Feykir


Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 11
07/2013 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina verður hvíldinni feginn. Tilvitnun vikunnar Láttu engan dag líða svo að þú brosir ekki. - Pelle Holm Sudoku Frostbeinn Kolráður var vart af barnsaldri þegar hann fór að renna hýru auga til kvenna. Gunnlinda Bjartfríður var aftur á móti lítt hrifin af gelgjudrengjum á Snæfellsnesi. Því var það himnasending fyrir Gunnlindu Bjartfríði þegar Frostbeinn Kolráður birtist eldsprækur á nesinu og var hún ekki lengi að flækja drenginn í veiðarfærum sínum og hafa þau allar götur síðan gist í sömu höfn. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur THEADÓRA INGA GUNNARSDÓTTIR -Neyðarlínan. Hann er mjög áhugaverður og svo er pabbi í slökkviliðinu og það er gaman að sjá hvað hann gerir. INGIBJÖRG DÖGG GUNNARSDÓTTIR -Glee. Tónlistin er skemmtileg. BERGLIND BIRTA GUÐMUNDSDÓTTIR -Pretty Little Liars. Mér finnst sakamál spennandi. Fólk týnist og það þarf að finna vísbendingar. JÓHANNA BJÖRK AUÐUNSDÓTTIR -Simpsons, þeir eru fyndnir. ELÍSA SIF ÁRNADÓTTIR -I Hate My Teenage Daughter. Þeir eru fyndnir og það er gaman að horfa á þá. Feykir spyr... Hvað er uppáhalds sjónvarps- þátturinn þinn? [Spurt á Blönduósi] Krossgáta Anna Sólveig og Rögnvaldur kokka Gúllassúpa & súkkulaðislys MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglindth@feykir.is valdur Ingi Stefánsson frá Sauðárkróki. Þau skora á Hildi Haraldsdóttur og Skarphéðinn Kristinn Stefánsson úr sama bæjarfélagi. Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru Anna Sólveig Sigurjónsdóttir og Rögn- AÐALRÉTTUR Þýdd og staðfærð Gúllassúpa fyrir 4-6 600 gr gúllas (gott að nota hrossakjöt annars er nautkjöt fínt) vel væn smjörklípa 2 laukar salt og pipar 1 dl tómatsósa 2 -3 súputeningar 1 ¼ lítri vatn 6 stórar kartöflur 3 dl hrísgrjón Aðferð: Byrjið á því að skera kjötið og laukinn í frekar litla bita, setjið smjörið í pottinn um leið og kveikt er á hellunni síðan kjöt og lauk þegar smjörið er aðeins að byrja að krauma, kjötið þarf ekki að brúnast bara lokast, saltið og piprið, sprautið tómatsósunni úr flöskunni útí pottinn og hrærið aðeins saman við. Vatni og súputeningum bætt útí og látið sjóða í 45 mín. Á meðan eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í hæfilega munnbita. Síðan eru kartöflur og hrísgrjón sett út í og soðið í 30 mín. Það má alveg bæta við vatni ef súpan þykir of þykk í því tilviki er ágætt að hita vatn í hraðsuðukatli og hella útí og eins þarf kannski að auka piparinn því súpan er betri ef hún bítur aðeins í bragðlaukana. Svo er nauðsynlegt að hafa sem meðlæti heilhveitibrauð með miklum osti. Þessi súpa er heil máltíð sem stendur vel með manni eftir erfiðan dag í miklu stússi hvort sem það eru göngur eða önnur skemmtun (þess vegna er gott að hafa kjöt og kartöflur í frekar smáum bitum) og ákaflega góð daginn eftir, þ.e.a.s. ef hún hefur ekki klárast en þá er bara að sjóða meira. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðislys í eldhúsinu Botn: 4 egg 2 dl sykur 200 gr smjör 200 gr súkkulaði 1 dl hveiti Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman, smjör og súkkulaði brætt og blandað saman við eggja- sykurþeytinginn, hveiti blandað varlega saman við. Bakað við 170°C í 27 – 30 mín. Ofaná: 250 gr suðusúkkulaði 50 gr smjör 2,5 dl rjómi Aðferð: Ef menn vilja breyta súkkulaðibragðinu má setja útí þetta 2 msk Grand Marnier, vanilla eða piparmynta. Allt brætt saman við lágan hita og smurt ofaná kökuna þegar hún hefur kólnað aðeins. Með þessu er langbest að hafa mikið af þeyttum rjóma til að vega upp á móti sætunni. Verði ykkur að góðu! Ótrúlegt en kannski satt Það er einfalt í dag að fá gerfitönn hjá tannlækni gerist þess þörf en auðvelt var það ekki fyrr á öldum. Gulltennur voru notaðar snemma á 18. öld en stundum var notað fílabein eða jafnvel tennur úr flóðhestum sem snikkaðar voru til. Auðveldasta leiðin var þó að nota tennur dauðra manna, sem mikið framboð var af á ófriðartímum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.