Feykir


Feykir - 22.12.2010, Qupperneq 24

Feykir - 22.12.2010, Qupperneq 24
Segja má að um áramót líði karlmanninum vel þar sem hann fær útrás fyrir sinni fábreytilegu þörf; éta, sofa, fikta og láta fjölskylduna stjana við sig. Feykir sendi nokkrum Norðlendingum póst og forvitnaðist um þeirra áramót. Áramótin mín Hvernig eru hefðbundin áramót hjá þér? -Nú þau eru líkt og hjá flestum í faðmi fjölskyldu og ættingja, nú í ár verður engin breyting á nema tengdafjölskyldan bætist í hópinn, þannig það verður þétt setið hjá okkur hjónum. Strengir þú áramótaheit? -Hef nú ekki verið að eyða púðri í það, hét mér fyrir tveimur árum að ná sáttum við vigtina en þær samningaviðræður runnu út í sandinn. Kaupir þú flugelda? -Hef gert það undanfarin ár, þó aðallega terturnar, en var svo rækilega skotinn niður af nágrönnunum í fyrra að ég held ég láti þeim þetta að mestu eftir í ár. Einhver góð áramótasaga? -Þær eru nú nokkrar til frá því í æsku en tel ekki rétt að þær líti dagsins ljós á prenti, oft má saltkjöt liggja eins og sagt er. Hvað sérðu fyrir þér í áramótamatinn? -Matseðillinn hefur nú ekki verið endanlega ákveðinn, þó stefnir í hamborgarahrygg og kalkún. Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist á árinu? -Tvímælalaust er við konan mín giftum okkur í lok ágúst. Hvernig heldur þú að nýtt ár verði? -Þjóð- félagslega séð held ég að árið verði ekki átakalaust en persónulega hlakka ég mjög til ársins, við eigum von á barni í byrjun apríl svo það er ekki annað hægt en brosa framan í komandi ár. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lok árs? -Er ekki rétt að vera með smá háð og þakka útrásarvíkingum fyrir sinn þátt í að endurvekja gömlu gildin hjá þjóðinni, finnst fólk hafa vaknað af værum blundi og áttað sig á hvað gerði okkur að hamingjusamri þjóð. Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri og hestasveinn á Hvammstanga... ...var rækilega skotinn niður af nágrönnunum í fyrra Hvernig eru hefðbundin áramót hjá þér? -Vikan fyrir áramótin snýst mikið um flugeldasöluna og einnig uppsetningu á flugeldasýningu sem við í Björgunarfélaginu Blöndu erum með ásamt áramóta- brennu að kvöldi g a m l á r s d a g s . Gamlársdagur hjá mér fer aðallega í lokasamsetningu flugeldasýningar. Við byrjum svo um átta leytið að koma sýningu á staðinn og ljúka við að tengja rafmagn á hvellhettur og síðan er brenna og sýning kl: 20.30 um kvöldið, þegar sýningu er lokið þarf að þrífa allt dótið og sinna öðrum frágangi og reynt að komast heim fyrir áramótaskaup, (missi nú alltaf af byrjuninni). Að þessu loknu er reynt að slappa af hjá vinum og fjölskyldu eitthvað fram yfir miðnætti. Nýársdagur fer yfirleitt í langþráða hvíld. Strengir þú áramótaheit? -Nei ekki lengur, gat aldrei staðið við þau. Kaupir þú flugelda? -Já alltaf eitthvað. Að sjálfsögðu kaupi ég af minni björgunarsveit, ég hef mest gaman af kraftmiklum og skrautlegum tertum, ætli ég fari ekki með svona tuttugu til þrjátíu þúsund í flugeldakaup. Einhver góð áramóta- saga? -Man ekki eftir neinni í augnablikinu Hvað sérðu fyrir þér í áramótamatinn? -Et allt sem að kjafti kemur, alltaf gott að gúffa í sig feitu lambi. Heh.. Hvað var það skemmti- legasta sem gerðist á árinu? -Allir hlutir eru misjafnlega skemmtilegir en það skemmtilegasta var að fá heilbrigt og skemmtilegt barnabarn í heiminn. Hvernig heldur þú að nýtt ár verði? -Yndislegt. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lok árs? - Ég óska lesendum Feykis og landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar, og farið varlega með flugeldana um áramótin, sem þið kaupið vonandi af björgunarsveitunum. Jón Jóhannsson björgunarsveitarmaður á Blönduósi... ...fer með tuttugu til þrjátíu þúsund í flugeldakaup Hvernig eru hefðbundin áramót hjá þér? -Hefðbundinn gamlársdagur byrjar á að klára að tengja flug- eldasýninguna fyrir kvöldið. Skotist í mat kl. 18:00, mætt aftur eftir að hafa rennt niður steikinni, til að allt sé á réttum tíma fyrir sýningu. Eftir sýningu er glápt á skaupið og svo er brunað út til að gera klárt fyrir sýningu á miðnætti. Strengir þú áramóta- heit? -Já, fyrir mörgum árum strengdi ég þess heit að strengja ekki áramótaheit og hef staðið við það! Kaupir þú flugelda? -Já, ég kaupi flugelda ásamt fleirum af björgunarsveitinni og því er skotið upp í sameiningu á miðnætti. Þar sem við erum með sýningarleyfi þá eru tívolíbombur í uppáhaldi. Einhver góð áramótasaga? -Fyrstu áramótin hjá tengdó þegar ég fékk mér rjóma úr rjómasprautu (þessar með gashylkinu) í súkkulaðibollann og vísaði sprautunni eitt- hvað á ská og skaut öllu úr bollanum framan á mig og yfir borðið. Hvað sérðu fyrir þér í áramótamatinn? -Léttreyktur lamba- hryggur og ís með skaupinu. Eftir miðnætti er ekta heitt súkkulaði og meðlæti hjá tengdó. Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist á árinu? -Fór í ferðalag á hálendið, fyrir utan árlegt SofÉt! Hvernig heldur þú að nýtt ár verði? -Harla gott. Haraldur Ingólfsson áramótasprengjusérfræðingur á Sauðárkróki... ...skaut öllu úr bollanum framan á sig Hvernig eru hefðbundin áramót hjá þér? -Hjá mér er borðaður góður matur með fjölskyldunni og örlítið skotið upp af flugeldum fyrir börnin. Strengir þú áramótaheit? -Stundum, ekkert venjubundið hjá mér. Kaupir þú flugelda? -Já, kaupi nokkra flugelda af björgunarsveitinni. Einhver góð áramótasaga? Sem betur fer hafa ekki verið neinar hrakfarir hjá okkur nema þá kannski þegar Rökkvi frændi minn sendi Laugu á Ábæ og fjölskyldu flugeldana yfir götuna. Gleðin er alltaf mikil þó ég muni nú fáar sögur. Mér detta þá helst í hug áramótin sem við bjuggum í Tyrklandi en komum heim í frí. Ég ákvað að safna skeggi í fyrsta skipti eins og sannur Tyrki og til að sjokkera fjölskylduna enn frekar þá litaði ég það kolsvart. Það vakti mikla lukku en vegna fjölda áskorana ætlaði ég að raka það af áður en farið var á „barinn“ um áramótin. Þegar ég var búin að raka yfirvaraskeggið öðru megin þá ákvað ég að skilja restina af því eftir og rakaði helminginn af hökunni líka og annan vangann. Þetta vakti lukku á mínu heimili og áskoranir héldu áfram og nú var ég beðinn um að fara svona útlítandi út á lífið. Ég lét til leiðast en þar sem ég er ekki þekktur fyrir að láta eins og fífl (Það er Sverrir bróðir sem sér um það) þá létu allir sem þeir sæju ekkert athugavert við mig og það minntist ekki kjaftur á skeggið á mér... kannski allir hafi haldið að þetta væri tyrknesk tíska. Hvað sérðu fyrir þér í áramótamatinn? -Við fjölskyldan erum yfirleitt með kalkún um áramótin. Mismunandi eftirréttir en Créme brulée er eftirlæti. Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist á árinu? -Eignaðist lítinn engil sem heitir Kári Rafnar. Hvernig heldur þú að nýtt ár verði? -Það verður væntanlega mjög áhugavert ár fyrir margar sakir, mikið að gerast í þjóðfélaginu og vonandi á jákvæðum nótum fyrir Íslendinga. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lok árs? -Ég óska öllum sveitungum mínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Frá vinstri: Eiríkur, Eyjólfur og Sverrir. Eyjólfur Sverrisson Króksari og landsliðsþjálfari U21... ...eignaðist lítinn engil sem heitir Kári Rafnar 24 Feykir 48/2010

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.