Feykir


Feykir - 14.04.2011, Blaðsíða 5

Feykir - 14.04.2011, Blaðsíða 5
 15/2011 Feykir 5 Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ ) Nafn: Jóhann Helgason. Heimili: Kaplaskjólsvegur 93, 107 Reykjavík. Starf: Rafvirki. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Það mun vera Arsenal sem ég byrjaði að halda með þegar ég var 7 ára þegar þeir unnu Evrópukeppni bikarhafa. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já það hefur komið fyrir að menn séu eitthvað að rífa sig, aðallega United-menn og svo Liverpool-menn, en það heyrist nú eitthvað minna í þeim núna, maður er mest í því að hughreysta þá um þessar mundir. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er Thierry Henry sem stendur upp úr í því vali þó svo að Nigel Winterburn sé stutt á eftir honum. Henry var ótrúlega góður þegar hann spilaði með Arsenal og erfitt að hrífast ekki af honum. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Ég skammast mín fyrir að þurfa að svara þessu neitandi, en eini leikurinn sem ég hef farið á í ensku var á Anfield árið 2008 í fimmtugs afmælisferð Munda tengdapabba. Ég hlýt nú að fá plús í kladdann fyrir það. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já ég á náttúrulega búning og svo trefil, húfu, glös, könnu og sitthvað fleira. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Mér tókst nú að bjarga Óskari bróður af villigötum en hann byrjaði að halda með Liverpool, einhver vitleysa sem hann hafði eftir pabba. En hins vegar þurfti Sigrún systir enga hjálp og er hörð stuðningskona Arsenal á meðan mamma er frekar hlutlaus í þessum málum. Hins vegar er Örnu ekki viðbjargandi frekar en pabba og tengdapabba og hreinlega allri fjölskyldunni í Ártúni 5, það þýðir ekkert að reyna tala þau til. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei það mun aldrei koma til greina. Uppáhalds máls- háttur? Góð sending á lélegan leikmann er léleg sending. Einhver góð saga úr boltanum? Já þær eru nokkrar, en ég man þó sérstaklega eftir því þegar við vorum að spila leik á Akureyri á einu undirbúningstímabilinu. Við vorum í hörkusókn sem endaði með því að mér tókst að koma boltanum í netið, en þegar ég sný mér við sé ég allt í einu Alla (Arnarson), oft kallaður Alli sæti, koma á móti mér svoleiðis trítilóðan af fögnuði og stökk hann á mig með þeim afleiðingum að hnéð á honum rakst á kaf í lærið á mér þannig að ég var frá vegna meiðsla í 2-3 vikur og missti af næsta leik. Ég hef ekki skorað neitt sérstaklega mikið eftir þetta atvik og hvet ég leikmenn Tindastóls, og í raun alla knattspyrnumenn yfir höfuð, að horfa eftir því hvar Aðalsteinn er staðsettur áður en þeir setja knöttinn í netið, annars gæti farið illa. Hver er langbesti knattspyrnu- maður Staðarhrepps allra tíma? Þeir voru víst svo margir í landsliðsklassa í Melsgilinu í gamla daga að það er vonlaust að gera upp á milli þeirra. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Enginn sem ég man eftir enda er ég mikið prúðmenni. Spurning frá Stefáni Árnasyni. -Eru þið með spádómsbelju þarna á Reynistað? Og ef svo er hverjum spáir hún titlinum? Svar... Já þær hafa nú verið nokkrar í gegnum tíðina og gríðarlega spádómsvísar en því miður spáði hún Branda Man. United titlinum í ár. Það er því bara að bíða og vona að Arsenal rétti úr kútnum og taki þetta, annars verða hamborgarar í matinn á næstunni. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Ég held að það sé best að leyfa Aðalsteini Arnarsyni að spreyta sig á þessu. Hvaða spurningu viltu lauma að við- komandi? Hversu oft hefur fjölskyldan í Lerkihlíð 1 samtals fengið rauða spjaldið á knattspyrnu- vellinum? Góð sending á lélegan leikmann er léleg sending Karfa Dagskrá körfuboltabúða Tindastóls að verða klár Á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að nú fari að líða að því að dagskrá körfuboltabúða félagsins verði birt. Þá segir að um leið og það gerist og upplýsingar um kostnað verði komnar á hreint verið farið að taka á móti formlegum skráningum. Körfubolti Tveggja stiga tap fyrir KR Þeir iðkendur sem þegar hafa skráð sig þurfa ekki að skrá sig aftur. Á heimasíðunni segir; „Aðeins er eftir að hnýta örfáa lausa enda varðandi körfuboltabúðirnar í sumar. Dagskráin er í fullri vinnslu og lítur hún dagsins ljós innan nokkurra daga. Innsetning upplýsinga um búðirnar er í fullum gangi og send verður út tilkynning um leið og byrjað verður að taka á móti skráningum. Þeir heimakrakkar sem þegar hafa forskráð sig, þurfa ekki að skrá sig aftur. Mikið af fyrirspurnum hefur borist frá aðkomufélögum og einstaklingum og ljóst að ásókn verður í körfuboltabúðirnar.“ Knattspyrna : Tindastóll/Hvöt Styrkti stöðu sína á toppnum Sl. föstudag lék Tindastóll/ Hvöt við Magna í Lengju- bikarnum. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri. Eftir að Tindastóll/Hvöt hafði lent undir í leiknum þá spýttu drengirnir í lófana og sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var býsna mikilvægur leikur þar sem síðasti leikur tapaðist á móti Hamri. Ef liðið ætlaði sér sigur í riðlinum varð þessi leikur að vinnast. Nokkrir mikilvægir leikmenn voru fjarri góðu gamni en hópurinn er stór og ekkert vandamál var að stilla upp liði. Það voru líka ungir leikmenn sem skoruðu bæði mörk okkar en Hilmar Kárason sem hefur verið iðinn við kolann í undanförnum leikjum skoraði fyrra markið og Gunnar Stefán Pétursson skoraði svo sigurmarkið. Byrjunarlið okkar var þannig skipað: Gísli Eyland, Arnar Skúli, Bjarki, Böddi, Hallgrímur, Árni Einar, Donni, Atli, Ingvi Hrannar, Arnar Sig og Hilmar Kára. Lið Tindastóls Hvatar var betra liðið í þessum leik og sigurinn verðskuldaður. Nú er einn leikur eftir í þessu móti og er hann á móti sterku liði KV. Sá leikur verður á KR velli nk. sunnudag kl. 16:00. Drengjaflokkur Tindastóls í körfubolta lauk keppni sinni á Íslandsmótinu í síðustu viku þegar strákarnir töpuðu fyrir KR-ingum með tveggja stiga mun 82-80 í úrslitakeppninni. KR-ingar unnu B-riðilinn en okkar strákar urðu í 4. sæti A-riðils. Að sögn Borce þjálfara var liðið að spila vel, en þó hafi vörnin verið hálf gloppótt á köflum. Strákarnir fengu tækifæri til að sigra leikinn þegar Pálmi Geir átti þriggja stiga skot þegar fáar sekúndur voru eftir en skotið geigaði. Ingvi náði frákastinu en hans skot geigaði einnig. Pálmi, Guðmundur, Einar, Ingvi og Tobbi voru allir að spila vel. Innkoma Gumma styrkir liðið mikið en hann hefur verið frá vegna meiðsla í hnjám.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.