Feykir


Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 9
30/2013 Feykir 9 Sextíu ár frá afhjúpun Byggðasafn Skagfirðinga Útskurður Bólu-Hjálm- ars og faldbúningur Sigurlaugar í Ási Á Byggðasafni Skagfirð- inga, sem á sér rúmlega sextíu ára langa sögu, er margt að skoða. Þar má meðal annars sjá útskorna gripi eftir Bólu-Hjálmar og faldbúning sem Sigurlaug Gunnarsdóttir húsmóðir í Ási í Hegranesi saumaði á árunum 1864- 1865. Stafsmenn safnsins, sem eru tólf talsins, fást við mörg afar spennandi verkefni og hitta áhugavert fólk úr öllum heims- hornum á hverjum degi. Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað í maí árið 1948 og er í eigu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem eiga og reka safnið. Safnstjóri er Sigríður Sigurðardóttir, kennari og sagnfræðingur. Safnið fékk upphaflega inni fyrir sýningahald í gamla bænum í Glaumbæ og var fyrsta sýningin opnuð í júní 1952. Í dag eru starfsemi safnsins og safngripir hýst í Minjahúsinu á Sauðárkróki, í gamla bænum í Glaumbæ og í Áshúsinu, sem stendur við bæjarhólinn í Glaumbæ. Safnið er með sýningar í þessum þremur húsum. Auk þessara staða eru safngripir í láni á sýningum Vestur- farasetursins á Hofsósi og á Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Helstu sýningahönnuðir eru Árni Páll Jóhannsson, Jón Þórisson og Sigríður Sigurð- ardóttir. Hlutverk Byggðasafns Skagfirðinga er að safna, varðveita og rannsaka muni og minjar úr Skagafirði. Áhersla er lögð á rannsóknir og miðlun upplýsinga um áþreifanlegar og óáþreifanlegar heimildir um menningararf Skagfirðinga, einkum byggingaarf og lífsháttabreytingar. Safnið á marga merkilega gripi og má í því sambandi m.a. benda á útskorna gripi eftir Hjálmar Jónsson (1796-1875) sem kenndur er við Bólu og faldbúning Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828-1905) húsmóður í Ási sem hún saumaði 1864-1865. Skrifstofur safnsins eru opnar allt árið. Sýningarnar eru opnar á mismunandi tímum eftir staðsetningu. Sýningar í Glaumbæ og Áshúsi eru opnar frá 9-18 alla daga frá 1. júní til 10. september og eftir sam- komulagi utan þess tíma. Sýningar í Minjahúsinu eru opnar frá 13-19 alla daga frá 10. júní til 31. ágúst og eftir samkomulagi utan þess tíma. Gestafjöldi á síðasta ári var alls 35.050 gestir. Þar af gengu 32.813 gestir um gamla bæinn í Glaumbæ og 2.237 gestir komu í Minjahúsið á Sauðárkróki. Hefur gestafjöldinn vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, en árið 2006 var gestafjöldi ársins í Glaumbæ um 25 þúsund. Ég ólst upp í Lýdó eða Lýtingsstaðarhreppi á þeim tíma þegar hann var sjálfstæður og þurfti ekki á neinum að halda líkt og Bjartur í Sumarhúsum. Við höfðum hreppstjóra, oddvita, kvenfélag, prest, skóla og búðina á Varmalæk. Við þurftum nánast aldrei að leita utan hrepps eftir nokkrum sköpuðum hlut ...nema eftir örfáum nauðsynjavörum og þá var skroppið út á Krók. Þá fór ég iðulega á kontórinn til Guttorms í Gránu gömlu og tók út lambapening til að kaupa smá nammi. Ég náði varla upp í lúguna þar sem Guttormur sat fyrir innan og taldi peninga og ég veit ekki hvort hann sá hver það var sem rétti honum útfylltan seðilinn með upphæðinni sem ég ætlaði að taka út. Peningarnir komu hins vegar alltaf út um lúguna og ég hélt í bæinn. Við mamma fórum gjarnan í vefnaðarvörubúðina en þar réði Tommi ríkjum og seldi stígvél, tvinna og aðrar nauðsynjar. Það sem fangaði ævinlega athygli mína, fyrir utan Tomma með málbandið um hálsinn, var hinn litríki rekki með tvinnakeflum. Ég gerðist meira að segja svo ófyrirleitin í eitt skiptið að ég stakk nokkrum tvinnakeflum í vasann án þess að borga. Þetta er í fyrsta sinn sem ég játa þennan glæp og Þórólfi Kaupfélagsstjóra er frjálst að kæra mig fyrir þennan stuld en ég hygg að þetta sé fyrnt. Án þess að ég sé að draga úr alvarleika málsins hugsa ég að það hafi verið framdir stærri efnahagsglæpir en þetta í gegnum tíðina. Eftir að við mamma höfðum lokið erindi okkar í vefnaðarvörubúðinni var gjarnan farið í byggingavöruverslunina með pabba (já kynjahlutverkin voru á hreinu í gamla daga) sem var til húsa þar sem Kaffi Krókur er núna. Skrúfur, naglar, kengir og fleira gagnlegt var borið út úr þeirri búð og samviskusamlega skrifað á reikning foreldra minna í Kaupfélaginu. Áður en lagt var af stað heim í Lýdó var síðan gjarnan komið við í matvörubúðinni þar sem Sveinn Guðmundsson hestagúrú afgreiddi kjötfars og fleira góðmeti úr kjötborðinu. Já þetta var svona dæmigerð Króksferð fjölskyldunnar. Verslað í Kaupfélagsbúðunum sem voru dreifðar um allan bæinn í þá tíð. Kaupfélagið réði ríkjum í þá daga og gerir víst enn er mér sagt. „Obb bobb bobb“, ég gleymdi einu. Stundum var komið við á pósthúsinu og leyst út póstkrafa frá Siglufirði. Pakkinn var ílangur og gutlaði eitthvað í innihaldinu. Þetta var nú ekki oft því Lýtingar voru gjarnan sjálfbærir með gutlandi vörur í gamla daga (og eru kannski enn). Eftir að ég hleypti heimdraganum og yfirgaf Skagafjörðinn um tvítugt hef ég tvisvar sinnum komið aftur og búið þar um tíma bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Það er gott að búa í Skagafirði en einhvern veginn fór það svo að ég flutti endanlega á brott fyrir tólf árum og bý í Mosfellsbænum eins og svo margir aðrir brottfluttir Skagfirðingar. Ég hef þó hvergi nærri yfirgefið Skagafjörðinn og Skagafjörðurinn hefur ekki yfirgefið mig. Fyrir allmörgum árum fékk maðurinn minn veiki sem hann smitaði mig svo hressilega af. Þetta er Hofsósveikin. Hún lýsir sér þannig að maður verður ólýsanlega hrifinn af Hofsósi og öllu því sem þar er. Eina lyfið sem dugir gegn þessari veiki er að kaupa sér lítið hús, helst í Kvosinni og gera það upp. Síðan þarf að eiga góða sjálfrennireið til að fara ótt og títt á milli Mosfellsbæjar og Hofsóss. Við fjölskyldan eigum sem sagt hús á hinum ægifallega stað, Hofsósi og reynum að koma heim eins oft og við getum. - - - - - Ég skora á systurdóttur mína Efemíu Hrönn Björgvinsdóttur að taka við pennanum. Sólborg Alda Pétursdóttir, brottfluttur Skagfirðingur, skrifar Minningabrot úr Skagafirði ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Aflahornið 4. -10. ágúst 2013: Klakkur á makrílveiðum Í vikunni sem leið var landað rúmum 78 tonnum á Skagaströnd, sjö tonnum á Hófsósi, 21 tonni á Sauðárkróki og 6 tonnum á Hvammstanga. Engum makríl er landað á Sauðárkróki enn sem komið er, en Klakkur SK-5 er að makrílveiðum vestan við landið og landar á Grundarfirði og er aflanum ekið til vinnslu hjá FISK-Seafood. Málmey SK-1 er einnig á makrílveiðum en frystir aflann um borð og Örvar SK-2 er á grálúðuveiðum og frystir einnig aflann um borð. Röst SK-17 liggur í höfn á Sauðárkróki og er beðið eftir hvort rækjuveiði verði leyfð að nýju þegar nýtt kvótaár hefst 1. september nk. /KSE Brák HU 115 Handfæri 567 Óli HU 8 Handfæri 413 Harpa HU 4 Handfæri 5065 Alls á Hvammstanga: 6045 kg Bergur sterki HU-17 Handfæri 776 Bjarmi HU-33 Handfæri 2.532 Bogga í Vík HU-6 Handfæri 2.405 Dagrún ST-12 Dragnót 2.141 Dúddi Gísla GK-48 Handfæri 7.429 Drífa EA-60 Handfæri 576 Eiður ÍS-126 Rækjutroll 2.415 Elín ÞH-82 Handfæri 2.128 Garpur HU-58 Handfæri 911 Greifinn SK-19 Handfæri 2.410 Guðmundur á Hópi Handfæri 6851 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 2.357 Hafrún HU-12 Dragnót 14.332 Húni HU-62 Handfæri 1.831 Hvítá MB-2 Handfæri 1.866 Kiddi Árna Hu-19 Handfæri 554 Muggur KE-57 Handfæri 8.062 Nonni HU-9 Handfæri 2.408 Ragnar Alfreðs GK-183 Handfæri 4.382 Snorri ST-24 Handfæri 2.178 Stella GK-23 Landb lína 6.372 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 2.311 SETRIÐ MITT UMSJÓN kristin@feykir.is Sæborg SK-8 Handfæri 2.336 Sædís Bára GK-88 Handfæri 6.901 Víðir ÞH-210 Handfæri 2.238 Víkingur KE-10 Handfæri 1.586 Víxill II ST-24 Handfæri 2.318 Alls á Skagaströnd: 78.274 Berglind SH-574 Handfæri 2.057 Bliki SK-15 Handfæri 129 Hafey SK-10 Handfæri 3.052 Helga Guðm. SK-23 Handfæri 3.042 Kristín SK-77 Handfæri 2.404 Maró SK-33 Handfæri 3.150 Már SK-90 Handfæri 2.976 Óskar SK-13 Handfæri 2.158 Ríkey SK-111 Handfæri 529 Steini G SK-14 Handfæri 2.121 Vinur SK-22 Handfæri 2.629 Þytur SK-18 Handfæri 421 Ösp SK-135 Handfæri 2.652 Alls á Sauðárkróki: 21.162 Ásmundur SK-123 Landb lína 4.010 Hafbjörg SK-58 Handfæri 681 Skáley SK-32 Handfæri 2.372 Alls á Hofsósi 14.127 kg SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.