Feykir


Feykir - 24.11.2011, Síða 15

Feykir - 24.11.2011, Síða 15
201 1 1 5 Hörður Ingimarsson skrifar Gamlir áningar- staðir kvaddir Þegar Skagfirðingar bregða sér af bæ og eiga leið suður yfir „Heiðar“ og heim aftur er farið ýmist um Vatnsskarð eða í seinni tíð um Þverárfjall. Ferðatíminn til Reykjavíkur við bestu skilyrði oft röskar fjórar stundir og þá farið um Hvalfjarðargöng. Vegalengdin um 290 km á bundnu slitlagi, sannkölluð hraðbraut miðað við fyrri tíma. Hér áður fyrr, ef farið er svona fimm, sex áratugi aftur í tímann, tók ferðalagið svona átta til tólf tíma þegar best lét, jafnvel sólahringa þegar illviðri og snjór tepptu för. Aurbleytan á vorin gat verið erfið og vatnsflóð af og til eins og t.d. við Hvítárbrú í Borgarfirði og í Norðurárdal. Það voru um 378 km til Reykjavíkur á þessum árum, allt mjóir malarvegir, jafnvel niðurgrafnir slóðar á köflum eins og í Hrútafirðinum. Bundið slitlag hreinlega ekki til nema í höfuðborginni. Áningarstaðir voru mjög þarfir á þessum árum og uxu upp og þróuðust í takt við samgöngurnar og vegi sem smátt og smátt voru bættir. Norðanmaður á heimleið Þegar farið var úr Reykjavík var lengi vel ævinlega stoppað í Hvalstöðinni í samnefndum firði, seinna kom Botn- skálinn til, skemmtilegur staður. Mjög vinsælt var að stoppa við Hvítárbrúna sérlega myndrænt og fagurt umhverfi og ágætar veitingar. Á þessum árum var Borgarnes úr leið og áratugir í Bauluna sem nú er lítill notalegur staður fyrir bolla af kaffi. Hreðavatnsskálinn var draumastaður, fínar veitingar, gisting og mikil þjónustulund, fullt af fallegum stelpum og yndislegt umhverfi. Böllin á Hreðavatni voru nú ævintýri út af fyrir sig. Fornihvammur í Norðurárdal Er komið var að nyrstu mörkum Hellis- tungna var farið yfir Norðurána og rennt í hlað í Fornahvammi. Hótelið stóð á reisulegum stað og það var tignarleg sýn af hlaðinu til allra átta. Eitt sinn eftir miðjan vetur 1967 voru tepptir nokkrir tugir bíla, mest flutningabílar sem ekki komust norður yfir Holtavörðuheiðina. Öll hersingin gisti í Fornahvammi, hver krókur og kimi var þétt setinn. Veisluföng voru sótt í bílana og upphófst árshátíðar-stemning með glasaglaum og söng. Þeir sem áttu tíðar ferðir um Holtavörðuheiðina höfðu átt margar slíkar gleðistundir í Fornahvammi en nú er hún „Snorrabúð“ stekkur. Það var árið 1831 sem Fjallvegafélagið lét reisa sæluhús í Fornahvammi. Búseta var tekin upp 1845 en síðan samfelld frá 1853 til 1977 og talið að gistiþjónusta byrji 1883 allt til ársins 1976 eða rétt tæplega öld. Fyrsti bíllinn fór yfir Holtavörðuheiði 1927. Fornihvammur hafði því þjónað umferð gangandi og ríðandi í nærri 150 ár og loks bifreiðum síðustu 50 árin. Þekktasti áningarstaður landsins á Stað tók við hlutverkinu er vegabæturnar lögðu Fornahvamm af sem var í eigu ríkisins og komin í vanhirðu. Samkeppnin norðan „Heiðar“ og dugnaður Staðarmanna við uppbyggingu og þjónustu skiptu sköpum. Óhugsandi var að reka öfluga þjónustu við sitthvorn heiðarendann. Þjóðleið um „Heiðina“ um aldir Þegar komið er upp úr Norðurárdalnum í sunnanverðan heiðarsporðinn er farin „Biskupsbeygjan“ kennd við Ásmund biskup sem lenti þar í vandræðum á sjötta áratugnum, liðinnar aldar, á leið sinni úr vísitasíu í Skagafirði. Á háheiðinni norðan Bláhæðar sér vítt um Norð- urland jafnvel Mælifellshnjúkurinn blasir við í góðu skyggni og þá finnst Skagfirðingnum orðið stutt heim. Þegar hallar norður af og komið er norður fyrir Miklagilið í höllin og brekkurnar vestur af Grænumýrartungu sést út um allan Hrútafjörð og gamli Staðarskáli blasir við austan Hrútarfjarðarár og norðan Síkár. Litlu utan Grænumýrartungu verður gamla símstöðin í Brú sýnileg. Heillandi áningarstaður og símstöð Það leiddi eitt af öðru. Símstöðin á Borðeyri var flutt í Brú árið 1951. Ríkið keypti land undir símstöðina sem tengdi saman símalínur allt frá Austfjörðum um Norðurland, Vestfirði og Dali. Árið 1939 hafði verið lagður jarðstrengur frá Krókalækjum í Norðurárdal um Holtavörðuheiði og norður í höllin í landi Grænumýrartungu. Bilanir á loflínum sem lagðar voru 1906 um „Heiðina“ höfðu verið erfiðar viðfangs og mikið í húfi að hafa samböndin í lagi. Símstöðin í Brú var mannfrek sem lagði grunn að merkilegu og litríku mannlífi fyrir botni Hrútafjarðar og óx og dafnaði áratugum saman. Kaupfélagið á Borðeyri setti upp litla verslun 1954 sem smátt og smátt breyttist í mjög góðan veitinga- og söluskála árið 1971 sem veitti góða þjónustu við umferðina bæði norður og til Stranda og Vestfjarða. Þessi rekstur var í samstarfi við Olíufélagið Esso. Starfsfólkið kom margt af bæjunum vestan Hrútafjarðar og víðar af landinu. Fyrir okkur sem vorum tíðir gestir á svæðinu var gott að geta heimsótt staðina í Brú og á Stað á víxl það var góð tilbreyting. Brúarskáli var rifinn og aflagður árið 2008 og er gjörsamlega horfinn af yfirborðinu ekki tangur né tetur eftir. Þjóðvegurinn liggur nú yfir endilöngum grunni skálans þar sem áður var setið við góðar veitingar í ró og næði. Allt er í heiminum hverfult. Skáli skálanna á Stað Haldið er frá Brú sunnan gömlu símstöðvarinnar yfir Hrútafjarðará, norðan stórbýlisins Hrútatungu yfir Síkána með Bálkastaði á hægri hönd og komið í hlað á Staðarskála. Staður var um aldir í þjóðbraut er farið var úr Norðurlandinu í Borgarfjörð til vertíðar við Faxaflóann og víðar. Þar lágu einnig leiðir póstanna í ýmsar áttir jafnvel allt norður á Strandir. Fyrstu olíutankar voru settir upp 1929 af dönsku fyrrtæki D.T.P.A. sem Esso tók síðar við. Þegar verslunarrekstur var aflagður á Norðurbraut nokkru sunnan Hvammstanga, flutti Shell starfsemi sína þaðan í Stað. Það var svo kringum 1950 sem lítill söluskúr var settur upp með sælgæti og gosdrykkjum í tengslum við bensínsöluna. Snemmsumars 1956 kom sá sem þessar línur skrifar í þennan skúr og keypti lítilræði af Eiríki Gíslasyni sem þá var 26 ára gamall. Við höfum verið kunningjar um langan tíma allt fram á daginn í dag. Eiríkur var óaðskiljanlegur partur af Staðarskála alla tíð. Staðarskálinn er svo formlega stofnaður 9. júní 1960 og varð snemma landsþekktur meðal fólks órjúfanlega tengdur ferðalögum milli Norður- og Suðurlands. Bækistöð flutningabíl- anna, viðkomustaður Norðurleiðar sem gaf tíma til að rétta úr fólki og nærast eftir þörfum. Litríkastur allra á Stað var Magnús Gíslason fæddur 1937 dáinn 1994. Maggi á Stað sem hann var jafnan kallaður var slíkur stórreddari, harðdrægur þrekmaður og óvílinn að ekkert var það sem hann gat ekki leyst. Hann var betri en enginn er stórhríðar og ófærð tepptu för á „Heiðinni“. Tugir jafnvel hundruðir manna nutu aðstoðar Staðarmanna er mestu áhlaupaveðrin gengu yfir. Það eru margir sem eiga þeim greiða að gjalda og verður seint fullþakkað. „Fáðu þér eitthvað“, sagði Maggi stundum þegar ferðalangarnir litu eitthvað ræfilslega út eftir volkið. Farsæl sambúð og mikið barnalán Það var lánið hans Magga eins og svo margra annarra við Hrútafjörðinn hve mikið kvennaval kom til starfa að símanum í Brú. Þetta var eins og kvennablóminn á Kvennaskólanum á Blönduósi og Löngumýri í Skagafirði. Stelpurnar sáu mannsefni á hverju strái og strákarnir ekki síðri að finna sér lífsförunaut. Bára Guðmundsdóttir kom 1958 norðan úr Ófeigsfirði á Ströndum til starfa í Brú með ein árs gamla telpu Brúarskáli 8. ágúst 2008. Baðaður í kvöldsól og blíðviðri. Fáeinum dögum seinna hafði „Skálinn“ verið jafnaður við jörðu. Í norðaustri sést gamla símstöðin í Brú tekin í notkun 1951 og húsið stendur enn og hefur fengið nýtt hlutverk. Mynd: hing. Staðarskáli 12. október 2007. Enn iðandi mannlíf á hlaðinu á góðum haustdegi og eitt á til loka starfseminnar. Mynd: hing.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.