Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 07/2013
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Hross í nautahakkinu
Ekki eru þær gáfulegar aðferðirnar hjá kjötframleiðendum í
Evrópu að blekkja neytendur með því að nota hrossahakk í
tilbúna rétti í stað nautahakks eins og vera átti samkvæmt
innihaldslýsingu. Fréttir herma að þeir reyndu ekki einu sinni
að drýgja nautahakkið heldur notuðu hrossið aðallega. Betur
hefði verið að segja ekki allan sannleikann, segja bara að
vörurnar innhaldi hakk. Nú ætla ég ekki að hallmæla
hrossakjötinu, sem mér finnst alveg ágætt, heldur eru það
vörusvikin sem eru ámælisverð. En skyldi þetta vera
einsdæmi? Það held ég því miður ekki. Auðvelt er að fela það
hvað fer í unnin matvæli ætli framleiðendur sér að gera það
og því ætti eftirlitið að vera sívökult fyrir því. Þetta á líka við
um fiskinn. Ýsu í raspi hef ég keypt en var þorskur þegar að
var gáð. Þorskurinn er fínn í raspi en þarna voru vörusvik á
ferðinni þar sem ég ætlaði ekki að fá þorsk. Ég frétti það svo
seinna að þetta ágæta fiskvinnslufyrirtæki sem framleiddi
vöruna notaði smáþorskinn í þessa vörulínu og gekk bara
býsna vel. En þegar menn komast upp með slíka háttsemi er
hætta á að þetta verði að eins konar íþrótt hjá framleiðendum.
Hver kannast ekki við að hamborgarinn brúnast ekki á
pönnunni, bara sýður og minnkar um helming þegar vatnið
sem hefur verið notað í aukapróteinið gufar upp. Það sama
má segja um kjúklingabringurnar. Ef þær fá að þiðna í
umbúðunum sér maður að helmingurinn er vatn sem maður
keypti. En það er náttúrlega ekki rétt að tala um vörusvik í
þessum tilvikum ef innihaldslýsingin er rétt og segir til um
magn vatnsins sem er í vörunni. En hvað er ég að röfla um
þetta, bersyndugur maðurinn. Mig langar bara að vara ykkur
við sviknum vörum og röngum innihaldslýsingum næstu
vikurnar – kosningar eru í nánd.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Nýr styrkur til dvalar í Künstlerhaus Lukas í Þýskalandi
Listamenn geta
sótt um styrk
Samband íslenskra
myndlistarmanna, Nes
listamiðstöð á Skagaströnd
og Künstlerhaus Lukas hafa
gert með sér samstarfssamn-
ing til næstu tveggja ára um
listamannaskipti í gestavinnu-
stofur á Íslandi og í Þýska-
landi. Umsóknir sendist í
síðasta lagi fyrir sunnudaginn
24. febrúar nk.
SÍM og Nes hafa auglýst
styrki fyrir listamenn búsetta á
Íslandi sem áhuga hafa á
mánaðardvöl í Kunstlerhaus
Lukas listamiðstöðinni í
Ahrenshoop í Þýskalandi.
Styrkurinn felst í niðurfellingu
dvalargjalda fyrir einn mánuð,
en listamennirnir kosta sjálfir
ferðir og uppihald. Um er að
ræða eitt pláss á ári frá hvorri
gestavinnustofu. Mögulegir
dvalartímar eru mars, apríl,
júní eða september 2013.
Samkvæmt samstarfssamn-
ingnum velur sameiginleg
dómnefnd SÍM og Ness
listamennina úr innsendum
umsóknum. /BÞ
Tillaga til þingsályktunar
Vilja Alexandersflug-
völl sem varaflugvöll
Lögð hefur verið fram tillaga,
fimm alþingismanna í
Norðvesturkjördæmi, til
þingsályktunar um að
Alexandersflugvöllur á
Sauðárkróki verði gerður að
varaflugvelli fyrir Keflavíkur-
flugvöll, Reykjavíkurflugvöll
og Akureyrarflugvöll og er því
er beint til innanríkisráðherra
að hann láti taka út kosti
þess.
Flutningsmenn telja einsýnt
að verulegur ávinningur gæti
verið að því að byggja Alex-
andersflugvöll upp sem vara-
flugvöll fyrir Reykjavík og
Keflavík, segir í greinargerð.
Augljóst sé að slíkur flugvöllur
mundi þjóna Akureyri vel sem
varaflugvöllur og tryggja og
treysta þá mikilvægu starfsemi
sem þar er rekin í sambandi við
ferðaþjónustu og flug almennt,
segir þar ennfremur.
„Í ljósi þessa er því beint til
ráðherra að ráðast í nauðsynlega
undirbúningsvinnu og rann-
sóknir til að hægt sé að hrinda
þessum hugmyndum í fram-
kvæmd og er lagt til að ráðherra
láti kanna kosti þess að gera
Alexandersflugvöll á Sauðár-
króki að varaflugvelli fyrir
Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkur-
flugvöll og Akureyrarflugvöll.
Ráðherra kynni Alþingi niður-
stöður þeirrar könnunar eigi
síðar en í september 2013,“ segir
í greinagerð þeirra Gunnars
Braga Sveinssonar, Ásmundar
Einars Daðasonar, Ólínu
Þorvarðardóttur, Einars K. Guð-
finnssonar og Jóns Bjarnasonar,
sem eru flutningsmenn til-
lögunnar. /PF
Slökkvitækjaþjónusta
hefur rekstur á Blönduósi
Endur-
hleður
slökkvi-
tæki
Nýtt fyrirtæki sem nefnist
Slökkvitækjaþjónusta
Norðurlands hefur hafið
rekstur á Blönduósi.
Fyrirtækið tekur að sér að
þjónustuskoða, endurhlaða
og hlaða slökkvitæki af
flestum gerðum og
stærðum. Einnig er hægt að
nálgast flestar gerðir af
reykskynjurum, eldvarnar-
teppum og öðrum
eldvarnarbúnaði.
Fyrirtækið er með aðstöðu
í slökkvistöðinni á Blönduósi
og tekur við tækjum eftir
hádegi kl. 13:00 til 17:00
mánudaga til föstudaga. /BÞ
Vetrarhátíð í Skagafirði
Mikið um
að vera
Vetrarhátíð hófst í
Skagafirði sl. föstudag og
stendur fram á sunnudag.
Skíðasvæðið í Tindastóli er
miðpunktur hátíðar-
haldanna með fjölbreyttri
dagskrá og tónlist sem
hljómað hefur í fjallinu
alla dagana.
Allir eru hvattir til að skoða
dagskrána en hún er stútfull af
skemmtilegum uppákomum
allt fram að síðustu stundu.
Dagskrána er m.a. hægt að
finna á Feyki.is.. /PF
Meleyri hefur
rækjuvinnslu á ný
Rækja unnin á Hvammstanga
Meleyri á Hvammstanga,
ein elsta rækjuverksmiðja
landsins, hefur verið opnuð
aftur eftir stopula starfsemi
undanfarin ár. Nesfiskur í
Garði keypti verksmiðjuna,
og hefur ráðið tólf manns til
starfa. Samkvæmt
heimildum Ríkisútvarpsins
hyggst fyrirtækið senda tvo
togara á rækjuveiðar.
Þegar Meleyri var lokað
árið 2006 misstu 20 manns
vinnuna. Einhver starfsemi
hefur verið síðustu árin í
verksmiðjunni en mjög lítil
síðasta árið. Á Rúv.is segir að
ánægja ríki á Hvammstanga
með kaupin og eru nokkrar
væntingar bundnar við
starfsemina.
Til að byrja með verður
unnin frosin rækja frá
Kanada, en togararnir tveir,
Berglín GK 300 og Sóley
Sigurjóns GK 200, halda
bráðlega á veiðar. Annar
þeirra mun landa á Hvamms-
tanga til að byrja með.
Baldvin Þór Bergþórsson,
verkefnastjóri hjá Nesfiski,
segir í samtali við Ríkis-
útvarpið að ætlunin sé að vera
með starfsemi fyrir 10-15
manns og að útlitið sé gott.
Hann vonast til að veiðar
gangi vel og haldi fram-
leiðslunni í landi gangandi.
Ákveðið hafi verið að prófa
þetta svo bátarnir fengju
verkefni, því kvóti fyrirtækis-
ins hefði verið skertur. /BÞ
Frá Hvammstanga.
Blönduósbær
Endurfjár-
magnar lán
Bæjarstjórn Blönduósbæjar
hefur samþykkt að taka lán
hjá Lánasjóði sveitarfélaga
ohf. að fjárhæð 40 milljónir
kr. til að endurfjármagna
afborganir sveitarfélagsins
hjá Lánasjóði sveitarfélaga
á árinu 2013. Þetta kemur
fram í fundargerð frá 12.
febrúar sl.
Í fundargerð kemur fram
að til tryggingar láninu standa
tekjur sveitarfélagsins. /BÞ