Feykir


Feykir - 19.05.2011, Qupperneq 7

Feykir - 19.05.2011, Qupperneq 7
19/2011 Feykir 7 hafa hugmynd um. Hún á eitt ár eftir í náminu, tvö fög fyrir áramót og síðan lokaverkefni. Hestarnir toga líka en Dagný hefur varla komið inn í hesthús eftir áramót nema þá daga sem Róbert er á löngum vöktum og hún sér um að moka og gefa. „Ég hef bara ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér. Við höfum hreinlega ekki haft tíma til þess að leggjast yfir það. Ég er þó ekki á leið í garðyrkjunám, fer þá heldur í byggingafræðina ef ég læri meira. Ég er húsasmiður að mennt og hef áhuga á að mennta mig frekar á því sviðinu," svarar Dagný þegar ég spyr hana hvort hún skelli sér ekki bara í garðyrkjunám. „Þetta er ekkert voðalega líkt, garðyrkjan og smíðarnar en smíðanámið hefur þó komið sér vel fyrir mig hér í vetur enda ýmislegt sem þarf að dytta að enda stöðin kannski ekki sú nýjasta í bransanum." Þrátt fyrir gömul húsakynni stendur stöðin fyllilega fyrir sínu, blómstrandi blóm eru inn um allt og sum hver eru komin út í herðingu. Stefnan hefur síðan verið tekin á að opna þann 25. maí. „Mamma var vön að opna í kringum 20. maí en þar sem ég var að klára skólann bara í síðustu viku frestast þetta um nokkra daga. Held að það komi ekki að sök þar sem gert er ráð fyrir kulda næstu dagana. Við munum því nota tímann fram að opnun til þess að gera blómin tilbúin til sölu auk þess sem alltaf er nóg að gera í kringum kryddjurtirnar." Verður þú með einhverjar nýjungar þetta árið? „Nei, ég held ekki, verð reyndar með meira magn af rauðri margarítu en í fyrra þegar boðið var upp á sýnishorn af henni. Síðan er ég aðeins að spá í að bjóða upp á þurrkaðar kryddjurtir en ég hef verið að prófa mig áfram með það enda eru kryddjurtirnar algjörlega inni á mínu áhugasviði þar sem ég hef gaman að því að elda og finnst enginn matur alvöru nema hafa ferskt hráefni og kryddjurtir." Hvað Jónínu varðar þá er bati hennar hægur en vonandi öruggur. Stefnt er að einni aðgerð til að lagfæra kviðáverkana í ágúst. „Mamma er hægt og bítandi að koma til, hún er aðeins farin að ganga auk þess sem hún er farin að geta setið í stól og prjónað smá stund í einu. Allt er þetta þó breytingum háð en við vonum að þetta verði allt í áttina," segir Dagný að lokum. Dagný vill koma því á framfæri til þeirra sem eiga erindi við Garðyrkjustöðina í Laugarmýri hafa samband við sig í síma 8670247. Plöntusalan hefst 25. maí nk. og verður opið hjá Dagnýju alla daga vikunnar frá kl 13-18. Jónína á góðri stundu. ( UPPSKRIFT ) 1 búnt steinselja 1 búnt timina 1 búnt rósmarín ½ búnt kóríander Olía, salt og pipar og brauðskorpa. Allt sett í mixara þannig að úr verði þykkt gums. Smurt á læri eða hrygg fyrir steikingu í ofni. Myndar stökkan og bragðgóðan kryddhjúp yfir kjötið. Að hætti Dagnýjar Kryddhjúpur á læri eða hrygg Upprennandi dýralæknir og bóndi Mikill dýravinur á Sauðárkróki Á Sauðárkróki býr ungur dýravinur, Herjólfur Hrafn Stefánsson, sem heldur nokkur hefðbundin gæludýr eins og gullfisk, páfagauk, naggrís, hund og kött, sem reyndar hefur fasta búsetu í sveitinni hjá afa og ömmu, og það nýjasta er nú á náttborðinu hjá honum en það er gæsaregg sem vonir standa til að ungi skríði úr áður en langt um líður. Eggið liggur í heimatilbúnu hreiðri sem komið var fyrir í jógúrtvél húsfreyjunnar á bænum. Herjólfur ræddi við blaðamann um tilkomu eggsins og áhuga sinn á dýrum. -Ég var niðri í hesthúsahverfi með vini mínum og við fórum í eggjavarpið og fundum þetta egg. Við tókum það og fórum með það heim og settum það í jógúrtvélina hennar mömmu. Ef það kemur ungi ætla ég með hann í sveitina til afa og ömmu og þegar hann getur flogið þá ætla ég að sleppa honum, segir Herjólfur og aðspurður um hvað jógúrtvélin gerir segir hann að það haldi hita á egginu. Hvort gæsamamma hafi ekki verið brjáluð þegar hann tók eggið segir hann svo ekki vera. –Nei, hún á eftir að verpa meira. Það voru tvö egg í hreiðrinu en eiga að vera sjö þannig að fimm eiga eftir að koma. Herjólfur telur það ekki vandamál að ala ungann upp í sveitinni, þar sem hann éti einungis gras sem nóg er af þar og drekki vatn. Í sveitinni finnst Herjólfi gaman að vera en þar eru hestar og kindur sem hann snýst í kringum og hjálpar til eins og þarf og hann var betri en enginn í sauðburðinum þegar þurfti að hjálpa lömbum í heiminn. –Afi var með allt of stóra hendi til að hjálpa einni kindinni en hausinn á lambinu kom bara út og ég þurfti að ná löppunum til að draga það út. Afi sagði mér hvað ég átti að gera og það tókst, svo kom seinna lambið alveg sjálft, segir Herjólfur sem sagðist hafa Herjólfur Hrafn er mikill dýravinur og hér heldur hann á naggrísnum sínum. þurft að fara með hendurnar alveg upp að olnboga inn í kindina til að björgunin tækist eins og til var ætlast. Eftir þetta hefur hann verið liðtækur í fæðingahjálpinni enda er Herjólfur ekki í vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. –Dýralæknir og bóndi, segir hann hiklaust enda ekki langt að sækja áhugann þar sem pabbi hans, Stefán Friðriksson er starfandi dýralæknir í Skagafirði og afinn býr á bænum Glæsibæ rétt sunnan bæjarins. Fyrir skömmu dó einn gull- fiskurinn á heimilinu og Herjólfur fékk að kryfja hann á læknastofu pabba síns vegna þess að hann langaði að vita hvort fiskurinn væri kven- eða karlkyns. En hvernig er hægt að greina það? –Ég var með smásjá og sá að þetta var karlkyn. Hann var ekki með neina eggjastokka, segir hann og það er ljóst að hann veit sínu viti. En hvert skyldi vera uppáhalds dýrið? –Það er hundurinn, en mig langar í hest, segir Herjólfur sem búinn er að tilkynna mömmu sinni að hann eigi stórafmæli í desember þá 10 ára og hestur væri vel þeginn sem afmælisgjöf. Í stofunni í Ártúninu syngur páfagaukur og synda gullfiskar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.