Feykir


Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 3

Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 3
16/2011 Feykir 3 Vestur Húnavatnssýsla Sæluostar fyrir páska Sæluostar úr sveitinni verða til sölu fyrir páska en þeir eru framleiddir af vinkonunum Stellu Jórunni A. Levy og Sæunni Vigdísi Sigvaldadóttur í Vestur- Húnavatnssýslu. –Þetta er enn að þróast hjá okkur og erum við ekki orðnar stórar í ostaheimum ennþá, enda byrjuðum við í fyrravor í rólegheitum og af forvitni ef svo má að orði komast, segir Stella. Hér er á ferðinni svokallaður ferskostur og búinn til í 5 bragðtegundum: hreinn ostur; piparostur; sólþurrkaðir tómat- ar og óreganó; graslauksostur; hvítlaukur og basil. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér heimagerðan eðalost geta haft samband í síma 823 52 57 eða á netfangið stellajorunn@ gmail.com . Blönduós Hestamenn ósáttir við auknar álögur Hestaeigendafélagið á Blönduósi afhenti í gær bæjarráði ályktun þar sem félagið harmar að bæjaryfirvöld á Blönduósi skuli hafa séð sig knúinn til að fara að úrskurði yfirfasteignamatsnefndar vegna álagningar fasteignagjalda 2011. Heppilegra hefði verið að málið hefði verið kynnt og hesthúsaeigendur getað undirbúið sig fyrir þessa breytingu. Í ályktun frá félaginu segir jafnframt að þessi breyting komi á sama tíma og sorpgjald hafi hækkað um næstum 50% og landleiga hækkað um 10%. Mótmæla hestamenn þessum stórauknu álögum og skora á bæjaryfirvöld að hverfa frá þessum auknu álögum eða draga úr þeim með einhverjum hætti og benda á að ekki hafa öll sveitarfélög talið sér skylt að innleiða þessar breytingar strax Þá voru bæjaryfirvöld hvött til þess að undirbúa nú þegar að hrinda í framkvæmd á sumri komandi það mat á landi sem lofað var af bæjarstjórn þann 27.05.2008. Allir eru sammála um að óeðlilegt sé að greiða sama fermetraverð fyrir ræktað land annars vegar og örfoka mel eða moldarflag hins vegar. Var bæjarstjóra falið að vinna að undirbúningi mats á beitarhólfum í sveitarfélaginu. Afgreiðslu annarra atriða í ályktun var frestað til næsta fundar. Norðurland vestra Verður eitt lög- regluumdæmi Lagt hefur verið fram á Alþingi nýtt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lagt er til að lögregluumdæmin verði 8 í stað 15 eins og nú er. Ráðherra verður þó heimilt að fela sýslumönnum að fara með daglega lögreglustjórn í umboði lögreglustjóra á til- teknum svæðum af tilliti til sérstakra aðstæðna í einstök- um landshlutum, sem gera það að verkum að heppilegt kann að þykja að halda í það fyrirkomulag að dagleg verk- stjórn lögreglu sé í höndum viðkomandi sýslumanns. Með þeirri tillögu sem hér er lögð til felst að fallið hefur verið frá því að sameina alla lögregluna á Íslandi í eina stofnun, eins og áður var stefnt að en markmiðið er þó að lögreglan vinni í auknum mæli saman sem ein heild. Landið skiptist í átta lög- regluumdæmi og verður Norðurland vestra eitt þeirra átta. Umdæmi lögreglustjóra verða ákveðin með reglugerð að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Lögreglustjórar fara með yfirstjórn leitar- og björgunaraðgerða í landi en um björgun sem heyrir undir skipulag almannavarna gilda sérstök lög. Ráðherra setur reglur um samstarf lögreglu og björgunarsveita. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012. Ákvæði til bráðabirgða öðlast þó þegar gildi. Tekið til kostanna 30. apríl Stórsýning í Reiðhöllinni Stórsýningin Tekið til kostanna verður haldin laugardaginn 30. apríl nk. og hefur verið auglýst eftir gæðingum, kynbótahrossum, mjög fljótum skeiðhestum eða góðri hugmynd að sýningaratriðum. Á heimasíðu reiðhallarinnar Svaðastaða eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni beðnir að hafa samband við Eyþór í síma: 8425240 eða Elvar Einarsson í síma: 8938140. Tekið er fram að einungis koma til greina úrvals góð hross og er fólk hvatt til þess að taka þessari bón vel því samtaka verður gerð flott og góð sýning. Norðurland vestra Ekki til í nýrri auglýsingaherferð Velferðarráðuneytis Um helgina fór af stað auglýsingaherferð Vinnumála- stofnunar og Velferðarráðu- neytis þar sem auglýst eru til umsóknar sérstök átaks- verkefni fyrir atvinnuleitendur svo og námsfólk fyrir sumarið 2011. Athygli vekur að í herferðinni eru landssvæðin tilgreind hvert fyrir sér nema hvað Norðurland vestra sem ekki er til í nýrri herferð. Auglýst eru störf á Höfuð- borgarsvæði, Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Aust- fjörðum og Suðurlandi. Þegar blaðamaður fór að skoða málið frekar kom í ljós að störf voru í boði á Norðurlandi vestra en auglýsingar þess efnis fóru undir Norðurland eystra. Spurning hvort 20:20 áætlunin sé nú þegar farin af stað hjá Vinnumálastofnun eða hvað? „Nei, þetta var engin árás á sjálfsmynd íbúa á Norðurlandi vestra heldur bara mannleg mistök,“ segir Gissur Pétursson hjá Vinnu- málastofnun. Feykir bauð Gissuri að koma leiðréttri auglýsingu á framfæri í Feyki en það boð var afþakkað. Eyþór Jónasson reiðhallarstjóri segir að mörg atriði séu þegar komin á dagskrána og það stefni í góða og fjölbreytta sýningu. -Reiðkennarabraut Hóla- skóla verður með sína dagskrá á laugardeginum en hún er mjög metnaðarfull og fróðleg og kynbótasýning verður á föstudeginum og yfirlitssýning á laugardagsmorgninum, segir Eyþór. Sveitarfélagið óskar eftir samstarfsaðilum VIT 16-18 ára Frístundasvið Skagafjarðar auglýsir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir fyrirtækjum sem vilja vera samstarfsaðilar í atvinnu- átaki 16-18 ára í sumar. Í átakinu felst að fyrirtæki ráða til sín ungmenni á þessum aldri í a.m.k. 6 tíma vinnu á dag að lágmarki í 6 vikur. Fyrirtækjum er greiddur 50% launakostnaðarins. Ungmenn- in þurfa að sýna fram á að þau hafi sótt um starf annarsstaðar en verið synjað. Einnig þurfa þau að sækja um að komast í verkefnið. Umsóknareyðublöð er að finna á www.husfritimans.is Nánari upplýsingar veitir Stefán Arnar yfirmaður Vinnuskólans. Mynd: Sveinn Brynjar Mynd: Norðanátt.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.