sendiherra, og Valgerður Valdsóttir eiginkona hans sem eiga frumkvæðið að stofnun Þingeyraverkefnisins. Auk þeirra sitja í stjórn verkefnisins; Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnar og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru Egill Erlendsson, lektor í landfræði við HÍ sem stýrir vistfræðirannsóknunum og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu en hann verður í forsvari fyrir rannsóknum á sagnamenningu miðalda, en í Þingeyraklaustri var Flateyjarbók rituð og ýmis fleiri íslensk handrit. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti sl. fimmtudag að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Minjahúsinu að Aðalgötu 16b og Aðalgötu 21-21a, þ.e. Gamla samlaginu að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Gránu, með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Í fundargerð kemur fram að byggðarráð samþykkir makaskiptin með fyrirvara um gerð og samþykkt samnings þar um. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í stefnumótunarvinnu varðandi framtíðarskipulag og nýtingu húsnæðisins. „Minjahúsið Aðalgata 16b er 651fm, Aðalgata 21- 21a er 1200fm, því felast mikil tækifæri í makaskiptunum enda núverandi húsnæði Minjasafnsins á Sauðárkróki orðið of lítið og mjög óhentugt undir starfssemina,“ segir í fundargerð. Samþykkt var að boða Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins til fundar um næstu skref. /BÞ Kristrún Ósk Sigurðardóttir í útibúi Sauðárkróksbakarís sem opnað var í Varmahlíð í lok júní. MYND: KSE Ingimundur Sigfússon segir frá rannsókninni á Þingeyrum. Myndi Guðmundur St. Sigurðarson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.