Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
07
TBL
21. febrúar 2013 33. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
HELGARTILBOÐ
Tilboð gilda meðan birgðir endast
KS krydduð
helgarsteik 1898,-kg.
Kjúklingabringur
1998,-kg.
Rjómi
½ ltr 379,-
Jarðaber
250gr box 299,-
Sveppir
250gr box 229,-
Sætar kartöflur
279,- kg.
Gevalia kaffi
500gr 719,-
FP makroner kökur
250gr 129,-
Síríus suðusúkkulaði
300gr 389,-
Toblerone
100gr 189,-
Coke/Coke light
1ltr 169,-
MÁLARA TILBOÐ
á blindrömmum, penslum
og akrílmálningu.
Kynning á nýjum knöpum KS deildarinnar
Vel stemmd fyrir
flestum greinum
fyrr í vetur. Hekla er borin og barnfæddur sunn-
lendingur, nánar tiltekið frá bænum Árbæjar-
hjáleigu 2 sem er í Rangárþingi.
Hekla er 22 ára nýútskrifaður reiðkennari frá
Hólaskóla og í vetur var hún ráðin sem reiðkennari við
skólann fram í júní. Hún hefur verið að kenna annars
árs nemum sem og fyrsta árs nemum í vetur og finnst
það bara skemmtilegt.
Hekla hefur ekki tekið þátt í KS deildinni áður en
hinsvegar einu sinni tekið þátt í meistaradeildinni fyrir
sunnan og gekk það nokkuð vel að hennar sögn. -Hef
samt heyrt að það sé miklu skemmtilegra í KS
deildinni... er það rétt?, spyr hún en henni líst rosalega
vel á komandi keppnir. -Er vel stemmd fyrir flestum
greinum. Slaktaumatölt er eitthvað sem ég þarf að
leggjast yfir að kenna hestunum mínum, þannig að
það gæti orðið spennandi útkoma í þeirri grein. Fyrsta
grein er fjórgangur og ég er bara mjög spennt að byrja
þetta alltsaman. Þar mun ég tefla fram hestinum Vaka
frá Hólum. Hann er undan Óð frá Brún og Óperu frá
Dvergsstöðum sem er móðir hins þekkta gæðings Vita
frá Kagaðarhóli. Vaki er frábær hestur! Töltið finnst
mér vera hans mesti kostur, það væri ekki úr vegi að
eiga nokkra svona í hesthúsinu hjá sér. Önnur hross
sem ég hef í huga fyrir komandi keppnir er
stóðhesturinn Hringur frá Skarði, Þórodds-sonur. Við
höfum fylgst að í nokkur ár (þó er hann einungis á
áttunda vetur) og hlakka ég til að halda áfram að þróa
hann í vetur. Þetta er alhliðahestur með úrvals skeið.
Síðan er ég með fyrstu verðlauna hryssu undan Þristi
frá Feti sem heitir Þrenna frá Hofi. Ég er svona jafnvel
að gæla við það að þjálfa hana fyrir slaktaumatöltið.
Það mun hinsvegar bara koma í ljós, segir Hekla.
Ekki hefur hún ákveðið mikið með aðrar keppnir
í vetur en KS deildin liggur fyrir og síðan mun hitt
bara koma í ljós. -Þó að mér þyki rosalega gaman að
UMSJÓN
palli@feykir.is
Hekla Katharína
Kristinsdóttir var þriðja inn í
KS deildina á úrtökumótinu
Hekla Katharína á góðri stund.
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
keppa og koma fram þá hef ég samt mestan áhuga
á því að þjálfa vel og markvisst yfir veturinn og
vonandi koma þá eitthvað fram með hækkandi sól.
Einhver sérviska eða hjátrú fyrir keppni? -Þær
eru nú ekki margar. Oftast á ég nú samt gott símtal
við móður mína og fæ smá pepp frá henni símleiðis.
Síðan reyni ég nú bara að halda rónni og vona að
undirbúningurinn hafi verið nægilega góður til
þess að ég og hesturinn komi vel fyrir inná vellinum.
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?
-Hlakka til að taka þátt í KS deildinni í vetur. Það
væri nú ekki úr vegi að hafa góðan stuðning af
pöllunum til þess að koma mér í gírinn.
Er ferming framundan?
Nýtt í fermingarkertum
Nú getur þú fengið mynd af fermingarbarninu,
kirkju, áhugamáli og ritningartexta sett á kerti
*Þú getur valið um liti á myndskreytingu
á kertinu. Hæð á kerti er 25 cm.
*Fallegt að hafa fleira en eitt kerti.
*Einnig er hægt að fá gestabók í stíl - Flott viðbót
Frekari upplýsingar gefa Rita í s: 899 7632 og
Þuríður í síma 849 4470