Feykir


Feykir - 22.12.2010, Page 14

Feykir - 22.12.2010, Page 14
14 Feykir 48/2010 Í heildina litið gott ár Við byrjum á að rýna í veðurfar fyrir árið 2011, því veðrið spilar svo stórt hlutverk í lífi okkar hér á norðurslóðum. Upp úr áramótum verður rysjótt veður en án stórvirða. Síðari hluti Þorra verður hvassviðra- og umhleypinga- samur. Góa grimm á köflum. Einmánuður úrkomu og um- hleypingasamur. Með Hörpu og hækkandi sól fremur þurrt, en kalt. Skerpla boðar hlýindi og hagstætt sauðburð-arveður, gróður í góðu meðallagi. Sumarið misjafnt að gæð- um. Síðari hluti júní kaldur en þurr. Júlí sólríkur. Ágúst vot- viðrasamur, en hauststillur seint í september og fram í október. Síðan votviðri og kalsamt og því miður virðist veturinn ganga fyrr í garð en undanfarin ár. VÖLVUSPÁ – SPÁKONUARFS Á SKAGASTRÖND 2011 Veðurfar Það verður áfram einhver óróleiki og jörð skelfur á nokkrum stöðum en þó aðallega á suðvesturhorni landsins einkum fyrri hluta árs og fram á vorið. Ekki mun þó vera um stóra skjálfta að ræða og litlar líkur á eldgosi. Katla heldur allavega alveg ró sinni þetta árið. Náttúruhamfarir Feykir fékk spákonurnar sem tengjast Spákonuarfi á Skagaströnd til þess að rýna í spil, rúnir og hvað það er sem notað er til spádóma en útkoman var völvuspá ársins 2011 en árið mun samkvæmt spám verða í heildina litið betra en búist hafði verið við. Þó sjá spákonurnar stjórnarslit, smáskjálfta og slæmt gengi í handbolta og Eurovision. Nýr borgarstjóri, heimakær forseti, fyrsta mál hins sérstaka fer fyrir dóm og svona mætti áfram telja. En við skulum gefa spákonunum orðið. Það verður velgengi í ferðaþjónustunni og aukning gesta sem sækja landið heim enda Ísland ákjós- anlegur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn. Landinn verður þokkalega duglegur að ferðast innanlands. Það á líka við á okkar land-svæði allavega yfir hásumarið en dregur úr undir haust. Þó verður enn mjög fjölsótt í norðlenskar réttir. Hrossapestin er í rénun, en þó mun hún valda vandkvæðum áfram hjá hestamönnum og hestum þeirra ef ekki er varlega farið. Enn þarf að gæta að smitleiðum, ef Landsmót hestamanna á að verða veglegt. Ferðasumar MYND / HELGI ALFREÐSSON Ekki getum við lofað góðu gengi í Eurovision, kannski stefnir í 16. sætið, en eins og allir vita skiptir mestu máli að vera með. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í eldlínunni á HM nú í byrjun árs í Svíþjóð og verða gerðar miklar væntingar til liðsins. En eins og svo oft áður eru það of miklar væntingar, enda er krafan nú orðin um gullið eftir silfur og brons á síðustu stórmótum. En ekki sýnist okkur gullið vera í hendi og frekar lágt risið á okkar mönnum. Minnum samt þjóðina á að við verðum að standa við bakið á strákunum okkar í blíðu og stríðu. Eurovision / Handbolti Það lítur út fyrir að áfram muni hrikta í stoðum kirkjunnar ekki síst eftir að sannleiksnefnd hennar hefur farið ofan í saumana á „biskupsmálinu“ svokallaða. Biskup Íslands á örðuga daga og mun þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og líklega draga sig í hlé innan tíðar. Áður en langt um líður, mun kona setjast í biskupsstól. Önnur trúfélög verða líka mikið í brennidepli sérstaklega um mitt sumar og sjáum við Krossinn sterkt í því samhengi, þar verður uppgjör og ekki sjáanlegt að Gunnar snúi afur til starfa. Kirkjan og trúmál Atvinnuleysi verður á svipuðum nótum áfram og eykst frekar í byrjun árs, en fer þó heldur minnkandi er líður á haustið. Þrátt fyrir að flestir kjarasamningar séu lausir nú um áramót er ekki sýnilegt að samningar verði hinum almenna launa- manni að miklu gagni og togstreita og erfiðleikar verða kringum kjaramálin. Greinileg merki eru um að undirbúnings- vinna fyrir álver hefjist í sumar, trúlega á Bakka við Húsavík. Aflabrögð til sjávar verða þokkaleg fram undir vor, en sumarið mun valda vonbrigðum. Haustið verður aftur á móti aflasælt. Atvinnumál Menningin mun blómstra sem aldrei fyrr á þessu ári, greinilegt að það er mikil gerjun í gangi um allt land hjá fólki á öllum aldri. Lítil sprotafyrirtæki í þessum geira munu að skila ótrúlega miklu fyrir land og þjóð. Við sjáum hönnuði, kvikmyndagerðarmenn og tónlistarfólk fá viðurkenningar á erlendurm vetvangi og hefja útrás sem aldrei fyrr. Tónlistarhúsið Harpan verðu tekin í notkun með stæl og virðist sem sumir muni geta gleymt, alla vega um sinn, hvað dýrðin hafi kostað þjóðina og tekið þátt í gleðinni. Samt mun einhvern skugga bera á, þar sem ekki verða allir sáttir innan menningar-„elítunnar“ með þá starfsemi sem fær þar inni. Menningin Stjórnlagaþing mun leggja fram drög að nýrri stjórnarskrá, en það tekur tímann sinn, því ekki verður sú eining innan þingsins sem menn vonuðust til og töluðu fyrir. En það er ekki nóg, því ekki verður annað séð en að þessi nýju drög muni svo sitja föst í meðferð Alþingis og komast ekki í gagnið á næstunni. Hvorki gengur né rekur í Evrópu- sambands-aðildarviðræðum og virðist málið heldur ekki brenna á þjóðinni og með vorinu kemur eitthvað uppá sem veldur stífni milli samningsaðila og allar viðræður fara á frost. Þrátt fyrir að nýr samingur um Iceave hafi litið dagsins ljós er þetta Iceave mál langt frá því að vera í höfn og verður karpað um málið enn á ný í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að þjóðin fái að kjósa enn og aftur þar sem okkur sýnist að forsetinn ætli að halda í fyrri hefðir varðandi þetta mál. Stjórnlagaþing / Evrópusamband / Icesave MYND frá ÓSKARI PÁLI

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.