Feykir


Feykir - 21.04.2011, Page 11

Feykir - 21.04.2011, Page 11
16/2011 Feykir 11 Hátíðaruppskriftir Uppskrift að góðri veislu svo látið liggja í blöndunni í sólarhring undir léttu fargi. Þá eru kryddjurtirnar stroknar af og kjötið skorið í þunnar sneiðar. AÐALRÉTTUR Fyllt lambalæri á grillið Hráefni: 1 lambalæri, um 2,2 kg 100 gr. fetaostur, grófmulinn 10-12 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 3 msk. furuhnetur 3 msk. rautt pestó 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 10-15 basilíkublöð, söxuð 1 tsk. rósmarín, ferskt, saxað (má sleppa) Pipar, nýmalaður Salt Úrbeinið lærið að hluta en skiljið leggjarbeinið eftir. Blandið saman fetaosti, tómötum, furuhnetum, pestói, hvítlauk, kryddjurtum, pipar og dálitlu salti í skál og fyllið holrúmið með blöndunni. Lokið vel fyrir með grillpinnum (ef notaðir eru tréteinar er best að brjóta það sem út úr stendur af áður en lambið fer á grillið svo þeir brenni ekki). Kryddið lærið vel að utan með pipar og salti. Hitið grillið vel og hafið það lokað á meðan. Slökkvið síðan á öðrum/ einum brennaranum. Ef notað er kolagrill, ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Leggið lærið á grindina þar sem enginn eldur er undir, lokið grillinu og grillið lærið við meðalhita í um eina klukkustund, eða eftir smekk. Grilltíminn fer líka eftir því hve mikill hiti er á grillinu og hann lengist ef hvasst er í veðri eða ef það er opnað oft, þá verður hitatapið svo mikið. Snúið lærinu þó einu sinni eða tvisvar ef grillið er aðeins með tvo brennara og hitinn því ekki jafn. Takið lærið af grillinu þegar það er tilbúið og látið það standa í a.m.k. 15-20 mínútur áður en það er skorið. EFTIRRÉTTUR Ananasfrómas Hráefni: 4 egg 2 1/2 dl. flórsykur 4 dl. rjómi 450 gr. niðursoðinn ananas (ein hálfdós) Safi úr einni sítrónu, frekar stórri 1 1/2 dl. ananassafi 8 matarlímsblöð Aðferð: Eggin og flórsykur þeytt saman þangað til þau verða að léttri ljósri froðu. Rjóminn þeyttur sér. Matarlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn þangað til þau mýkjast og þá er vatnið kreist úr þeim. Ananassafinn settur í skál, út í hann fer matarlímið og skálin sett í vatnsbað í pott og látið leysast upp við vægan hita þangað til það er alveg kekkjalaus. Þarf að hræra vel í á meðan. Eggjahræru og rjóma blandað saman og matarlíminu hellt í einni bunu og hrært saman við um leið. Sítrónusafanum er að lokum bætt út í og hrært vel. Að síðustu er smátt brytjuðum ananas bætt út í. Frómasinum hellt í fallega skál, filma breidd yfir og geymdur í kæliskáp í ca. 6-8 klst. Ágætt er að skilja eftir 2-3 ananassneiðar til að skreyta frómasinn með áður en hann er borinn fram eins er fallegt að skreyta með smávegis af þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu! Nú fer í hönd páskahátíð og samkvæmt venju kristinna manna fyrr á öldum mátti fyrst neyta kjötmetis á páskadag eftir að hafa fastað í 40 daga eða allt frá öskudegi. Í tilefni hátíðarinnar verður hér boðið upp á uppskrift að góðri veislu. Uppskriftirnar eru fengnar frá Lambakjöt.vefir.net; Uppskriftum Nönnu og Leiðbeiningamiðstöð heimilanna. FORRÉTTUR Grafið lambakjöt með blóðbergi Íslenskt lambakjöt er á meðal þeirra kjöttegunda sem spennandi er að verka í 1-2 sólarhringa með salti og kryddjurtum og borða síðan hrátt, skorið í örþunnar sneiðar. Hér er meðal annars notað blóðberg á kjötið. Hráefni: 500 gr. lambahryggvöðvi (file) 1 kg. gróft salt 2 msk. sykur 2 hnefar blóðberg Vænt knippi af graslauk Nokkrar greinar af fersku timjani eða esdragon 1 msk. piparkorn, grófsteytt Aðferð: Allar himnur og fita skorin af hryggvöðvanum. Salti og sykri blandað saman, hluta af því dreift á fat, kjötið lagt ofan á og afganginum af saltinu dreift jafnt yfir. Eftir um 3 klst. er saltið strokið af kjötinu og því e.t.v. brugðið örsnöggt undir rennandi kalt vatn til að skola af því. Kryddjurtirnar saxaðar og blandað saman við piparinn. Núið inn í kjötið og það er 30 Fyrsta útskrift frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Feykir á þrítugasta aldursárinu Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa og mannafla frá fyrirhuguðum hvítagullsnámum á austur- strönd Grænlands vegna þess hversu hentug lega staðarins m.t.t. flugsamgangna og hafnaraðstöðu er og var. Við- ræður fóru fram milli Önnu Kristínar Gunnarsdóttur þ.v. bæjarfulltrúa Sauðárkróks og Jonatans Mosfelds fyrrv. formanns grænlensku lands- stjórnarinnar og þeirrar nefndar sem sá um námuvinnslu á Grænlandi. Rannsóknir gullnáms á Grænlandi lofaði góðu og auk hvítagullsins var um tvo aðra verðmæta málma að ræða. Reiknað var með að allt að 300 manna vöktum í námuvinnslunni og gert var ráð fyrir því að þeir yrðu fluttir ásamt vistum hálfsmánaðarlega en einnig var reiknað með þörf fyrir varahlutalager hér á landi og þátti Sauðárkrókur henta verkefninu. Þá var óvíst hvort mögulegt væri að koma upp vatnsaflsvirkjun fyrir vinnsluna á Grænlandi og þá var næsta skref að leita eftir vinnslumöguleikum hér á landi. Ekki hefur orðið af því að Sauðárkrókur yrði miðdepill gullæðis á Grænlandi en ýmis fyriræki hafa reynt fyrir sér í þeim geira og fundið námur góðmálma þar. Fyrir 30 árum „Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa“ er skáldleg fyrirsögn á frétt um fyrstu ískappreiðar á Sauðárkróki sem fram fóru sunnudaginn 29. mars 1981á Tjarnartjörn. Keppt var í 150 og 200 metra skeiði og opnu tölti og má segja að Lyfting Ingimars Ingimarssonar á Skörðugili hafi staðið upp úr því hún sigraði bæði í 200 m skeiðinu á tímanum 21,3 sek og töltinu með 83 stig. Í 150 m skeiði sigraði Bliki, Lúðvíks Ásmundssonar en knapi var Magni Ásmundsson og rann hann vegalengdina á 18,3 sek. í niðurlagi fréttarinnar segir: „Þetta fyrsta mót fór vel fram, enda þótt hestar væru ekki í sem bestri þjálfun. T.d. var Perla frá Reykjum tekin úr haga og járnuð aðeins rúmri viku fyrir mótið. Þó hefði mótið mátt ganga fljótar fyrir sig, ekki síst dómarnir. Veðrið var eins gott og á verður kosið og voru áhorfendur margir.“ Þess má geta að Perla, Steindórs Árnasonar, varð í öðru sæti í 150 m skeiðinu en knapi var Ingimar Pálsson. Í upphafi síðasta árs hófum við hér á Feyki að rifja upp gamlar fréttir úr blaðinu vegna 30 ára afmælis blaðsins. Nú hefur Feykir náð að fullu þrítugsaldrinum en fyrsta tölublaðið kom út þann 10. apríl 1981. Þessi upprifjun hefur mælst vel fyrir hjá lesendum og ætlum við að verða við áskorun um að halda henni áfram og stikla á fréttum sem birst hafa fyrir 10, 20 og 30 árum í okkar ágæta blaði. Feykir fyrir 10 árum Vinnsla kalkþörunga könnuð við Borðeyri Einn af þeim möguleikum sem talinn var til atvinnusköpunar í Húnaþingi vestra er nýting kalkþörunga í Hrútafirði en fyrir réttum 10 árum átti að rannsaka kalkþörungaset frá Borðeyri og út í fjarðarmynni beggja vegna fjarðar; þykkt setlaga og áætlað magn auk þess sem efnasamsetning yrði skoðuð. Til verefnisins var varið um fjórum milljónum króna þetta árið og fékk Húnaþing vestra styrk af fjárlögum ríkisins. Kalkþörungar eru unnir á fáum stöðum í heiminum og er kalkefnið úr þeim notað í dýrafóður og í matvælaiðnaði, s.s. við síun. Verkefnið varði í nokkur ár en lá svo niðri um tíma þangað til franskt fyrirtæki hóf að kanna sömu möguleika árið 2010. Fyrir 20 árum Verður Sauðárkrókur umskipunarstaður fyrir gullnám á Grænlandi? Svona var spurt fyrir 20 árum en til tals kom að Sauðárkrókur yrði umskipunarstaður fyrir varning

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.