Feykir - 21.04.2011, Side 7
16/2011 Feykir 7
þegar kemur að útvarpi? „Ég
hlusta aðallega á Rás 2 hlustaði
svo mikið á hana í trésmiðjunni
að ég var farinn að kunna öll
lögin utan að.“
Nú má segja að Bróðir
Svartúlfs sé kannski ekki alveg
inni á þessari línu sem þú hefur
verð að lýsa. Hvað kom til að
þú gekkst til lið við þá? „Það
var nú svolítið skrítið. Mér var
boðið að koma sem gítarleikari
í það band. Á þessum tíma var
ég ekki eins gömul sál og ég er
í dag, ég held að ég eldist um 20
ár á hverju ári, það er sálin í mér.
Þetta var því voða spennandi
enda kannski ekki heldur eins
og aðrar hljómsveitir heldur
blanda af rappi og rokki og lögin
frekar melódísk þannig að þetta
var ekki alveg út úr kú fyrir mig
þó svo að tónlistin hafi verið
þung á köflum. En við reyndum
að hafa hljómagang og metnað í
því sem við vorum að gera.,“
svarar Fúsi en á sama tíma var
hann einnig í hljómsveit sem
bar nafnið Fúsaleg Helgi. „Þegar
sú hljómsveit vorum við Helgi
Sæmundur, (Guðmundsson,
innskot blaðamanns) bara tveir
og þarna vissi ég ekkert hvar ég
vildi vera í tónlist. Við byrjuðum
því í einhverjum kántrý, blús
bræðingi. Fúsaleg Helgi er enn
starfandi en minna en áður þar
sem Helgi er fyrir sunnan. Það
eru allir voða rólegir eitthvað.“
Enn ein samsetningin hjá
Fúsa er síðan Fúsi og Vordísin
en þá treður hann upp með
Sigurlaugu Vordísi söngkonu
frá Sauðárkróki. „Við Silla
tókum þátt í John Lennon
cover lagakeppni
á Rás 2 og náðum
þar í topp listann
en unnum því
miður ekki þar
sem við vorum
með langbestu
útgáfuna. Við þurf-
um ekki að ræða
það neitt,“ útskýrir
Fúsi og glottir. „Ég
hef verið að spila með
Sillu aðeins, bæði að
trúbadorast og eins höfum við
spilað á alls kyns uppákomum,“
bætir hann við.
Samhliða öllu sem nú þegar
hefur verið talið upp er Fúsi
einnig í undirbúningshópi
fyrir tónlistar-hátíðina Gæruna
sem nú verður haldin í annað
sinn þriðju helgina í ágúst. „Ég
held að hátíðin í ár verði alveg
suddalega góð. Við erum aðeins
byrjuð að bóka hljómsveitir
og skipuleggja en við munum
leggja meira í hátíðina í ár en í
fyrra. Sennilega verður eitthvað
af stærri böndum og frægari
enda hátíðin að festa sig í sessi.“
Hvað með stúdíóið hvernig
gengur að reka stúdíó á
Króknum? „Heyrðu, það
gengur alveg lúmskt vel og oft
það mikið að gera að ég er ekki
komin heim fyrr en á nóttunni.
Það fóru sjö lög í gegnum mig
og í Dægurlagakeppnina þar
sem ég aðstoðaði við upptökur
á demóum. Þá eru þeir Andri
Már eða Joe Dúbíus og Gísli Þór
Ólafsson að taka upp hjá mér
sólóplötur sínar. Það verður
spennandi þegar þær koma út
sem verður vonandi bara núna
í sumar.“
Nærðu að lifa á þessu? „Nei,
ekki eins og er. Þegar ég fer að fá
borgað, það er þegar plöturnar
koma út þá kemur þetta. Maður
er kannski að vinna lengi að
einhverjum verkum áður en
maður fer að sjá fyrir þau
einhverja peninga.“
Hvernig saltar þú þá grautinn?
„Ég tek vaktir í Húsi frítímans.
Bæði þegar eldri borgarar koma
þá helli ég upp á kaffi og svona
ýmislegt sem til fellur og eins
þegar æringjarnir koma. Það fer
aðeins meiri orka í krakkana en
þetta er ofsalega gaman.“
Þegar ég spyr Fúsa út í önnur
áhugamál en tónlistina verður
lítið um svör. Eitt sinn var það
mótorkross en hann segist hafa
selt hjólið fyrir hitt áhugamálið
tónlistina. „Ef það er ekki
tónlistin þá er gaman að skreppa
suður, fara fínt út að borða og
skreppa í bíó. Nú eða skella
sér á góða tónleika. Ég er ekki
mikill djammari í mér og finnst
djammvæðingin hundleiðinleg.
Það er þessi stemning að fara
alltaf á sama staðinn og dansa
við sömu tónlistina. Fer heldur
suður á tónleika nú það sjaldan
sem eru tónleikar hér er ég
líka fyrstur á staðinn. Ég nenni
ekki þessu sukki og brjóta
rúður-djammi, er einfaldlega
of rólegur fyrir það, segir hinn
efnilegi Fúsi að lokum.
Blaðamaður mótmælir
að lokum að Fúsi hafi
lítið afrekað en bætir við
að líklega höfum við ekki
séð neitt frá honum enn
þá miðað við það sem eftir
á að koma. Hér er rísandi
stjarna á ferð.
( TÖLVUPÓSTURINN )
Sæluvika Skagfirðinga er framundan en eins og venja er til er vikan
hlaðin stórglæsilegum menningarviðburðum og uppákomum. Fyrir
hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur Guðrún Brynleifsdóttir
borðið hitann og þungann af undirbúningi Sæluviku. Feykir sendi
Guðrúnu línu og forvitnaðist um dagskrá og einstaka viðburði.
Vika hlaðin stórglæsi-
legum viðburðum og
uppákomum
Jæja Guðrún. Enn ein Sæluvikan
fram undan. Hvernig gengur að
ná þessu öllu saman?
„Undirbúningur að Sæluvikunni
hefur gengið vel. Dagskráin er
hlaðin skemmtilegum viðburðum,
bæði stórum sem smáum.
Viðburðirnir sem eru minni um
sig setja ekki síður mikinn svip á
dagskrána og sýna að menning og
listir eiga alls staðar heima.“
Hvers konar viðburðir eru þetta?
„Dagskrá Sæluvikunnar er
fjölbreytt að vanda og sýnir
glögglega hversu blómlegt
menningarlífið er í Skagafirði.
Söngurinn skipar veglegan sess,
auk leiksýninga, myndlistarsýninga
og ljósmyndasýninga. Síðan
má nefna opið hús í Gallerí
Lafleur, menningardagskrá í
sundlaug Sauðárkróks, flóamark-
að, forsæluball, opinn dag
hjá Skotfélaginu Ósmann,
stórsýninguna „Tekið til kostanna“
í reiðhöllinni Svaðastöðum,
opið hús í Maddömukoti,
félagsvist, hátíðarhöld 1. maí,
kvikmyndasýningar, sumarsælu-
kaffi eldri borgara, dag
harmónikunnar, opna listasmiðju
og tónleika í Aðalgötu 26, tónleika
Skagfirska Kammerkórsins, lista-
hátíð barnanna, útistemningu
við Sauðárkróksbakarí, prjóna-
kvöld í Kompunni, kaffiklúbb
Skagafjarðar, tónleika tónlistar-
klúbbs FNV og vortónleika
Tónlistarskóla Skagafjarðar,
sundlaugarpartí, unglingaball,
Molduxamót, afmæliskaffi hjá
Skotfélaginu Ósmann, fiskiveislu,
Æskuna og hestinn, kynningu
á Sahaja-jóga í Gallerí Lafleur
og dansleiki. Þá má nefna að
Óperudraugurinn verður sýndur
í Menningarhúsinu Miðgarði.
Einnig verða Sönglög í Sæluviku
í Miðgarði og hið árlega kóramót
Rökkurkórsins og Karlakórsins
Heimis. Kirkjukvöldið verður á
sínum stað í Sauðárkrókskirkju
á mánudagskvöldinu í Sæluviku.
Þá verður dægurlagakeppnin
sem mörgum er að góðu kunn
endurvakin í ár, og mun hún fara
fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Sæluvikudagskránni mun verða
dreift á öll heimili í Skagafirði en þeir
sem vilja nálgast rafræna dagskrá
er bent á að skoða heimasíðuna
www.saeluvika.is.“
Þetta eru heilmargir viðburðir.
Hefur þú tölu á því hvað þeir eru
margir?
„Það eru um það bil 50 viðburðir
á dagskránni þetta árið og nokkrir
þeirra eru í boði oft í Sæluviku.“
Hvar verður setning Sæluvik-
unnar?
„Setning Sæluviku Skagfirðinga fer
að þessu sinni fram í Safnahúsinu á
Sauðárkróki kl. 13.00, sunnudaginn
1. maí. Við það tilefni verða opnaðar
tvær ljósmyndasýningar, þ.e.
„Fegurð fjarðar“ og „Ljós og náttúra
Skagafjarðar“, auk þess sem úrslit í
vísnakeppni í Sæluviku verða kynnt.
Þórólfur Stefánsson mun flytja
nokkur lög og í lok setningar mun
hann halda tónleika.“
Kostar inn á alla viðburði eða er
frítt á einhverja?
„Það kostar ekki inn á alla
viðburðina en í flestum tilvikum
kemur fram í auglýsingunni hvort
það sé tekinn aðgangseyrir.“
Hvaða þýðingu myndir þú segja að
Menningarráð Norðurlands vestra
og styrkir frá því hafi fyrir viðburð
eins og Sæluviku?
„Ég tel að styrkir frá Menningarráði
Norðurlands vestra hafi mikla
þýðingu fyrir Sæluviku. Það að fá
styrk gefur mörgum skemmtilegum
hugmyndum tækifæri á að verða
að veruleika. Þessi stuðningur getur
haft úrslitaáhrif fyrir fjölbreytileika
viðburða sem haldnir eru í
Sæluviku.“
Eitthvað að lokum?
„Ég hvet alla til að skoða heimasíðu
Sæluvikunnar www.saeluvika.is. Þar
eru upplýsingar um alla viðburði
sem verða í boði í Sæluviku. Svo
er bara um að gera að skella sér
á sem flesta viðburði og taka þátt í
fjölbreyttu menningar- og listastarfi
Skagfirðinga.“