Feykir


Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 30/2013 Sextíu ár frá afhjúpun Þann 19. júlí sl. voru liðin 60 ár frá því að minnismerkið um Stephan G. Stephansen á Arnarstapa var afhjúpað. Flestir sem hafa komið í Skagafjörð um Vatnsskarð veita merkinu og stapanum athygli og hefur þar löngum verið vinsæll áningarstaður. Var það að frumkvæði Ungmennasambands Skaga- fjarðar sem merkið var reist á sínum tíma. Hugmyndinni mun hafa verið hreyft á útisamkomu sem haldin var á Litla-Garði í júlí 1945. Fljótlega var kosin framkvæmdanefnd sem leitaði álits mætra manna um staðarval. Voru flestir á því að Arnarstapi væri ákjósan- legur. Nefndarmenn, sem lengst af unnu að þessu, voru Guðjón Ingimundarson formaður UMSS, Óskar Magnússon bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson á Sauðárkróki. Leitað var til Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara sem Minnismerkið um Stephan G á Arnarstapa gerði merkið. Þrátt fyrir viðamikla fjáröflun gekk ekki sem skildi að fjármagna verkefnið, en með höfðinglegri gjöf Gísla Stefánssonar frá Mikley og framlagi Alþingis tókst þó að ljúka verkinu. Auk áðurnefndra komu Kári Sigurðsson og Hróbjartur Jónasson af miklum þunga að verkinu. Á öndverðu sumri 1953 vildi svo til að frú Rósa Benediktsson, dóttir Stephans G., kom til landsins ásamt nokkrum Vestur-Íslendingum. Því var verkinu hraðað og gat hún afhjúpað minnismerkið áður en hún sneri aftur utan. Var það gert að viðstöddu miklu fjölmenni sunnudaginn 19. júlí 1953 og var athöfnin látlaus en virðuleg. Skagafjörður skartaði sínu fegursta og undirstrikaði allt hið fagra er skáldið hafði um hann ort. Heimild: Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára afmælisrit. Frá afhjúpun minnisvarða um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa 19. júli 1953. Mikið fjölmenni var við athöfnina. Pólitík var alltaf í umræðunni í kringum mig Gunnar Bragi Sveinsson á Sauðárkróki, settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Framsóknarflokkinn en eftir síðustu kosningar hlaut hann þann sess að vera fyrsti þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. Þegar skipað var í ráðherrastóla var honum boðin utanríkisráðherra- staðan sem hann gegnir nú. Gunnar Bragi er stúdent frá FNV, nam atvinnulífsfélags- fræði í HÍ, kvæntur Elvu Björk Guðmundsdóttur, og synirnir eru fimm; Arnar, Frímann, Sveinn, Róbert og Ingi. Gunnar Bragi er Þingmaðurinn í Feyki að þessu sinni. Starf áður en þingmennskan kallaði: -Hef unnið við margt um ævina en var með Ábæ og í sveitarstjórninni áður en ég fór á þing 2009. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Byrjaði mjög ungur að snúast í kringum pólitíkina. Pabbi og Stefán Guðmundsson voru miklir vinir og unnu saman hjá útgerðarfélaginu og í pólitíkinni. Ég var því snemma farinn að bera út auglýsingar, sendast með lista af kjörstað, raða stólum o.fl. Í grunnskóla og fjölbraut tók ég mikinn þátt í félagsmálum, m.a. málfundafélögum, þann- ig að þjóðfélagsmál, þ.m.t. pólitík, var alltaf í umræðunni í kringum mig. Pólitíkin í fjölskyldunni var þó mjög fjölbreytt og mörg sjónarmið heyrðust sem var mjög hollt. Síðar varð ég aðstoðarmaður Páls Péturssonar og var það afar lærdómsríkt. Hvaða máli værir þú líklegur til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Jafnrétti til búsetu (byggðamálum) og atvinnumálum. Það er ekki eðlilegt að tvær af hverjum þremur krónum sem lands- byggðin framleiðir verði eftir á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum meiri jöfnuð og það gerum við best með því að jafna búsetuskilyrðin. Ég er algerlega á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið en við þurfum að eiga í góðu samstarfi við ESB líkt og þau Þingmaðurinn : Gunnar Bragi Sveinsson UMSJÓN palli@feykir.is ríki sem við erum í samstarfi við. Sem frjáls og fullvalda þjóð getum við samið við aðrar þjóðir á okkar for- sendum sem við gerðum ekki sem hluti af Evrópu- sambandinu. Einnig vona ég að við náum að efla utan- ríkisviðskipti en þau heyra undir mitt ráðuneyti og mikil tækifæri felast í auknum útflutningi. Við byggjum efnahag okkar á nýtingu auðlinda og því þurfum við að standa vörð um hagsmuni okkar á norðurslóðum en þangað beinist athygli flestra. Telur þú að stjórnmála- umhverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Já það hefur breyst til verri vegar eftir fjármála- hrunið. Við stjórninni tóku stjórnmálamenn sem gerðu útá reiði og óhamingju í stað þess að gefa fólki von, framtíðarsýn og bjartsýni. Verkefni okkar er að breyta þessu þannig að fólk geti horft bjartari augum til framtíð- arinnar. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Við íbúar svæðisins þurfum að standa þétt saman um að verja störf, skapa ný og sýna framá að við eigum sama rétt og aðrir. Það eru víða mikil tækifæri í kjördæminu okkar sem ég vona að fólk fái tækifæri til að nýta. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? Gunnar Bragi á góðum veiðidegi áhugmálið sem og stjórnmálin ásamt íþróttum. Ég er vitanlega lítið heima svo heimilið þarf sinn tíma. Sem betur fer hafa flestir í fjölskyldunni gaman af stangveiði svo fjölskyldan reynir að veiða saman. Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Hlusta á næstum allt en í dag eru það Of monsters and men, Maroon 5, Olly Murs o.fl. Svo reyni ég að hvetja Svein Rúnar áfram en hann er mjög hæfileikaríkur. Hver er uppáhalds kvik- myndin? -A Fish called Wanda, óborg- anlegur húmor enda meðlimir Monty Phyton meðal leikara og svo franska myndin The Intoutchables. Það er ótrúlega mögnuð mynd. Hvert er uppáhalds íþróttafélagið? -Það er Tindastóll. Spilaði reyndar síðast undir merkjum Æskunnar í 2. deild í körfubolta. Ein góð saga í lokin: -Hasarinn í þinginu er oft mikill. Eitt sinn er við vorum að semja um þinglok og álagið var mikið. Síminn hringir og þegar ég svara er félagi minn á línunni og er álíka lítið sofinn og ég. Biður hann mig um símanúmer hjá þingmanni einum. Ég segist hafa það í símanum mínum og meðan ég tala við manninn þá byrja ég að leita að gemsanum. Ég sný öllu við í töskunni minni og finn ekki símann, leita í þingflokksherberginu en finn ekki neitt, fer fram til þingvarðanna og segist vera að leita að gemsanum mínum en þá átta ég mig á því að allan tímann var ég vitanlega að tala í hann og hafði hlaupið með hann um allt hús á eyranu! -Atvinnumál, samgöngumál, jafnrétti til búsetu, skuldamál. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Áhugamálin eru ekki mörg því tíminn er lítill í slíkt. Silungsveiði er líklega helsta Herbergi óskast! Óska eftir að leigja gott herbergi á Króknum frá 1. sept. með aðgangi að eldunaraðstöðu og snyrtingu. Er mjög skilvís og reglusöm. Þorbjörg Ída Ívarsdóttir sími 6150707 eða 8627757 - Netfang: kobbikanina@hotmail.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.