Feykir


Feykir - 24.11.2011, Blaðsíða 3

Feykir - 24.11.2011, Blaðsíða 3
2 01 1 3 STENDUR MEÐ ÞÉR STAPI, l ífeyrissjóður - Strandgötu 3 - 600 Akureyri - Egilsbraut 25 - 740 Neskaupstað - Sími: 460 4500 - www.stapi.is SJÓÐFÉLAGAYFIRLIT STAPA LÍFEYRISSJÓÐS ER KOMIÐ ÚT Nú ættu allir greiðandi sjóðfélagar Stapa lífeyrissjóðs að hafa fengið sjóðfélagayfirlit sent heim. Mikilvægt er að sjóðfélagar beri saman útsent yfirlit og launaseðla. Launþegi sem ekki hefur fengið yfirlit en telur að vinnuveitandi hafi átt að skila til sjóðsins er bent á að hafa samband við starfsfólk sjóðsins. Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa við gjaldþrot, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til lífeyrissjóðsins. Ef upplýsingar um iðgjöld vantar á yfirlitið er mikilvægt að launþegi tilkynni það til lífeyrissjóðsins, með framlagningu launaseðla innan 60 daga frá útsendingu yfirlits. Komi ekki fram athugasemd frá launþega, er lífeyrissjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum sem þessi iðgjöld skapa, að því marki sem þau fást greidd. Björn Jóhann Björnsson safnaði saman skemmtisögum af Skagfirðingum sem nú eru að koma út á bók og segir hann hér frá tilurð bókarinnar. -Guðjón Ingi Eiríksson hjá Bókaútgáfunni Hólum kom að máli við mig í lok síðasta árs og spurði hvort ég vildi taka að mér að safna saman skemmtisögum af Skagfirðingum. Guðjón hefur verið ötull við útgáfu á gamansögum af ýmsu tagi og m.a. með staðbundnum sögum eins og af Eyjamönnum og Norðfirðingum. Hann hafði gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að koma með gamansögur af Skagfirðingum, eða allt frá því að Hólar gáfu út Skagfirsk skemmtiljóð í samantekt Bjarna Stefáns Konráðssonar frá Frostastöðum. Þær bækur komu út í þremur bindum og gáfu ekki aðeins vel til kynna hversu hagyrtir Skagfirðingar eru heldur ekki hvað síst þeir eru skemmtilegir. Sagnahefðin er mikil á svæðinu og Skagfirðingar hafa haft gaman af því að segja sögur hver um annan. Þeir hafa aldrei verið þekktir fyrir að taka sig hátíðlega og verið hæfilega kærulausir í leik og starfi. Eins og þegar komið var eitt sinn til Frigga gamla á Svaðastöðum og sagt að smurolían væri búin á dráttarvélinni sem var verið að slóðardraga á. Þá sagði Friggi bara: Þetta er allt í lagi, við bætum bara duglega á hana næst! Leitaði uppi þá menn sem ég vissi að lumuðu á góðum sögum -Ég ákvað semsagt að slá til og byrjaði á að skoða hvað væri til af svona sögum í rituðum heimildum. Komst fljótt að því að þær hafa víða verið skráðar hér og þar, og undraðist eiginlega að svona bók hafi ekki áður verið tekin saman, miðað við efniviðinn. Síðan fór ég að sjálfsögðu á stúfana og leitaði uppi þá menn sem ég vissi að lumuðu á góðum sögum. Sá listi lengdist alltaf og er ekki enn tæmdur. Þessi bók er vonandi bara sú fyrsta af fleirum því af nægu er að taka og söfnunin ekki nánda nærri búin. Þarna Björn Jóhann Björnsson tók saman Skagfirskar skemmtisögur Allt til gamans gert Björn Jóhann léttur í lund. vantar ennþá fjölmargar góðar sögur og ég veit t.d. um margar eldri sögur, sem alls ekki eru síðri en af síðari tíma Skagfirðingum, m.a. sögur af Marka- Leifa, Myllu-Kobba, Ólafi á Starrastöðum, sr. Páli á Knappstöðum, Ísleifi Gíslasyni, Gvendi snemmbæra, Óskari Þorleifssyni og þannig mætti lengi telja. Við val á sögum sem enduðu í bókinni reyndi ég að hafa blöndu úr áður rituðum heimildum og sögum sem ekki hafa áður komist á prent, eftir því sem best er vitað. Ég vona líka að þessi bók kveiki hugmyndir og ábendingar um fleiri sögur sem ég tek glaður við. Ef svo ólíklega vill til að mér hafi takist að móðga einhvern með sögum í bókinni er sá hinn sami hér með beðinn innilegrar afsökunar. Allt er þetta til gamans gert og góð saga má heldur aldrei gjalda sannleikans, eins og einhvers staðar stendur. Ég vil líka þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við sagnasöfnunina og veittu hollráð og ábendingar. Góð skemmtisaga er auðvitað best sögð í munnmælum í góðra manna hópi en með bókinni er líka komið tæki fyrir þá sem vilja slá um sig á mannfögnuðum. Bókin er þó ekki síður tekin saman til að varðveita heimildir sem hætt er við að glatist með hverjum þeim sagnamanni sem fellur frá. Meðalaldurinn á sagnamannalistanum er hár og vissara að bíða ekki of lengi að tæma hann. Það er ekki endilega tryggt að sögurnar gangi mann fram af manni. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.