Feykir


Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 3
27/2012 Feykir 3 HEKLA þakkar fyrir frábærar móttökur í hringferðinni um landið Við keyrðum allan hringinn og hittum fullt af skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Knattspyrna karla : Tindastóll - Höttur 6-2 Nýliðarnir í 1. deild, Tindastóll og Höttur Egilsstöðum, mættust á Króknum sl. laugardag og var spilað við fínar aðstæður, 15-20 stiga hita og smá sunnangolu. Það voru heimamenn sem unnu öruggan sigur, 6-2, og sýndu í raun frábæran leik í vörn og sókn. Ben Everson gerði fyrsta mark Stólanna á 8. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 30. mínútu. Strax í næstu sókn náðu heimamenn forystunni á ný þegar Dominic Furness skallaði í mark Hattar eftir hornspyrnu. Theo bróðir hans bætti síðan við tveimur glæsilegum mörkum fyrir hlé og staðan því 4-1 í leikhléi. Höttur minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik þegar Stefán Þór Eyjólfsson gerði annað mark sitt í leiknum en það var nú frekar slysalegt. Gestirnir sóttu hvað þeir gátu en sköpuðu sér fá færi, öfugt við Stólana sem fengu aragrúa dauðafæra í síðari hálfleik. Ben gerði loks annað mark sitt í leiknum á 72. mínútu og Max Touloute gulltryggði sigurinn með fínu marki undir lok venjulegs leiktíma. Lið Tindastóls var fantagott í leiknum og var að leika skínandi fótbolta. Þjálfari gestanna var aftur á móti ekki ánægður með framlag sinna manna og sagði þá hafa látið leikmenn Tindastóls líta út eins og lið Manchester United. Höttur hafði fyrir leikinn aðeins fengið á sig 6 mörk í deildinni en leikmenn Tindastóls náðu að tvöfalda þá tölu. Þrír leikmenn Stólanna voru valdir í lið 9. umferðar á Fótbolti. net en það voru þeir Dominic Furness, Theo Furness og Ben J. Everson. Næsti leikur Tindastóls er á Sauðárkróksvelli þriðjudaginn 17. júlí og hefst kl. 20:00. /ÓAB Átta marka stór- veisla á Króknum Einn af hápunktum ársins Íslandsmót í hestaíþróttum á Vindheimamelum þann dag er hægt að negla niður tímasetningar. „Við búumst við á annað hundrað knapar taki þátt og að mótsgestir gætu orðið um eitt til tvö þúsund yfir helgina. Reiknað er með að mótið fái góða athygli meðal fjölmiðla en t.d. mun Ríkissjónvarpið verða með beina útsendingu frá úrslitunum á sunndeginum,“ segir hann. Eyþór segir að viðburður sem þessi byggi á því að heimafólk sé tilbúið að taka þátt á öllum sviðum, sem starfsmenn á Melunum, sem gestgjafar, sem gestir mótsins o.s.frv. „Vonandi skilar þessi fyrirhöfn sér í því að við eflum okkar svæði, styrkjum tengsl við hestafólk í öðrum landshlutum og höfum af þessu eitthvert gaman. Íslandsmót er einn af hápunktunum í hesta- geiranum ár hvert og stærsti viðburðurinn á norðurlandi þetta árið. Óhætt er að hvetja allt hestaáhugafólk fjær og nær að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara,“ segir Eyþór í lokin. Upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á www.horse.is/ im2012. /BÞ Frá Vindheimamelum. Það má búast við skemmti- legu Íslandsmóti á Vind- heimamelum dagana 18. - 22. júlí. Þarna er von á bestu knöpum landsins etja kappi á frábærum gæðingum í átta hefðbundnum hestaíþróttagreinum. „Við leggjum uppúr því að hafa stemninguna notalega og bendum ferðafólki á að það sé tilvalið að koma í Skagafjörðinn þessa helgi, kíkja á mótið og gera eitthvað fleira skemmtilegt hér á svæðinu í leiðinni. Það kostar ekkert inn á mótssvæðið, þarna verða leiktæki fyrir börn og hægt að komast á bak hjá Hestasport. Stefnan er að gera veitingaskálann að huggulegum veitingastað,“ segir Eyþór Einarsson framkvæmdastjóri mótsins. Á laugardagskvöldið verður grill og gaman og síðan verður hestamannaball í Miðgarði með hljómsveitinni Spútnik. Dagskráin liggur ekki endan- lega fyrir, en skráningu líkur fimmtudaginn 12. júlí og eftir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.