Feykir


Feykir - 24.11.2011, Qupperneq 20

Feykir - 24.11.2011, Qupperneq 20
2 01 12 0 Skyrterta að hætti Elsu Eggertsdóttur Jólaávaxtakaka að hætti Báru Garðarsdóttur 250 gr. sykur 250 gr. smjörlíki 1 tsk. vanilludropar 4 egg 280 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 gr. súkkulaði (rifið) 70 gr. hrámarsípan 100 gr. hnetur 200 gr. kokkteilber 100 gr. þurrkaðir ávextir Heilar möndlur til skrauts Hrærið saman sykur og smjörlíki ásamt vanilludropum, setjið þá eggin eitt í einu og hrærið vel á milli. Setjið hveiti og lyftiduft og vinnið vel saman. Takið allt annað sem á fara í kökuna og blandið öllu saman í skál, setjið eina matsk. af hveiti saman við og hrærið, síðan er því blandað varlega saman við deigið. Sett í lausbotna form (22-25 cm í þvermál). Raðið möndlunum ofan á til skrauts. Bakað við 170°C í ca. 90 mín. Gott er að bleyta í kökunni með koníaki þrisvar sinnum á þriggja daga fresti. Pakkið kökunni vel inn og geymið. Kakan er mjög góð eftir ca. 3-4 vikur. LU kex 500 gr. vanilluskyr 250 ml. rjómi 1 krukka kirsuberjasósa LU kex sett í botninn á kringlóttu kökuformi, vanilluskyr og rjómi þeytt saman og sett ofan á kexið. Síðan er kirsuberjasósu hellt yfir. Blúnduterta að hætti Guðlaugar Sigurðardóttur 225 gr. smjör 8 msk. sykur 3 dl. haframjöl 3 dl. hveiti Krem: 2¼ dl. kaffirjómi 1½ dl. sykur 1½ msk. smjör 1½ msk. síróp 1½ msk. kakó 4½ dl. rjómi þeyttur Möndluspænir eða saxaðar hnetur Hrærið smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst. Blandið haframjöli og hveiti saman við. Breiðið deigið út í tvo kringlótta botna, um það bil 28 cm, á plötu klædda bökunarpappír. Bakið við 200°C í um það bil 10 mín. Kælið og losið varlega af pappírnum. Blandið öllu saman sem í kremið á að fara í pott. Látið krauma við hægan hita í um það bil 25 mín. eða þar til það fer að þykkna. Látið kremið kólna án þess að storkna. Breiðið það yfir annan botninn eða báða eftir smekk. Látið standa til næsta dags. Leggið botnana saman með rjóma. Dreifið möndlum eða hnetum yfir. Líka er hægt að nota ávexti í rjómann á milli botnanna ef vill og skreyta kökuna líka að ofan með rjóma. Vanilluís að hætti Aðalheiðar Jónsdóttur 6 eggjarauður 100 gr. sykur 5 dl. rjómi 1 msk. vanillusykur eða vanilludropar Eggjarauður og sykur er unnið vel saman. Þeyttum rjómanum er blandað rólega saman við ásamt vanillusykrinum. Frystið og berið fram með súkkulaði- sósu og ávöxtum. Heit rúlluterta að hætti óru ormóðsdóttur 1 askja beikonostur 4 msk. majónes ½ paprika 1/3 blaðlaukur (hvíti hlutinn) ¼ dós ananaskurl (allt innihaldið) 100 gr. sveppir 6 sneiðar skinka Salt Pipar Köd og grill – krydd Paprika, blaðlaukur, sveppir og skinka brytjuð niður. Hrært saman við beikonostinn, majónesið og ananasinn. Kryddað að vild. Sett inn í rúllutertubrauð. 3 msk. majónes smurt utan á tertuna, 1 msk. Season-All kryddi dreift yfir, 8 sneiðum af osti raðað ofan á tertuna. Bakið í 30 mín. við 150°C. Rúgbrauðsterta að hætti Guðlaugar Sigurðardóttur 4 egg 200 gr. sykur 140 gr. rifið rúgbrauð 60 gr. hveiti 1½ tsk. ger 1 msk. kakó Fylling: 3 epli 1-2 bananar Sítrónusafi 2½ dl. rjómi Egg og sykur þeytt ljóst og létt. Rifið rúgbrauð, hveiti, ger og kakó sett varlega saman við. Bakað við 180° í 10-15 mín. Botnarnir kældir. Í kremið eru eplin rifin niður, bananinn stappaður og sítrónusafinn settur í. Þetta er sett saman við þeytta rjómann og sett á milli botnanna. Rjómi 2 1/2 dl settur ofan á tertuna, skreytt með After Eight plötum sem skornar eru horn í horn. Einnig má nota hindber saman við rjómann á milli botnanna og ofan á kökuna. Látið standa í kæli yfir nótt.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.