Feykir - 14.04.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 15/2011
Skagfirskt hveiti
slær í gegn
Líflegt á höfninni á þriðjudag
Skagfirska hveitið, sem
selt er til fjáröflunar fyrir
ferð unglinga úr
frjálsíþróttadeild Tindastóls
á Gautaborgarleikana í
sumar, fæst nú í hentugum
sérsaumuðum
geymslupokum.
Sauðárkróksbakarí er farið
að baka úr því líka.
Þeir sem vilja prófa að baka úr
hveitinu frá Stóru-Ökrum og
styrkja um leið þetta
bráðefnilega unga íþróttafólk
úr Skagafirði geta nálgast poka
hjá Herdísi í Kompunni á
afgreiðslutíma verslunarinnar,
virka daga milli kl. 13 – 18.
Pokinn kostar 1900 kr. og
inniheldur 2 kg af hveiti, en
síðan er hægt að kaupa
áfyllingar á pokann. Allur
ágóði rennur í ferðasjóð
frjálsíþróttakrakkanna.
Hveitið slær í gegn því nú
býður Sauðárkróksbakarí upp
á úrvals brauð bakað upp úr
þessu skagfirska hveiti og eru
allir hvattir til að prófa
tandurhreina skagfirska
framleiðslu.
–Þetta verður ekki meira
spennandi, að fá hveitið beint
af akrinum, segir Róbert bakari
en tilraunir hafa staðið yfir að
undanförnu með baksturinn
og hefur tekist vel til.
Skagfirska hveitið, sem selt er
til fjáröflunar fyrir ferð
unglinga úr frjálsíþróttadeild
Tindastóls á
Gautaborgarleikana í sumar,
fæst nú í hentugum
sérsaumuðum geymslupokum.
Sauðárkróksbakarí er farið að
baka úr því líka.
Það var mikið um að vera
við Sauðárkrókshöfnina á
þriðjudagsmorgun en þá
lágu þar þrír togarar,
rækjuveiðiskip og
flutningaskip og var unnið
hröðum höndum við að
landa og þjónusta þau á
sem bestan hátt.
Flutningaskipið Laxfoss kom í
gær með um 2000 tonn af
svokölluðum Skeljungsáburði
sem Eymundur bóndi og
athafnamaður frá
Bændaþjónustunni í Saurbæ
höndlar með.
Örvar HU-2 landar nú þorski
sem fer í vinnslu hjá Fisk
Seafood og Málmeyjan kom
með um 15 þúsund kassa af
frystum fiskafurðum, mest
ufsa eða um 5800 kassa, 4100
kassa af karfa, 2700 kassa af
þorski, 1600 af ýsu og smotterí
af öðru.
Í morgun kom Klakkur að
landi með sinn mesta
rækjufarm á árinu eða um 35
tonn og Grímsnesið úr
Grindavík kom með 107 kör
eða um 20 tonn af rækju.
Rækjuna sækja bátarnir norður
af landinu og fer hún í vinnslu
hjá rækjuvinnslunni Dögun á
Sauðárkróki.
Líflegt við höfnina. Fremst er Grímsnesið þá Örvar, Málmey, Klakkur og loks Laxfoss. Við Syðri-bryggju liggur Röstin en hún hefur ekki verið notuð
til rækjuveiða síðan árið 2007.
Ný jarða- og ábuðarlög
Skagafjörður Skagafjörður
Til eflinga sveita
Jón Bjarnason, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra
hefur lagt fram til almennra
athugasemda drög að
frumvarpi til nýrra jarða- og
ábúðarlaga þar sem horft er
til fæðuöryggis, skynsam-
legrar landnýtingar, eflingar
búsetu í sveitum og mögu-
leika til nýliðunar í land-
búnaði.
Umrætt frumvarp sem er
breyting á jarðalögum nr.
81/2004 og ábúðarlögum nr.
80/2004 hefur nú verið birt á
vef sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytis. Það hefur
jafnframt verið sent hags-
munaaðilum til umsagnar.
Frestur til athugasemda og
umsagna við frumvarpið er til
27. apríl.
Forsaga frumvarps þessa er að
vinnuhópur um endurskoðun
jarða- og ábúðarlaga var
upphaflega skipaður með bréfi
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, dags. 21. ágúst 2009.
Í erindisbréfi sem tekur meðal
annars mið af samstarfsyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarflokkanna
og skýrslu nefndar um land-
notkun sem skilaði af sér áliti í
febrúar 2010 er vísað til þess
að þörf sé á að skerpa á
skynsamlegri landnýtingu
með tilliti til fæðuöryggis
þjóðarinnar og eflingu búsetu
í sveitum landsins.
Óskað er umsagnar á
frumvarpi þessu, svo sem
ábendingar eða athugasemdir
um efni frumvarpsins. Frestur
til að skila umsögnum er til
27. apríl 2011.
Athugasemdir skulu sendar
bréflega á sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið eða
netfang ráðuneytisins:
postur@slr.is
Vísnakeppni Safna-
húss Skagfirðinga
Safnahús Skagfirðinga stendur fyrir
vísnakeppni nú í aðdraganda Sæluviku
Skagfirðinga. Fyrsta vísnakeppni
Safnahússins var haldin árið 1975 að
frumkvæði Magnúsar Bjarnasonar
kennara og minningarsjóðs hans.
Keppnin verður með sama sniði og undanfar-
in ár og er tvíþætt. Annars vegar eru hag-
yrðingar beðnir að botna fyrriparta en hins
vegar yrkja vísu um ákveðið viðfangsefni. Nú á
síðustu og verstu tímum eru kærkomin
hverskonar heilræði og ráðleggingar. Því skal
viðfangsefnið að þessu sinni vera Heilræði.
Síðan skal kljást við eftirtalda fyrriparta:
Ef ég mínu kvæði í kross
kannski bráðum vendi.
Hugsun öll er horfin brott,
hausinn virkar lítið.
Síðan koma tveir fyrripartar með innrími þar
sem viðfangsefnið eru úrslit nýafstaðinnar
þjóðaratkvæðagreiðslu. Og til að gefa báðum
fylkingum jafna möguleika þurfa þeir að vera
tveir:
Ef að þjóðin ekki lætur
ólög bjóða sér að þola
Hefðum betur hörðum kostum játað,
höfnun setur oss í mikinn vanda.
Verðlaun eru í boði Sparisjóðs Sauðárkróks:
20.000 fyrir besta botninn og 20.000 fyrir bestu
vísuna.
Vísur og botnar verða að hafa borist
Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi, 550
Sauðárkróki fyrir föstudaginn 29. apríl n.k.
Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar
dulnefni en rétt nafn og símanúmer fylgi með
í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda
vísur og botna í tölvupósti á netfangið:
skjalasafn@skagafjordur.is og verður þá
viðkomandi höfundi gefið dulnefni áður en
vísunar fara til dómnefndar.
Menning