Feykir - 19.05.2011, Side 2
2 Feykir 19/2011
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176
Blaðamenn:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Lausapenni: Örn Þórarinsson.
Prófarkalestur: Karl Jónsson
Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Feykir
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Skagafjörður
Neikvæð rekstrar-
niðurstaða
Rekstrarniðurstaða
ársreiknings Sveitarfélagsins
Skagafjarðar er neikvæð í
A-hluta að upphæð 112,2
mkr. og einnig í samantekn-
um A- og B-hluta að upphæð
15,7 mkr. Þetta kom fram á
fundi sveitarstjórnar í síðustu
viku þar sem Kristján
Jónasson, endurskoðandi fór
yfir og kynnti ársreikninginn.
Á fundinum fór fram fyrri
umræða um ársreikning
Sveitarfélagins Skagafjarðar og
stofnana þess fyrir árið 2010.
Niðurstöðutölur rekstrar-
reiknings ársins 2010 eru
þessar; „Rekstrartekjur fyrir
A- og B- hluta sveitarsjóðs
3.161,5 mkr, þar af námu
rekstrartekjur A-hluta 2.755,9
mkr. Rekstrargjöld A-hluta
sveitarsjóðs án fjármunatekna
og fjármagnsgjalda voru
2.745,1 mkr., en 3.004,8 mkr. í
A og B-hluta. Nettó fjármagns-
liðir til gjalda hjá A-hluta
sveitarsjóðs eru 120,7 mkr. og
samantekið fyrir A og B hluta
159,2 mkr. Rekstrar-niðurstaða
er neikvæð í A-hluta að upphæð
112,2 mkr. og einnig í
samanteknum A og B hluta að
upphæð 15,7 mkr. Eigið fé
sveitarfélagsins í árslok 2010
nam 1.283,0 mkr. samkvæmt
efnahagsreikningi en þar af
nam eigið fé A-hluta 1.353,8
mkr. Langtímaskuldir A-hluta
eru 1.804,6 mkr. og A og
B-hluta í heild 3.254,3 mkr.
Lífeyrisskuldbindingar eru í
heild 705,2 mkr. og skamm-
tímaskuldir 624,8 mkr.“
Enginn sveitastjórnarfulltrúa
kvaddi sér hljóðs um málið.
LEIÐARI
Að hafa siðareglur
og vinna eftir þeim
„Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og
framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitsemi í
vandasömum málum. Hann forðast allt sem getur valdið
saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa
sársauka eða vanvirðu.“
Svona hljómar 3. grein siðareglna Blaðamannafélags
Íslands. Siðareglur sem settar voru árið 1991. Eða fyrir tíma
netmiðla, myndavélasíma og í raun internetsins í þeirri
mynd sem við þekkjum það í dag.
Blaðamenn fá ótal upplýsingar, sumar fara í prent eða á
veraldravefinn, aðrar renna hægt og hljótt fram hjá. Við hér
á Feyki höfum stundum fengið upplýsingar sem við síðan
metum að hafi ekki fréttalegt gildi, eigi ekkert endilega
erindi á prent. Örugglega höfum við líka stundum fengið
upplýsingar sem hafa farið út í óþökk einhverra, það er jú
fátt erfiðara en að skrifa um mál þar sem tveir deila. Skrif
um þess háttar mál eru alltaf erfið.
Síðan komum við að skrifum sem tengjast slysum,
mannsláti og hörmungum. Skrif sem lík eru skrif sem reyna
hvað mest á mig sem blaðamann. Hvenær má fréttin fara í
loftið? Hvernig má fréttin fara í loftið? Hvað af þeim
upplýsingum sem ég hef er frétt og hvað er óþarfi? Hversu
mikið þarf að setja inn það er hvað á erindi fyrir
almenningssjónir og hvað ekki?
Sl.fimmtudag fór frétt í loftið sem ekki átti erindi þangað.
Frétt þar sem blaðamaður gekk að mínu viti alltof langt í
„upplýsingaskyldu“ við almenning. Frétt þar sem nafn og
nákvæmar lýsingar fóru í loftið áður en hægt var að ná í
nánustu aðstandendur. Frétt sem að mínu viti er þess eðlis
að við blaðamenn sem stétt þurfum að staldra við,
endurskoða gildin og hugleiða hvernig við viljum vinna
hlutina, eða hvernig við viljum ekki vinna hlutina.
Ef blaðamaður fær senda í gegnum myndavélasíma
mynd sem tekin er á slysstað, mynd sem berst fréttastofu
áður en lögregla er komin á slysstað, svo ég taki dæmi,
eigum við þá að birta myndina, bílnúmerið og jafnvel nafn
eigandans á veraldravefnum áður en nokkur veit um örlög
þeirra sem í bílnum eru? Eigum við kannski að gera það til
að allir þeir sem þekkja einhvern sem á bíl af tiltekinni gerð
og af tilteknum lit geti vitað að ekki var um þeirra fólk að
ræða. Er það fréttin á þessum tímapunkti?
Trúlega kasta ég hér steinum úr glerhúsin starfandi í
þeim flókna heimi sem blaðamennskan er. Við blaðamenn
getum haft mikið vald, við getum valdið miklum skaða og
ómældum sársauka ef við kunnum ekki með „vald“ okkar
að fara.
Er til of mikils mælst að fólk reyni að vinna með við-
kvæmustu málin líkt og um ættingja væri að ræða?
Ekki breyta sárustu lífsreynslu náungans yfir í slúðursögur
og/eða æsifréttamennsku. Sýnum látnum virðingu.
Er það einlæg ósk mín að siðanefnd Blaðamannafélags
Íslands taki umrætt mál fyrir og að svona vinnubrögð
endurtaki sig aldrei.
Guðný Jóhannesdóttir
ritstjóri
Andlát
Unga konan sem komið
var með látna á
Landspítalann í Fossvogi
sl. fimmtudagskvöld hét
Þóra Elín Þorvaldsdóttir.
Hún var búsett í
Hafnarfirði. Þóra var fædd
þann 19. júlí árið 1990 og
lætur eftir sig rúmlega tveggja
ára son. Foreldrar Þóru Elínar
eru Þorvaldur E Þorvaldsson
og Kristín Snorradóttir á
Sauðárkróki.
Sambýlismaður hennar,
Axel Jóhannesson, hefur
verið úrskurður í tveggja
vikna gæsluvarðhald vegna
aðildar hans að láti hennar.
Feykir sendir aðstandendum
og vinum Þóru Elínar sam-
úðarkveðjur.
Vísir greinir frá því að
Almannavarnadeild
Ríkislögreglustjóra varar
ferðafólk við að
akstursskilyrði geti spillst
norðan- og austanlands
vegna vorhrets næstu
daga, með kólnandi veðri á
landinu öllu.
Þá eru bændur hvattir til
þess að huga að skjóli fyrir
viðkvæmu búfé en nú stendur
sauðburður sem hæst og víða
hefur kúm verið sleppt út til
beitar.
Norðurland vestra
Huga skal
að við-
kvæmum
búfénaði
Húnaþing vestra hefur
ákveðið að kanna áhuga
íbúa á að leigja sér
garðlönd til
matjurtarræktunar sem
staðsett verða á ásnum
fyrir ofan Garðaveg á
Hvammstanga.
Frekari upplýsingar er hægt
að nálgast hjá umhverfisstjóra
sveitarfélagsins Ínu Björk
Ársælsdóttur í síma: 455 24
00, einnig er hægt að senda
póst á umhverfisstjori@
hunathing.is.
Hvammstangi
Vilt þú
rækta
matjurtir?
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hjálp
vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, sonar og bróður
Þóris Níelsar Jónssonar,
frá Óslandi. Efra Seli, Stokkseyri
Guð blessi ykkur öll.
Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir
Ingrid Saga Þórisdóttir
Kristín Líf Þórisdóttir
Jón Guðmundsson Þóra Kristjánsdóttir
Systkyni hins látna og aðrir vandamenn.
Þ A K K I R
Sparisjóður Skagafj.
Ræður
sérfræðing
til starfa
Sparisjóður Skagafjarðar
hefur ráðið Pétur
Friðjónsson til starfa í
sparisjóðnum. Pétur mun
einkum sinna
fyrirtækjaþjónustu og þeim
úrræðum sem fyrirtækjum
standa til boða. Pétur hefur
um árabil starfað hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga.
Hjá Sparisjóði Skagafjarðar
og VÍS starfa nú sex manns
auk Kristjáns B. Snorrasonar
sem er markaðsstjóri með
aðsetur í Reykjavík.
Útibússtjóri Sparisjóðs
Skagafjarðar er Sigurbjörn
Bogason