Feykir


Feykir - 21.04.2011, Qupperneq 2

Feykir - 21.04.2011, Qupperneq 2
2 Feykir 16/2011 Feykir.is Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Hinir landsþekktu hagyrðingar þeir Árni Jóns, Páll Þórðar, Einar Kolbeins og síðast en ekki síst nýliðinn Þórður Pálsson, takast á með kviðlingum og kvikindisskap í Ósbæ, Þverbraut 1 Blönduósi, miðvikudagskvöldið. 20. apríl nk. kl. 20:30 undir styrkri stjórn Gísla Geirssonar. Hermann og Elín sjá um harmonikkuspil og dansmennt að kveðskap loknum. Miðaverð kr. 2.000. Stjórn H.U.H. Austur Húnavatnss. Hagyrðinga- kvöld síðasta vetrardag Nú eru páskarnir framundan með tilheyrandi frídögum. Fréttablaðið Feykir kemur því ekki út í næstu viku en að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með fréttum af Norðurlandi vestra á netinu, nefnilega á Feykir.is Feykir kemur næst út fimmtudaginn 5. maí. Páskafrí Feykir í fríi FNV Jón tilkynnir starfslok Jón F. Hjartarson skóla- meistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá stofnun skólans tilkynnti á dögunum starfsfólki sínu að hann hygðist hætta störfum á komandi hausti. Jón hefur alla tíð unnið mikið og gott brautryðjanda- starf í uppbyggingu skólans og skilar til þeirra er við taka metnaðarfullri menntastofnun sem sinnir hlutverki sínu með miklum sóma. Þá má geta þess í tilefni tímamóta Feykis að Jón var einn af stofnendum þess ágæta blaðs á sínum tíma. Kaupfélag Skagfirðinga 2,4 milljarða hagnaður hjá KS Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn s.l. laugardag á Sauðárkróki. Hagnaður var af rekstri samstæðunnar á síðasta ári sem nam rúmum 2,4 milljörðum króna en velta samstæðunnar fór úr 21,8 milljarði í 25,7 milljarða. Veltufé frá rekstri nam tæpum 3,5 milljörðum sem er um 400 milljónum meira en árið á undan. Fram kom á fundinum að áhersla hafi verið lögð á það síðasta árið að lækka skuldir samstæðunnar og lækkuðu þær um 5 milljarða á árinu. Meðalfjöldi starfsmanna samstæðunnar var 727 starfs- menn á síðasta ári. Fram kom á fundinum að sú óvissa sem uppi er um fram- tíðarfyrirkomulag sjávarútvegs á Íslandi virkar verulega neikvætt á starfsemi félagsins og hamlar allri þróun hjá þeim hluta samstæðunnar. Mjólkur- framleiðsla og úrvinnsla hélt áfram að styrkjast á síðasta ári í héraðinu og útflutningur á dilkakjöti hefur aldrei verið eins áhugaverður og um þessar mundir. Því má ætla að sé rétt á spilum haldið muni Skaga- fjörður geta styrkt sig enn frekar sem öflugt framleiðslu- hérað í matvælaframleiðslu. LEIÐARI Varnarbarátta svæðis Á þeim fjórum og hálfu ári sem ég hef verið ritstjóri Feykis hef ég leiðinlega oft orðið vör við að Norðurland vestra er ekki til í markaðsáætlunum banka og stórfyrirtækja á Íslandi. Ótrúlega oft hef ég hringt í fyrirtæki þegar ég hef séð að þau hafa verið að auglýsa í öðrum héraðsfréttablöðum og boðið þeim auglýsingu. Svörin eru alltaf á sömu leið. „Nei, við ættum ekki að auglýsa sérstaklega á Norðurlandi vestra.“ Af hverju svæðið okkar verður alltaf útundan skil ég ekki og hef oft látið fara meira í taugarnar á mér en heilbrigt getur talist. Á síðustu tveimur árum hefur síðan þessi tilhneiging að sleppa Norðurlandi vestra færst yfir í ríkisbatteríið. Sameina á stofnanir okkar undir Norðurland eystra og helst fella landssvæðið okkar undir eitt Norðurland þar sem öllu verður stjórnað frá Akureyri. Samtök sveitarfélaga og sveitastjórnir hafa eytt ómældri orku í að berjast fyrir tilverurétti okkar. Orku sem ætti að vera eytt í önnur verkefni. Nú síðast kom auglýsing frá Vinnumálastofnun þar sem ekki var minnst á Norðurland vestra sérstaklega og eftir að hafa hringt á milli staða þar sem enginn skildi neitt og landafræðikunnátta var greinilega af skornum skammti, kom í ljós að um mannleg mistök var að ræða. Mistök gerum við öll en að segja að ekki hafi verið ætlunin að særa sjálfsmynd íbúa á Norðurlandi vestra eru orð sem eru ekki sæmandi. Ég skora á þig íbúi á Norðurlandi vestra núverandi og eða fyrrverandi að leggja þitt af mörkum og halda nafni svæðis okkar á lofti. Gerum við það ekki sjálf, ef við berjumst ekki fyrir landssvæðinu okkar er ljóst að innan fárra ára verður ekkert Norðurland vestra til þess að berjast fyrir. Stöndum saman! Gleðilega páska Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Líkt og undanfarin ár verður haldið kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju fyrsta mánudag í Sæluviku, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, allt frá íslenskum söngperlum til dægurlaga. Einsöngvari verður hin frábæra söngkona Helga Rós Indriðadóttir og ræðumaður kvöldsins, sjónvarpsmaður- inn og tengdasonur Skaga- fjarðar, Gísli Einarsson. Undirleikari verður Bryndís Magnúsdóttir, sem hefur spilað undir hjá kórnum á þessu kvöldi undanfarin ár en Rögnvaldur Valbergsson stjórnar kórnum og aldrei að vita nema hann grípi í nikkuna. Dagskrá hefst kl. 20:30 og kostar kr. 1500 inn. Kirkjukvöld Sauðárkrókskirkju Stemning í kirkjunni Sauðárkrókur Áforma byggingu hótels á Króknum Faxatorg ehf. hefur lagt inn umsókn hjá bygginga- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar um lóð fyrir 60 herbergja heilsárshótel á Sauðárkróki. Binda aðstandendur Faxa- torgs vonir við að geta hafið jarðvinnu í haust, bygginga- framkvæmdir vorið 2012 og hótelið verði opnað sumarið 2013. Var umsóknin tekin fyrir í nefndinni í gær og samþykkt að setja í gang deiliskipulagsvinnu á svæðinu með hugmyndir Faxatorgs að leiðarljósi. Svæðið sem um ræðir er á milli Sundlaugar Sauðárkróks og Safnahúss Skagfirðinga, þar sem nú er tjaldstæði á vegum sveitarfélagsins. Menningarráð Norðurlands vestra Samningur um 32,3 milljónir á ári Menningarsamningar, samningar um menningarmál og menningartengda ferðaþjónstu, til þriggja ára á milli ríkisins og sambanda sveitarfélaga um allt land voru undirritaðir í síðustu viku. Samningarnir fela í sér að árlega verður 250,7 m.kr. varið til menningarmála og menn- ingartengdrar ferðaþjónustu um allt land. Þar með er stuðningi ríkisins beint í einn farveg í því skyni að efla slíkt starf um landið allt og gera það sýnilegt. Mennta- og menningar- málaráðherra og iðnaðar- ráðherra undirrituðu samn- ingana fyrir hönd ríkisins. Samningarnir, sem eru sjö talsins, eru gerðir við Samband sveitafélaga á Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Suður- landi, Suðurnesjum, Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Heildarframlag til Norður- lands vestra nemur árlega 32,3 m.kr. Fulltrúar í menningarráði 2010-2012; Björg Baldurs- dóttir, Sveitarfélaginu Skaga- firði, formaður, Guðný Kjartansdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði, Ragnar Smári Helgason, Húnaþingi vestra , Þóra Sverrisdóttir, Húnavatns- hreppi, A-Hún., Bjarni Jónsson, fulltrúi SSNV

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.