Feykir - 19.05.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 19/2011
Dagný Stefánsdóttir
ætlaði að eyða vetrinum
við tamningar ásamt
sambýlismanni sínum
samhliða því að stunda nám
við byggingariðnfræði.
Örlögin tóku hins vegar
völdin þann 6. janúar sl.
er móðir hennar Jónína
Friðriksdóttir í Laugarmýri
lenti í alvarlegu bílslysi.
Dagný ákvað að taka við
rekstrinum á fyrirtæki
móður sinnar á meðan hún
næði heilsu. Plöntusalan í
Laugarmýri mun því hefjast
í næstu viku en það u.þ.b. á
sama tíma og fyrra. Feykir
kíkti í kaffisopa til Dagnýjar
fyrr í vikunni.
Þrátt fyrir að snjóað hafi á
Króknum var sól og blíða
þegar blaðamaður renndi
í hlaðið að Laugarmýri.
Gróðurhúsin stóðu opin og
alls staðar mátti sjá plöntur
sem bíða nýrra eigenda og
litirnir, vá maður! Dagný var
að brasa við sínar uppáhalds
plöntur, kryddjurtirnar, þegar
blaðamann bar að garði en
þáði að taka stutta hvíld svo
viðtalið gæti farið fram.
Við setjumst inn í eldhús
foreldra Dagnýjar en þau
Dagný og Róbert Logi
sambýlismaður hennar
Krókinn. Þegar þangað var
komið þá var búið að flytja
mömmu niður á flugvöll
og náðum við bara í raun
rétt aðeins sjá hana áður en
henni var flogið suður. Vegna
veðurs reyndist þetta eina
flugið sem fór í loftið þann
dag. Við fórum því aftur heim
en bræður mínir tóku á móti
henni í Reykjavík þar sem hún
gekkst síðar undir nokkrar
aðgerðir," rifjar Dagný upp.
Á meðan Jónína barðist
fyrir lífi sínu í Reykjavík
börðust Dagný og fjölskylda
heima í Laugarmýri við
veðráttuna en mikill snjór
hafði lagst ofan á gróðurhúsin
sem voru að sligast undan
þyngslunum. „Maður fór bara
út og mokaði snjó í nokkra
daga. Veðurfarslega séð hefur
veturinn verið erfiður. Fyrst
var það snjórinn og síðan
mikið hvassviðri svo það var
allt við það að takast á loft. Það
hefur því gengið á ýmsu," segir
Dagný og hlær.
Kunni lítið til verka
Dagný er ekki að væla yfir
ástandinu en játar að veturinn
sé búinn að vera erfiður
enda hafi hún lítið kunnað
til verka þegar hún fékk
garðyrkjustöðina í fangið.
„Þó svo að ég hafi alist hér
upp og unnið við ýmis störf
á garðyrkjustöðinni hjá
mömmu yfir sumartímann
kunni ég ekki nema brota brot
af því sem þarf að kunna svo
ég hef fengið nokkra hjálp frá
vinum og ættingjum. Fljótlega
eftir slysið kom að því það
þurfti að byrja að sá fyrir
sumarblómum, klára að panta
fræ og margt fleira. Mamma
hefur alltaf unnið mikið í félagi
við hana Sædísi, vinkonu sína,
í Gleym Mér Ey í Borgarfirði.
Sædís hefur reynst mér vel
og hef ég mikið sótt ráð til
hennar. Eins hafa þær pantað
saman stjúpufræin svo ég gat
stuðst við lista frá henni með
litbrigðum og fjölda hvað
stjúpuna varðar en síðan
þurfti ég bara að spinna þetta
einhvern veginn," segir Dagný
og hlær. Á fingri Dagnýjar er
hringur sem móðir hennar
bar alltaf í húsunum og hún
setti á fingur sér eftir að hún
fékk eigur móður sinnar eftir
slysið. Blaðamaður er þess
fullviss að hringurinn hafi
eitthvað hjálpað við sáningu
og annað, í það minnsta eru
plönturnar ekki síður fallegar
en áður og allt eins og það
á að vera. „Ég hafði nú ekki
hugsað mér að vinna við þetta
hér enda á allt annarri línu
en hins vegar er garðyrkjan
mun skemmtilegri eftir að
maður fer að rækta sjálfur og
pæla í þessum hlutum svolítið
dýpra. Hins vegar er þetta
svakalega mikil vinna og í
raun helmingi meiri vinna en
ég hafði gert mér grein fyrir
áður. Bara eitt lítið dæmi;
þegar kom að því að eitra og
ég opnaði eiturskápinn. Mér
féllust eiginlega bara hendur
enda nöfnin flest á latínu og
ég kunni ekkert með þetta að
fara. Þá var bara að hringja í
garðyrkjuráðunaut og finna út
úr þessu öllu saman. Þannig
hefur vinnan svolítið verið sl.
mánuði ég er alltaf að finna
eitthvað út úr hlutunum.
Áburðagjöf, pappírsvinna,
pantanir og fleira ég kunni
bara ekkert á þetta.
„Núna er ég meira að segja
að reyna koma heimasíðu fyrir
garðyrkjustöðina á koppinn."
Alltaf nóg að gera
„Síðan komu konur úr sveit-
inni og aðstoðuðu mig við
að prikla og fleira“. Einnig á
Dagný von á góðum liðsauka
en það ætlar ung kona að koma
til hennar í verknám. „Ekki
það að ég geti mikið kennt
henni en stöðin hefur leyfi til
að taka nema svo ég er alla
vega komin með verknema,"
segir Dagný brosandi.
Hvað síðan framundan er
eftir sumarið segist Dagný ekki
Húsasmiður í tíma-
bundinni plönturækt
Dagný Stefánsdóttir í Feykisviðtali
Kryddjurtir í ræktun.
fluttu heim í Laugarmýri, til
Stefáns föður hennar, daginn
sem slysið varð. „Við vorum
nýlega flutt í Gýgjarhól þar
sem við ætluðum að vera í
vetur en ég get varla sagt að
ég hafi komið þangað inn
síðan þarna í byrjun janúar,"
útskýrir Dagný sem í samráði
við bræður sína ákvað að
halda merkjum móður sinnar
á lofti á meðan hún næði
sér. "Við vildum gefa henni
tækifæri á að ákveða sjálf hvað
hún vill gera með framhaldið.
Það er nóg að missa heilsuna
á einni svipstundu þó svo að
fyrirtækið færi ekki líka."
Jónína, móðir Dagnýjar,
slasaðist eins og áður segir
alvarlega í bílslysi í byrjun
janúar. En hún lenti í
árekstri við skólabifreið á
Strandveginum á Sauðár-
króki. Við áreksturinn marg-
kjálkabrotnaði Jónína, fékk
alvarlega áverka á ósæð rétt við
hjarta og talsverður áverki var
á lifur og rifbeinum. Þá hefur
háð henni þónokkur áverki á
kvið sem hún fékk í slysinu
auk þess sem hún lærbrotnaði
og skarst illa í andliti. „Ég á
erfitt með að segja sjálf hvernig
mamma slasaðist enda man
ég þetta ekki allt, það má segja
að þessi tími renni saman í eitt
fyrir mér. Mömmu var haldið
sofandi í þrjár vikur og það er
óhætt að segja að þetta hafi
verið tvísýnt."
Dagný var stödd heima
þegar slysið varð. „Það var
brjálað veður þennan dag og
það tók okkur pabba einn
og hálfan tíma að komast á
Svo fallegt.